Steinolíudælur??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Steinolíudælur??
Ég var að festa kaup á 200 l. steinolíutunnu, hvernig dælur hafa menn notað til að ná þessu úr tunnunum? Að vísu er hægt að hafa 3/4" krana á hliðinni en þá þarf að hafa tunnuna á upphækkun til að fá rennslið. Kv, Kári.
Re: Steinolíudælur??
Hringir í Steina hjá steinolíusölunni og biður um steinolíuþolna steinolíudælu.....
EÐA:
Borar tvö göt á stærra lokið á tunnunni og setur 1/2" gegnumtak gegnum annað þeirra. Setur svo 1/2" slöngu á stútin sem vísar niður í tunnu, í þeirri lengd að hún akkúrat nær niður á botn og svo slöngu í passlegri lengd til að dæla á bílinn hjá þér á hinn stútinn. Í hitt gatið setur þú dekkjaventil og notar svo loftdæluna í jeppanum til að byggja upp þrýsting í tunnunni sem þrýstir olíunni upp í gegnum 1/2" slönguna.
Freyr
EÐA:
Borar tvö göt á stærra lokið á tunnunni og setur 1/2" gegnumtak gegnum annað þeirra. Setur svo 1/2" slöngu á stútin sem vísar niður í tunnu, í þeirri lengd að hún akkúrat nær niður á botn og svo slöngu í passlegri lengd til að dæla á bílinn hjá þér á hinn stútinn. Í hitt gatið setur þú dekkjaventil og notar svo loftdæluna í jeppanum til að byggja upp þrýsting í tunnunni sem þrýstir olíunni upp í gegnum 1/2" slönguna.
Freyr
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Steinolíudælur??
Ég verslaði nokkrar tunnur af olís í fyrra eða hitteðfyrra og fékk þá hjá þeim gratis einhverjar plastdælur sem var hægt að bjarga sér á.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Steinolíudælur??
Borvélardæla hefur gagnast mér fínt búinn að dæla úr nokkrum tunnum
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur