Startaravandræði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Startaravandræði
Sæl/Sælir
Eitthvað klikk í gangsettningu, búið að vera þannig að það smellur í startaranum en hann snýst ekki og hingað til hefur hann svo startað full power. En svo núna klikkaði nokkrum sinnum og svo dó allt
Startarinn hjá mér tengist þannig að annar vírinn (sverari tengist beint í geyminn) og hinn fer í alternatorinn og á mjórri vírnum mælist 12v þegar það er dautt og ekki svissað á bílinn það er ekki eðlilegt er það?
en bendir ekki allt á startarann þegar það klikkar svona en startar ekki?
Kv Óttar
Eitthvað klikk í gangsettningu, búið að vera þannig að það smellur í startaranum en hann snýst ekki og hingað til hefur hann svo startað full power. En svo núna klikkaði nokkrum sinnum og svo dó allt
Startarinn hjá mér tengist þannig að annar vírinn (sverari tengist beint í geyminn) og hinn fer í alternatorinn og á mjórri vírnum mælist 12v þegar það er dautt og ekki svissað á bílinn það er ekki eðlilegt er það?
en bendir ekki allt á startarann þegar það klikkar svona en startar ekki?
Kv Óttar
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Startaravandræði
Sennilegast er stirðleiki í segulrofanum eða þá að kolin gefa ekki nægt samband. Lenti í nákvæmlega svona veseni í síðustu viku og það var segulrofinn sem var að klikka. Það þurfti að hreinsa hann upp og slípa til.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
ohh ég var innst inni að vonast eftir að þetta gæti verið eitthvað annað þar sem það þarf að hífa mótarinn úr eða niður til að ná startarakvikindinu úr.
Sést svona klikk með aflestri svo maður sé 100% ?
Sést svona klikk með aflestri svo maður sé 100% ?
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Startaravandræði
Nú þori ég ekki að segja af eða á, þessi startari hjá mér er af einföldustu gerð, í Golf '97, en ef þetta er Touareg hjá þér eins og segir í prófílnum þá gæti þetta verið mun flóknara fyrirbæri.
Re: Startaravandræði
Yfirleitt er bilunin mjög einföld þegar hún lýsir sér svona. Bíllinn er rafmagnslaus. Prófaðu að hlaða geyminn eða fá start.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
Nei því miður var búinn að útiloka það, og þegar hann hefur farið í gang eftir að það klikkar í honum þá startar hann á fullum krafti, stundum hefur þurft nokkrar tilraunir þar til nú er allt dautt
Re: Startaravandræði
Þetta getur verið sambandsleysi á tengingum frá geymi og niður á startara. Slæm jörð inn á mótor/startarann líka. Þessi lýsing getur alveg eins passað við slíkt eins og að startarinn sjálfur sé vandamálið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
Ég er búinn að googla mig stjarfann í kvöld og sýnist að það sé ekki kostur að maður mæli 12v á mjórri vírnum á startaranum
-
- Innlegg: 64
- Skráður: 24.okt 2010, 22:26
- Fullt nafn: Heimir Páll Birgisson
- Bíltegund: patrol 95 38"
- Staðsetning: Akureyri eða A-Hún eftir hvort henntar betur
Re: Startaravandræði
allta gott að prufa að djöflast í öllum tengingunum og síðanj abra banka aðein utan í startar með hamri erð einhverju sem þú getur komið að
Ég stend hann flatan hann kemst bara ekki hraðar
Re: Startaravandræði
Nú, svo gæti verið slit í fóðringum þannig að akkerið nái út í belginn og komið í veg fyrir að startarinn snúist. Eða uppslitnar snertur í honum sem ná stundum sambandi og stundum ekki.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Startaravandræði
Algengast að kolin séu búin en getur líka verið snertur á segulrofa, ef það er fóðring í þessum þá kemur það líka til greina. Til að ath. hvort það sé leiðslur að startara þá tengja beint á hann með köplum.
Mynd eða teikning myndi kanski hjálpa, til svo margar útfærslur af störturum.
Samt þessi algenga bilun þegar klikkar í honum, vantar straum á anker.
Mynd eða teikning myndi kanski hjálpa, til svo margar útfærslur af störturum.
Samt þessi algenga bilun þegar klikkar í honum, vantar straum á anker.
Re: Startaravandræði
Óttar wrote:Ég er búinn að googla mig stjarfann í kvöld og sýnist að það sé ekki kostur að maður mæli 12v á mjórri vírnum á startaranum
Já, ég hnaut dálítið um þá lýsingu. Mældirðu þetta með allt tengt, eða með vírinn aftengdann frá startaranum? Í fyrra tilfellinu dettur mér helst í hug að startarinn sé með óvenjulega hönnun; stýristraumurinn sé tengdur til jarðar til að starta. Myndi samt vilja fá það staðfest í teikningum eða service manual áður en ég færi að gera tilraunir með það. Í seinna tilfellinu finndist mér útleiðsla líklegust, en það ætti nú varla hafa áhrif á startið ef geymirinn er nýhlaðinn; útleiðsla getur hins vegar auðvitað tæmt geyminn, jafnvel á nokkuð stuttum tíma ef hún er mikil.
--
Kveðja, Kári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
kaos wrote:Óttar wrote:Ég er búinn að googla mig stjarfann í kvöld og sýnist að það sé ekki kostur að maður mæli 12v á mjórri vírnum á startaranum
Já, ég hnaut dálítið um þá lýsingu. Mældirðu þetta með allt tengt, eða með vírinn aftengdann frá startaranum? Í fyrra tilfellinu dettur mér helst í hug að startarinn sé með óvenjulega hönnun; stýristraumurinn sé tengdur til jarðar til að starta. Myndi samt vilja fá það staðfest í teikningum eða service manual áður en ég færi að gera tilraunir með það. Í seinna tilfellinu finndist mér útleiðsla líklegust, en það ætti nú varla hafa áhrif á startið ef geymirinn er nýhlaðinn; útleiðsla getur hins vegar auðvitað tæmt geyminn, jafnvel á nokkuð stuttum tíma ef hún er mikil.
--
Kveðja, Kári.
Þetta er ein asnalegasta staðsettning á startara sem ég hef vitað til svo ég rétt sé í endann á honum sem boltast á vélina en mótorfestingin hylur hann allann en ég rakti vírana og sverai fer beint á plúsinn á geyminum og hinn í alternatorinn ég mældi fyrst með allt tengt en svissað af bílnum og þá var 12v við alternatorinn en aftengdi svo sverari vírinn af geyminum og þá var ekkert á mjórri vírnum.
Takk fyrir góð svör strákar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
Hér er mynd af svona startara
- Viðhengi
-
- startari.JPG (95.82 KiB) Viewed 6876 times
Re: Startaravandræði
Óttar wrote:kaos wrote:Óttar wrote:Ég er búinn að googla mig stjarfann í kvöld og sýnist að það sé ekki kostur að maður mæli 12v á mjórri vírnum á startaranum
Já, ég hnaut dálítið um þá lýsingu. Mældirðu þetta með allt tengt, eða með vírinn aftengdann frá startaranum? Í fyrra tilfellinu dettur mér helst í hug að startarinn sé með óvenjulega hönnun; stýristraumurinn sé tengdur til jarðar til að starta. Myndi samt vilja fá það staðfest í teikningum eða service manual áður en ég færi að gera tilraunir með það. Í seinna tilfellinu finndist mér útleiðsla líklegust, en það ætti nú varla hafa áhrif á startið ef geymirinn er nýhlaðinn; útleiðsla getur hins vegar auðvitað tæmt geyminn, jafnvel á nokkuð stuttum tíma ef hún er mikil.
--
Kveðja, Kári.
Þetta er ein asnalegasta staðsettning á startara sem ég hef vitað til svo ég rétt sé í endann á honum sem boltast á vélina en mótorfestingin hylur hann allann en ég rakti vírana og sverai fer beint á plúsinn á geyminum og hinn í alternatorinn ég mældi fyrst með allt tengt en svissað af bílnum og þá var 12v við alternatorinn en aftengdi svo sverari vírinn af geyminum og þá var ekkert á mjórri vírnum.
Takk fyrir góð svör strákar
Er mjórri vírinn tengdur í alternatorinn, ekki bara tekinn með alternatorvírunum í pulsu? Ef svo er, þá gæti þetta verið hleðslustraumurinn frá alternatornum, og þá er eðlilegt að það séu 12 volt stöðugt á honum; hann er þá væntanlega tengdur við sverari vírinn á startaranum. Þetta var nokkuð algeng útfærsla á alternator/rafal tengingum í eina tíð, en hélt að hún væri orðið alveg aflögð í nýrri bílum, þar sem hleðslustraumurinn er yfirleitt tengdur í gegnum öryggi. En ef þetta er raunin, þá ætti að vera einn grannur vír enn að startaranum fyrir stýristrauminn. Sá tengist ekki í alternatorinn, heldur liggur eitthvað lengra, annaðhvort beint í sviss, eða startrelay ef það er til staðar.
Kveðja, Kári.
Re: Startaravandræði
Tek undir með síðasta ræðumanni, fín útlisting hjá Kára.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
Takk fyrir þetta ég verð að skoða þetta betur þetta gæti verið möguleiki
Re: Startaravandræði
Sælir.
Ef það klikkar í startanarum og hann snýst ekki þá er hann bilaður, annaðhvort kolin eða startpungurinn. Ekki ólíklegt að snertan í startpungnum sé farin eða kolin nái bara sambandi af og til.
Kipptu kvikindinu úr og opnaðu hann eins og hægt er, þá finnurðu bilunina, ég er nokkuð viss um það.
Kv Jón Garðar
Ef það klikkar í startanarum og hann snýst ekki þá er hann bilaður, annaðhvort kolin eða startpungurinn. Ekki ólíklegt að snertan í startpungnum sé farin eða kolin nái bara sambandi af og til.
Kipptu kvikindinu úr og opnaðu hann eins og hægt er, þá finnurðu bilunina, ég er nokkuð viss um það.
Kv Jón Garðar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startaravandræði
Málið leystist farsællega. náði kvikindinu úr og þá kemur í ljós að jörðin sem fer í spóluna hefur losnað smá með tilheyrandi drullu á milli og sambandsleysi.
Nú sé ég hvernig hann startar á fullu poweri, hefur greinilega aldrei gert það hjá mér!
Takk fyrir póstana :)
Kv Óttar
Nú sé ég hvernig hann startar á fullu poweri, hefur greinilega aldrei gert það hjá mér!
Takk fyrir póstana :)
Kv Óttar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur