Þó slapp ég ekki alveg við bilanir, hjörliðskross gaf sig rétt áður en kom inn í Laugar og skipti um hann á laugardagsmorgun, gekk mjög vel

keyrðum svo á laugardeginum áleiðis til baka að Sigöldulóni þar sem við tókum á móti restinni af hópnum c.a. 10 bílum, allt frá 33" súkkum og upp í 38" bíla, þá hafði færið aðeins skánað og var mjög gaman að fræsa út fyrir slóðir í stuðaradjúpu púðri


38" cherokee í förum eftir FORD 46"

Snjórinn á brettunum gefur til kynna ferðahraðann, enda var engin úrkoma þetta kvöld bara stjornubjart stillt og gott
Á sunnudagsmorgun var gangsett í -18c og þótti Ford það ekkert sérlega gott og ákvað að brjóta af sér reimahjólið á stýrisdælunni, þá voru góð ráð dýr, hjólið úr plasti en með stálhring inn í sem pressaður er upp á öxulinn á dælunni, greinilega búið að snúast á öxlinum einhvern tíma og því orðið svolítið rúmt á
Þá ákváðum við eftir að hafa reint ýmislegt t.d. troða álpappír meðfram og saumnagla og berja hak í öxulinn og ekkert gekk að sjóða hjólið á með rafgeymum, það gafst ágætlega hálfa leið í Hrauneyjar og þá gaf suðan sig, þá suðum við aftur og þá með þrem geymum en ekki vildi betur til en svo að geymirinn úr Ford sprakk með látum
Þá voru aftur góð ráð dýr, en ákváðum að LC90 þyrfti bara einn geymi til að fara í gang heitur og auðvitað redduðum við honum þannig í Hrauneyjar þar sem ég svo skildi bílinn eftir, seinnipart sunnudags
Kippti dælunni úr og fór með í bæinn,

Sauð hjólið almennilega á með MIG suðu og brunaði uppeftir á óbreyttum Galloper jeppa, sá mátti nú varla hafa meiri fyrirstöðu á veginum uppeftir þó mokað hefði verið á mánudagsmorgni, en komumst þó uppeftir, smellti dælunni í og keyrði í hveragerði, þar gaf hjólið sig endanlega þ.e. stálkjarninn sem ég hafði soðið á dælu öxulinn sleit sig lausan frá plasthjólinu, ég hafði fyrr á mánudeginum farið og keypt mér viftureim sem átti að vera fyrir bíl án AC dælu, því ég taldi ekki skipta máli hvort maður sleppti AC eða stýrisdælu með þeirri reim, en þá var það auðvitað reim fyrir bíl með AC dælu, alveg eins og reimin sem var í honum fyrir, URRRR ég var orðinn pirraður

Keyrði kaggann í bæinn án viftureimar, tókst það án þess að nokkurntíma syði á honum vatnið þannig vonandi er allt í góðu lagi
En semsagt, ég er búinn að kynnast bílnum betur, og VÁ hvað ég er ánægður með fjöðrunina, þvílík snilld, hann étur bókstaflega allt, sama hversu hratt er ekið yfir