Góðan daginn.
Ég hef áhuga að breyta Hilux 2005 fyrir 35 tommu dekk á 15x10 felgum. Bíllinn er óbreyttur í dag utan þess að ég lét breyta rúðupisstanki og slípaði lítillega innan úr frambrettum og færði drullusokka til að koma 33 tommum undir (286/75/16).
Er möguleiki að koma þessari stærð undir án þess að hækka bílinn og láta nægja að gera breytingar á body (brettum, body-festingum o.fl.).
Þetta er fyrsti jeppin minn og ég hef enga reynslu af breyttum jeppum og en síður jeppabreytingum. Er einhver hér á spjallinu sem getur ráðlagt mér í þessu?
Hilux 2005
Re: Hilux 2005
Er enginn með skoðun á þessu?
Ég er svo sem ekki lokaður fyrir að hækka bílinn á fjöðrun. Ef hækkun á fjöðrun er málið, hvað þyrfti að gera? Er kannski málið að kaupa einhvers konar kit?
Ég er svo sem ekki lokaður fyrir að hækka bílinn á fjöðrun. Ef hækkun á fjöðrun er málið, hvað þyrfti að gera? Er kannski málið að kaupa einhvers konar kit?
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: Hilux 2005
Sæll,
Þú þarft að hækka bílinn á fjöðrun framan og aftan um 40mm (færð klossa hjá Málmsteypunni Hellu). Svo þarf bara að skera úr, setja kannta, hjólastilla o.svf.
Kv.
Aron Frank
Þú þarft að hækka bílinn á fjöðrun framan og aftan um 40mm (færð klossa hjá Málmsteypunni Hellu). Svo þarf bara að skera úr, setja kannta, hjólastilla o.svf.
Kv.
Aron Frank
Re: Hilux 2005
þarf ef ég man rétt að breyta boddyfestingunni aftan við framhjólin líka
Re: Hilux 2005
Takk kærlega fyrir svörin.
Ég skil viðbrögðin þannig að álit manna hér sé að hækka bílinn og ekki nægi gera einungis breytingar á brettum og body-festingum!
Núna er þessi bíll 2005 árgerð og mér skilst að það geti verið erfitt að hjólastilla bíla sem eru orðnir þetta gamlir. Ástæðan ku vera sú að boltar í fóðringum gera verið ryðgaðir fastir. Eru einhver ráð sem menn hafa til að liðka uppá áður en maður fer með bílinn í hjólastillingu? Gott væri líka ef þið gætu nokkurn vegin útskýrt fyrir mér í grófum dráttum hvað það er sem ég þyrfti að athuga í þessum efnum.
Ég skil viðbrögðin þannig að álit manna hér sé að hækka bílinn og ekki nægi gera einungis breytingar á brettum og body-festingum!
Núna er þessi bíll 2005 árgerð og mér skilst að það geti verið erfitt að hjólastilla bíla sem eru orðnir þetta gamlir. Ástæðan ku vera sú að boltar í fóðringum gera verið ryðgaðir fastir. Eru einhver ráð sem menn hafa til að liðka uppá áður en maður fer með bílinn í hjólastillingu? Gott væri líka ef þið gætu nokkurn vegin útskýrt fyrir mér í grófum dráttum hvað það er sem ég þyrfti að athuga í þessum efnum.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur