Sóthreinsun á díselvél.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Sóthreinsun á díselvél.
Ágætu spjallverjar.
Hvernig er best að standa að því að sóthreinsa díselvél, þ.e. er hægt að setja eitthvert hreinsiefni í smurolíuna og skipta svo um olíu eftir ákv. km.fjölda? Hvaða efni, ef svo er, mælið þið með? Þetta er Santa Fe dísel sem um ræðir og er þetta nefnt að þurfi að gera í aths. eftir viðgerð hjá B&L.
Hvernig er best að standa að því að sóthreinsa díselvél, þ.e. er hægt að setja eitthvert hreinsiefni í smurolíuna og skipta svo um olíu eftir ákv. km.fjölda? Hvaða efni, ef svo er, mælið þið með? Þetta er Santa Fe dísel sem um ræðir og er þetta nefnt að þurfi að gera í aths. eftir viðgerð hjá B&L.
-
- Innlegg: 130
- Skráður: 31.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
- Staðsetning: skagafjörður
Re: Sóthreinsun á díselvél.
stilling er með svona skol http://stilling.is/vorur/vara/LM2427/
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Ég hef notað efnin frá Bell-add í þetta, og verið bara nokkuð sáttur með afraksturinn.
http://www.velaland.is/is/bilavarahluti ... reinsiefni
http://www.velaland.is/is/bilavarahluti ... reinsiefni
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Settu bara hálfan líter af sjalfskiptioliu a og keyrðu 40-50 km og skiptu svo um olíu.ef sumur ljósið kemur fyrr a dreptu sem fyrst a bilnum
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Ég mundi vilja fá nánari útlistun á því hvað þeir eiga við hjá B&L. Sóthreinsa hvað?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
olei wrote:Ég mundi vilja fá nánari útlistun á því hvað þeir eiga við hjá B&L. Sóthreinsa hvað?
Það stendur á nótunni að ventlalokið var tekið af og rockerarmar endurnýjaðir, nefnt að vélin væri mjög sótug að innan og það þyrfti að sóthreinsa hana. Þetta var hjá fyrri eiganda sem þetta var gert.
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Ég mundi velta fyrir mér ástæðunni fyrir þessu: Þetta gæti stafað af því að of sjaldan hefur verið skipt um smurolíu. Mjög stuttar akstursleiðir þannig að vélin er keyrð lítið við fullan vinnuhita ýtir mjög verulega undir þetta. Sambland af hvoru tvegga er líklega algengasta orsökin fyrir því að sótslammi safnist fyrir í vélum. En fleira getur komið til, eins og t.d leki með spíssaþéttingum.
Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Re: Sóthreinsun á díselvél.
sjálfskipti olía getur skemmt pakkdósir á venjulegum vélum enda mun súrari en vélarolía.
menn í gamla daga töppuðu mótorolíuni af vélunum og settu dísel í staðinn og settu í gang í 2-3 mínutur enda svaðalegir sóthreinsi eiginleikar þar á ferð enn þetta gerir maður samt ekki við bensín vélar með beina innspýtingu af rafrænu gerðini því að efni í diesel geta eyðilagt súrefnis skynjara ef hún kemst upp fyrir stimpilhringi
menn í gamla daga töppuðu mótorolíuni af vélunum og settu dísel í staðinn og settu í gang í 2-3 mínutur enda svaðalegir sóthreinsi eiginleikar þar á ferð enn þetta gerir maður samt ekki við bensín vélar með beina innspýtingu af rafrænu gerðini því að efni í diesel geta eyðilagt súrefnis skynjara ef hún kemst upp fyrir stimpilhringi
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Það er varasamt að setja sterkt hreinsiefni á mjög óhreina vél. Ég veit dæmi þess að vélar hafi skemmst af því svo mikil óhreinindi losnuðu að smurgangar stífluðust.
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Sammála síðustu ræðumönnum.
Það fer eftir aðstæðum hvort það dugar til að skipta þétt um olíu. Reyna að hreinsa þetta ekki of hratt út.
Það fer eftir aðstæðum hvort það dugar til að skipta þétt um olíu. Reyna að hreinsa þetta ekki of hratt út.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
olei wrote:Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Já, það er smurt reglulega á 13-15 þús. km. fresti. Bíllinn er ekinn 215 þús. og það var einnig farið í spíssana við þessa viðgerð hjá B&L og skipt um eldsneytishöfuðdæluna v. innköllunar. Svo þau mál ættu að fera í góðum farvegi. Mér finnst hann þó eyða ívið meiru í langkeyrslu en ég hafði búist við eða milli 11 og 12 l/100km, ef eyðslumælingin í tölvunni er rétt. Hef þó átt hann svo stutt að það er ekki komin almennileg reynsla á það enn. Er svolítið nervös við þessa sjálfsk.vökvaaðferð sem nefnd er héra í þræðinum, held ég reyni frekar LiquidMoly-dæmið fyrst. En takk kærlega fyrir ábendingarnar.
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
thor_man wrote:olei wrote:Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Já, það er smurt reglulega á 13-15 þús. km. fresti. Bíllinn er ekinn 215 þús. og það var einnig farið í spíssana við þessa viðgerð hjá B&L og skipt um eldsneytishöfuðdæluna v. innköllunar. Svo þau mál ættu að fera í góðum farvegi. Mér finnst hann þó eyða ívið meiru í langkeyrslu en ég hafði búist við eða milli 11 og 12 l/100km, ef eyðslumælingin í tölvunni er rétt. Hef þó átt hann svo stutt að það er ekki komin almennileg reynsla á það enn. Er svolítið nervös við þessa sjálfsk.vökvaaðferð sem nefnd er héra í þræðinum, held ég reyni frekar LiquidMoly-dæmið fyrst. En takk kærlega fyrir ábendingarnar.
Mér finnst það ekki reglulega 13-15 þús. Myndi sjálfur skipta á 6-7 þús
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Svenni30 wrote:thor_man wrote:olei wrote:Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Já, það er smurt reglulega á 13-15 þús. km. fresti. Bíllinn er ekinn 215 þús. og það var einnig farið í spíssana við þessa viðgerð hjá B&L og skipt um eldsneytishöfuðdæluna v. innköllunar. Svo þau mál ættu að fera í góðum farvegi. Mér finnst hann þó eyða ívið meiru í langkeyrslu en ég hafði búist við eða milli 11 og 12 l/100km, ef eyðslumælingin í tölvunni er rétt. Hef þó átt hann svo stutt að það er ekki komin almennileg reynsla á það enn. Er svolítið nervös við þessa sjálfsk.vökvaaðferð sem nefnd er héra í þræðinum, held ég reyni frekar LiquidMoly-dæmið fyrst. En takk kærlega fyrir ábendingarnar.
Mér finnst það ekki reglulega 13-15 þús. Myndi sjálfur skipta á 6-7 þús
Samkvæmt handbók bílsins eiga olíuskipti að gerast á 15 þús. km. fresti svo það ætti að teljast eðlilegt.
Re: Sóthreinsun á díselvél.
thor_man wrote:olei wrote:Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Já, það er smurt reglulega á 13-15 þús. km. fresti. Bíllinn er ekinn 215 þús. og það var einnig farið í spíssana við þessa viðgerð hjá B&L og skipt um eldsneytishöfuðdæluna v. innköllunar. Svo þau mál ættu að fera í góðum farvegi. Mér finnst hann þó eyða ívið meiru í langkeyrslu en ég hafði búist við eða milli 11 og 12 l/100km, ef eyðslumælingin í tölvunni er rétt. Hef þó átt hann svo stutt að það er ekki komin almennileg reynsla á það enn. Er svolítið nervös við þessa sjálfsk.vökvaaðferð sem nefnd er héra í þræðinum, held ég reyni frekar LiquidMoly-dæmið fyrst. En takk kærlega fyrir ábendingarnar.
Mér sýnist að þessi keyrsla milli olíuskipta sé of mikil miðað við notkunina á bílnum hingað til. Það er líklegasta skýringin á þessari drullusöfnun í vélinni. Eitt megin hlutverk smurolíu er jú að fjarlægja sót frá vélinni við olíuskipti.
Í þínum sporum mundi ég taka smá átak og skipta þétt um olíu , t.d á 1-2000 km fresti þrisvar í röð. Og fær færa síðan reglubundin olíuskipti niður í t.d 6-8 þús eftir það.
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Sparnað í smurolíuskiptum, sérstaklega á dísilvél við okkar aðstæður (hitasveiflur) er ekki gáfulegt
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
olei wrote:thor_man wrote:olei wrote:Er smurbók með þessum bíl sem sýnir regluleg olíuskipti?
Já, það er smurt reglulega á 13-15 þús. km. fresti. Bíllinn er ekinn 215 þús. og það var einnig farið í spíssana við þessa viðgerð hjá B&L og skipt um eldsneytishöfuðdæluna v. innköllunar. Svo þau mál ættu að fera í góðum farvegi. Mér finnst hann þó eyða ívið meiru í langkeyrslu en ég hafði búist við eða milli 11 og 12 l/100km, ef eyðslumælingin í tölvunni er rétt. Hef þó átt hann svo stutt að það er ekki komin almennileg reynsla á það enn. Er svolítið nervös við þessa sjálfsk.vökvaaðferð sem nefnd er héra í þræðinum, held ég reyni frekar LiquidMoly-dæmið fyrst. En takk kærlega fyrir ábendingarnar.
Mér sýnist að þessi keyrsla milli olíuskipta sé of mikil miðað við notkunina á bílnum hingað til. Það er líklegasta skýringin á þessari drullusöfnun í vélinni. Eitt megin hlutverk smurolíu er jú að fjarlægja sót frá vélinni við olíuskipti.
Í þínum sporum mundi ég taka smá átak og skipta þétt um olíu , t.d á 1-2000 km fresti þrisvar í röð. Og fær færa síðan reglubundin olíuskipti niður í t.d 6-8 þús eftir það.
Já, mér þótti þetta dálítið grand að láta líða 15 þús. km á milli olíuskipta þegar betur var að gáð, sérstaklega þegar um þetta mikið ekinn mótor er að ræða. En þið mælið þá ekki með því að nota þetta hér? http://stilling.is/vorur/vara/LM2427/
K.
ÞB.
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Ég hef enga reynslu af þessu efni, né heldur öðrum sem eiga að gera svipaða hluti. Hættan er sú að þetta svínvirki - þá verður olían á vélinni að drullugraut mjög fljótlega. Spurningin er þá hversu lengi er óhætt að láta líða áður en sullinu er tappað af - örugglega ekki 15.000 km, jafnvel ekki einu sinni 100 km.... Smurljós hjálpar ekki sem viðvörun því að drullan getur stíflað stök göng þó svo að rásin að þrýstinemanum fyrir ljósið sé opin og greið og það kviknar því ekki. Á meðan getur vélin brætt úr stangarlegu eða hver veit hvað.
Ástæðan fyrir því að ég mæli með þéttum olíuskiptum er að þá ætti drullan að leysast upp og skolast út hægt og rólega. Fyrst að vélin hefur gengið hingað til eftir olíuskipti þá getur varla verið hættulegt að skipta þéttar. Nota Bene, smurolíur fyrir dieselvélar eru með bætiefnapakka sem inniheldur efni sem leysa upp sót. Ef hinsvegar of langt líður milli olíuskipta mettast olían af sóti og nær aldrei að minnka birgðirnar inni í vélinni.
Ástæðan fyrir því að ég mæli með þéttum olíuskiptum er að þá ætti drullan að leysast upp og skolast út hægt og rólega. Fyrst að vélin hefur gengið hingað til eftir olíuskipti þá getur varla verið hættulegt að skipta þéttar. Nota Bene, smurolíur fyrir dieselvélar eru með bætiefnapakka sem inniheldur efni sem leysa upp sót. Ef hinsvegar of langt líður milli olíuskipta mettast olían af sóti og nær aldrei að minnka birgðirnar inni í vélinni.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Sóthreinsun á díselvél.
olei wrote:Ég hef enga reynslu af þessu efni, né heldur öðrum sem eiga að gera svipaða hluti. Hættan er sú að þetta svínvirki - þá verður olían á vélinni að drullugraut mjög fljótlega. Spurningin er þá hversu lengi er óhætt að láta líða áður en sullinu er tappað af - örugglega ekki 15.000 km, jafnvel ekki einu sinni 100 km.... Smurljós hjálpar ekki sem viðvörun því að drullan getur stíflað stök göng þó svo að rásin að þrýstinemanum fyrir ljósið sé opin og greið og það kviknar því ekki. Á meðan getur vélin brætt úr stangarlegu eða hver veit hvað.
Ástæðan fyrir því að ég mæli með þéttum olíuskiptum er að þá ætti drullan að leysast upp og skolast út hægt og rólega. Fyrst að vélin hefur gengið hingað til eftir olíuskipti þá getur varla verið hættulegt að skipta þéttar. Nota Bene, smurolíur fyrir dieselvélar eru með bætiefnapakka sem inniheldur efni sem leysa upp sót. Ef hinsvegar of langt líður milli olíuskipta mettast olían af sóti og nær aldrei að minnka birgðirnar inni í vélinni.
Samkv. leiðbeiningunum með LiquidMoly á vélin að vera heit og ganga 10 mín í hægagangi og þá er sullinu tappað af og ný olía fyllt á.
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Ok - það hljómar safe.
En eins og ég segi þá hef ég enga reynslu af þessu og þykir heldur ólíklegt að þetta hreinsi vél sem er illa sótug á 10 mínútum.
Ég hef líka komið mér upp mjög háum efasemdamúr gagnvart svokölluðum bæti og hjálparefnum af ýmsu tagi. Sýnist að helsta virknin í mörgu af því drasli sé að létta veski kaupandans. Enda gjarnan erfitt að finna áreiðanlegar óháðar prófanir sem staðfesta meinta virkni. Ef ég finn þær ekki þá er ég engu nær og nota ekki viðkomandi efni.
En eins og ég segi þá hef ég enga reynslu af þessu og þykir heldur ólíklegt að þetta hreinsi vél sem er illa sótug á 10 mínútum.
Ég hef líka komið mér upp mjög háum efasemdamúr gagnvart svokölluðum bæti og hjálparefnum af ýmsu tagi. Sýnist að helsta virknin í mörgu af því drasli sé að létta veski kaupandans. Enda gjarnan erfitt að finna áreiðanlegar óháðar prófanir sem staðfesta meinta virkni. Ef ég finn þær ekki þá er ég engu nær og nota ekki viðkomandi efni.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Sóthreinsun á díselvél.
Sælir félagar ég er búinn vera að undra mig á að hver ætlaði að fara að SÓTT-hreinsa vélina sína. Búin að lesa þetta svona vitlaust ha ha enda bara með eitt auga og búinn að tína glerauganu.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur