Kónhalli á stýrisenda
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Kónhalli á stýrisenda
Er einhver hér á spjallinu, sem veit hver kónhallinn er á Benz (Unimog) stýrisenda. Þarf að versla mér rýmara og mig vantar að vita kónhallann, svo ég fái réttan rýmara. Nema að það sé einhver hér, sem veit hvaða rýmara mig vantar.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Kónhalli á stýrisenda
Sæll félagi ef þú færð ekki fræsara fyrir kónhallan þá er ráð að glóðhita augað og pressa enda í það og móta kónhallan þannig. Hefur verið gert og haldið kveðja guðni á sigló
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Kónhalli á stýrisenda
Sæll.
hallinn er 1 á móti 10, á 10mm longum kafla breitist þvermálið um 1mm, þetta eru 5,72 gráður. Annars er aðferð Guðna góð, ég boraði gatið í stýrisarminum mínum út í stærra þvermál smíðaði svo lausan hólk sem ég silvurkveikti í armin sem er þekkt aðferð í bransanum.
kv Hörður
hallinn er 1 á móti 10, á 10mm longum kafla breitist þvermálið um 1mm, þetta eru 5,72 gráður. Annars er aðferð Guðna góð, ég boraði gatið í stýrisarminum mínum út í stærra þvermál smíðaði svo lausan hólk sem ég silvurkveikti í armin sem er þekkt aðferð í bransanum.
kv Hörður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Kónhalli á stýrisenda
Sælir félagar.
Og takk fyrir svörin.
Ég gúgglaði endann í gærkveldi, og komst að því, að hallinn er 1:10. Þar sem að ég er að svera upp fleiri en eitt gat, þá finnst mér einfaldast að versla bara réttu græjuna, og þá er hún bara til. Það eru svo sem til ýmsar lausnir í svona málum, og ein þeirra væri líka að renna lausan kón, með smá brjósti róarmegin og klofi, þannig að hann þenjist út í borgatið, þegar stýrisendinn er hertur í arminn. En það er meiri vinna, sem ég hefði viljað losna við.
Og takk fyrir svörin.
Ég gúgglaði endann í gærkveldi, og komst að því, að hallinn er 1:10. Þar sem að ég er að svera upp fleiri en eitt gat, þá finnst mér einfaldast að versla bara réttu græjuna, og þá er hún bara til. Það eru svo sem til ýmsar lausnir í svona málum, og ein þeirra væri líka að renna lausan kón, með smá brjósti róarmegin og klofi, þannig að hann þenjist út í borgatið, þegar stýrisendinn er hertur í arminn. En það er meiri vinna, sem ég hefði viljað losna við.
Síðast breytt af svarti sambo þann 15.apr 2015, 03:12, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Kónhalli á stýrisenda
Fór inná aliexpress og verslaði mér einn svona: http://www.aliexpress.com/item/free-shi ... 94464.html
Það má vel vera að þetta sé eitthvað ónýtt drasl, en ákvað að taka sénsinn, og þar sem að þetta kostar bara 3.200 isl.kr. Þá er skaðinn ekki mikill. Annað eins eyðir maður í eitthvað bull.
Það má vel vera að þetta sé eitthvað ónýtt drasl, en ákvað að taka sénsinn, og þar sem að þetta kostar bara 3.200 isl.kr. Þá er skaðinn ekki mikill. Annað eins eyðir maður í eitthvað bull.
Fer það á þrjóskunni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur