sællir herramenn og frúr
er aðeins að velta fyrir mér loftpressu í skúrinn.
vil getað málað eithvað smá og sett einhver verkfæri á hana en ekkert rosalegt
hvað hafa menn verið að fá sér?? og hvað er svona lágmarks afköst sem maður þarf???
sá t.d eina Einhel pressu í Byko á 20 þ
24l tankur
206l pr min
8 bar
getið þið frætt mig um þetta eithvað?
Loftpressupælingar
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Loftpressupælingar
Arnarsk wrote:sællir herramenn og frúr
er aðeins að velta fyrir mér loftpressu í skúrinn.
vil getað málað eithvað smá og sett einhver verkfæri á hana en ekkert rosalegt
hvað hafa menn verið að fá sér?? og hvað er svona lágmarks afköst sem maður þarf???
sá t.d eina Einhel pressu í Byko á 20 þ
24l tankur
206l pr min
8 bar
getið þið frætt mig um þetta eithvað?
Loftverkfæri eru fljót að gelda þessa, spurning hvað þú ert þolinmóður og gefur henni tíma til að hlaða.
Svona helmingi stærri væri hægt að nota án þess að þurfa að bíða mikið.
4" loftrokkur er stopp eftir mjög stuttan tíma en steinaslípari er skárri. Kanski best að skoða verkfærin þín og reyna finna út hvað þau taka mikið loft og kaupa pressu samkvæmt því.
Re: Loftpressupælingar
M.v tölurnar þá er þetta vissulega gríðarleg framför frá því að hafa enga loftpressu. Þú getur jú pumpað í dekk, blásið ryk og óhreinindi og notað loftlykil stutta stund í einu. Það má jafnvel bjarga sér á svona pressu með loftfrekari verkfæri í stutta stund. Lítill loftrokkur (sjá mynd) snýst þokkalega í 10-20 sekúndur. Lengra nær hún ekki.

Fyrir málningarvinnu, hvort sem er loftverkfæri notuð til slípunnar, eða sprautun; þarf margfalt stærri loftpressu.
Einhell var góður framleiðandi í þýskalandi. Hann var keyptur upp af einhverjum snillingum og framleiðslan í þýskalandi aflögð fyrir löngu síðan, nafnið er nú eingöngu nýtt til að maka krókinn á fornri frægð - því er klínt á lélega framleiðslu frá Kína sem endist eftir atvikum mis lítið. Það ásamt verðmiðanum gerir að verkum að full ástæða er til að taka uppgefnar afkastatölur með fyrirvara og eðlilegt að gera ráð fyrir því að verkfærið sé því sem næst einnota.

Fyrir málningarvinnu, hvort sem er loftverkfæri notuð til slípunnar, eða sprautun; þarf margfalt stærri loftpressu.
Einhell var góður framleiðandi í þýskalandi. Hann var keyptur upp af einhverjum snillingum og framleiðslan í þýskalandi aflögð fyrir löngu síðan, nafnið er nú eingöngu nýtt til að maka krókinn á fornri frægð - því er klínt á lélega framleiðslu frá Kína sem endist eftir atvikum mis lítið. Það ásamt verðmiðanum gerir að verkum að full ástæða er til að taka uppgefnar afkastatölur með fyrirvara og eðlilegt að gera ráð fyrir því að verkfærið sé því sem næst einnota.
Síðast breytt af olei þann 26.mar 2015, 19:47, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Loftpressupælingar
Mér finnst Fini vera að gefa upp afkastatölu sem er nærri lagi, ekki hægt að segja það um allar þessar ódýru pressur.
4" Loftrokkur sem ég á er að taka rúma 500 ltr. min. þannig að það eru ekki nema 2-3 sekúntur sem hann hefur fullt afl ef það nær því. Beinir slíparar eru mis frekir en þessir minnstu eru fjandi frekir líka, loftskröll 3/8 er hægt að nota með svona pressu en frekar stutt í einu á fullu afli en kanski í lagi þar sem notkun er yfirleitt stutt samfellt.
Þannig að ef notkun er yfirleitt mjög stutt er hægt að nota svona pressu en oft djöful pirrandi, 1/2 loftlykil er hægt að nota ef þú hefur nógan tíma en oftast þarf maður fullt afl í dekkaskipti og þá þarf alltaf að bíða eftir að hún nái fullum þrýstingi, líka djöful pirrandi. Því stærri því betra.
4" Loftrokkur sem ég á er að taka rúma 500 ltr. min. þannig að það eru ekki nema 2-3 sekúntur sem hann hefur fullt afl ef það nær því. Beinir slíparar eru mis frekir en þessir minnstu eru fjandi frekir líka, loftskröll 3/8 er hægt að nota með svona pressu en frekar stutt í einu á fullu afli en kanski í lagi þar sem notkun er yfirleitt stutt samfellt.
Þannig að ef notkun er yfirleitt mjög stutt er hægt að nota svona pressu en oft djöful pirrandi, 1/2 loftlykil er hægt að nota ef þú hefur nógan tíma en oftast þarf maður fullt afl í dekkaskipti og þá þarf alltaf að bíða eftir að hún nái fullum þrýstingi, líka djöful pirrandi. Því stærri því betra.
Re: Loftpressupælingar
Hér er listi yfir loftnotkun ýmissa verkfæra. Þetta er gefið upp í rúmfetum á mínútu [cfm], eitt slíkt er 28,3 lítrar á mínútu.
http://www.engineeringtoolbox.com/air-c ... d_847.html
http://www.engineeringtoolbox.com/air-c ... d_847.html
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 06.mar 2015, 20:38
- Fullt nafn: Arnar Steinn Karlsson
- Bíltegund: Patrol
Re: Loftpressupælingar
Þakka ykkur kærlega fyrir gòð svör. Ég var einmitt svolítið hræddur um að kaupa pressu sem maður gæti svo ekkert notað af viti. ég ætla nú helst að geta gert meira en pumpað ì reiðhjòlin hjà krökkunum
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Loftpressupælingar
Loftpressa má kosta helling, hún er eitthvað sem þú notar mikið og munt eiga í mörg ár
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 06.mar 2015, 20:38
- Fullt nafn: Arnar Steinn Karlsson
- Bíltegund: Patrol
Re: Loftpressupælingar
Fràbær þessi listi þetta er eithvað sem ég hef verið að gera mér grein fyrir..
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Loftpressupælingar
Það er svolítið sem ég hef verið að pæla í varðandi þessi blessuðu verkfæri.
Það er auðvitað ofboðslega þægilegt að nota loftverkfæri en mér finnst stundum eins og það sé verið að sóa orku með því að nota þau.
Maður þarf helst 3ja fasa iðnaðarpressu til að geta skrúfað dekk undan jeppanum og hún gengur slatta á meðan, en ef maður er með 18-volta herslulykil með hleðslubatteríi þá nær maður meira en nógu afli til að skrúfa dekk undan og á aftur. Og hleðslutækið tekur mjög lítinn straum miðað við pressuna. Að auki er ekki helv! slangann að þvælast fyrir manni.
Svo ef maður kaupir sér léttann rokk fyrir sömu rafhlöður þá er maður sæmilega settur.
Það er auðvitað ofboðslega þægilegt að nota loftverkfæri en mér finnst stundum eins og það sé verið að sóa orku með því að nota þau.
Maður þarf helst 3ja fasa iðnaðarpressu til að geta skrúfað dekk undan jeppanum og hún gengur slatta á meðan, en ef maður er með 18-volta herslulykil með hleðslubatteríi þá nær maður meira en nógu afli til að skrúfa dekk undan og á aftur. Og hleðslutækið tekur mjög lítinn straum miðað við pressuna. Að auki er ekki helv! slangann að þvælast fyrir manni.
Svo ef maður kaupir sér léttann rokk fyrir sömu rafhlöður þá er maður sæmilega settur.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Loftpressupælingar
Þetta er alveg rétt hjá Jóni þetta er frekar dýrt loft en loftið bíður upp á svo marga möguleika.
Svo má nefna að pressa sem hleður upp í 10 kg. er mun skemmtilegri, meira loft í kútnum og endist því lengur.
Það eru margir sem kaupa of litla pressu og endar oft með að kaupa aðra eða stærri, mundi segja mjög algengt.
Svo má nefna að pressa sem hleður upp í 10 kg. er mun skemmtilegri, meira loft í kútnum og endist því lengur.
Það eru margir sem kaupa of litla pressu og endar oft með að kaupa aðra eða stærri, mundi segja mjög algengt.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Loftpressupælingar
Það er reyndar fjandi lélegur loftlykill sem losar ekki og herðir meira en batterís lykill þó hann dugi kannski oftast,en batterís slípirokkur er eitthvað sem er bara hægt að nota í algerri neyð og alveg bryður niður batteríin sem eru síðan rúmlega þyngdar sinnar virði í gulli endast stutt og eru alltaf tóm þegar þarf að nota þau.
En batterís dótið er samt bæði nett og þægilegt þar sem það á við og hægt að nota hvar sem er en það kemur samt ekki dekki á felgu,ekki er hægt að þrífa með því ofl ofl sem loft er nauðsynlegt í.
En batterís dótið er samt bæði nett og þægilegt þar sem það á við og hægt að nota hvar sem er en það kemur samt ekki dekki á felgu,ekki er hægt að þrífa með því ofl ofl sem loft er nauðsynlegt í.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 10
- Skráður: 06.mar 2015, 20:38
- Fullt nafn: Arnar Steinn Karlsson
- Bíltegund: Patrol
Re: Loftpressupælingar
Já þessi batterýs verkfæri eru orðin ansi öflug.svo eru auðvitað agaleg læti í þessum pressum alttaf
En hafið þið reynslu á þessum rafagns sprautukönnum/málningasprautum
Þarfhelst að heilmála einn. Við erum bara að tala um vèlalakk
Ef við miðum við brúsasparautun eru þær kanski alltí lægi?
Eithvað svona http://www.poulsen.is/?item=478&v=item
En hafið þið reynslu á þessum rafagns sprautukönnum/málningasprautum
Þarfhelst að heilmála einn. Við erum bara að tala um vèlalakk
Ef við miðum við brúsasparautun eru þær kanski alltí lægi?
Eithvað svona http://www.poulsen.is/?item=478&v=item
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Loftpressupælingar
Verkfærasalan er með loftpressu sem er 412 l/min. 50 ltr. kútur. Auglýsing í vikublaðinu Akureyri 26 mars.
Veit ekki hver gæðin eru en eitthvað sem dugar svona þokkalega (ekkert meira en það) ef notuð er alvöru verkfæri.
Ég hringdi í þá í gær og spurði um mótorhjólalyftu og svörin voru mistök átti ekki að auglýsa strax kemur eftir c.a. 2 mán. kanski sama með loftpressuna.
Veit ekki hver gæðin eru en eitthvað sem dugar svona þokkalega (ekkert meira en það) ef notuð er alvöru verkfæri.
Ég hringdi í þá í gær og spurði um mótorhjólalyftu og svörin voru mistök átti ekki að auglýsa strax kemur eftir c.a. 2 mán. kanski sama með loftpressuna.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Loftpressupælingar
Ég er með pressu í skúrnum sem ég keypti í Bauhaus á ca 37.000 kall og það fylgdi með henni bingur af loftverkfærum þ.m.t. loftlykill, lítill fræsari, sprautukanna, heftibyssa og fleira. Pressan hefur dugað fínt og verkfærin sem fylgdu eru alveg merkilega nothæf þó ég gerði mér engar vonir um það, Hún er ekki sérstaklega stór en ég sé ekki eftir þessum kaupum.
Re: Loftpressupælingar
Þegar ég ætlaði að kaupa mér handfræsara þá fannst mér rosa fínt að hugsa mér rafmagnsfræsara, en fann engann sérlega ódýrann. Flestir á 65þ + en fann fínan lofthandfræsara á 6900 kr hjá loftverkfæri.is Og hann þarf jú nokkuð loft, en þó maður fari í góða loftpressu þá má líka ná út úr því ódýrari verkfærum. Kwh er líka i útreikningi á pressu á móti rafmagnshandverkfæri / batteríi. Svo er loftfræsarinn mun þægilegri í hendi en rafmagns flösku fræsarar sem fást. Það má því reikna svona dæmi á marga vegu.
LC 120, 2004
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Loftpressupælingar
Ég er med gamla stimpilpressu nidri í geymslu sem er ónýt (Og var hrikalega hávær ádur en hún loksins drapst.). Ég ætla ad setja 1 eda 2 frystipressur úr ísskáp eda kistu á tankinn í stadinn fyrir stimpilpressuna. Thær ráda vid mjög háann thrýsting og eru næstum hljódlausar. Sú pressa verdur notud til ad fylla á dekk, dæla í barnasundlaug og blása af hinu og thessu, kannski fyrir loftskrall og lykil einstaka sinnum, engin thörf á stórri skrúfudælu thar. :)
Ég smídadi eina loftpressu úr frystikistupressu og kút af vörubíl fyrir vinnufélaga sem er duglegur ad airbrusha. Honum reiknadist til ad hún sé ad dæla ca. 60L /mínútu. Hann segist hafa látid hana pressa upp í 250 psi og ad hún virtist ekki erfida mikid vid thad. Hvort thad sé satt veit ég ekki en hún heldur allavega í vid málningarvinnuna og er svo gott sem hljódlaus.
Ég smídadi eina loftpressu úr frystikistupressu og kút af vörubíl fyrir vinnufélaga sem er duglegur ad airbrusha. Honum reiknadist til ad hún sé ad dæla ca. 60L /mínútu. Hann segist hafa látid hana pressa upp í 250 psi og ad hún virtist ekki erfida mikid vid thad. Hvort thad sé satt veit ég ekki en hún heldur allavega í vid málningarvinnuna og er svo gott sem hljódlaus.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur