Nú þarf ég að skipta um dekk á LC90 hjá mér. Því langaði mér að heyra hverju menn mæla með. Nota bílinn bæði í bænum og einnig í einstaka ferðir þar sem þarf að hleypa úr.
Hef eitthvað verið að skoða Goodyear Kevlar dekk, einhverjir með reynslu af þeim ? Og væri einnig til í að heyra reynslusögur af BF Goodrich. Svo hef ég eitthvað heyrt um að Mickey Thompson dekkin séu laus á felgunni. Eitthvað til í því ?
Endilega deilið út úr viskubrunni ykkar.
35" dekk undir LC90
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: 35" dekk undir LC90
Ég fékk mér nýlega 35" Toyo A/T frá Dekkverk, helsáttur hingað til. Á eftir að prufa í alvöru snjó.
Land Rover Defender 130 38"
Re: 35" dekk undir LC90
Sælir.
Ég er búinn að keyra talsvert mikið á 33" BF Goodrich AT og eru það bestu 33" dekk sem ég hef keyrt á. Lungamjúk og gott grip í snjó. Það sem ég er samt ósáttur við er að þau ná ekki að losa slabb og vatn nógu vel út og gat bíllinn verið nánast stjórnlaus í slabbi og flaut upp ef mikið vatn var í hjólförum. Ákvað því að prófa Toyo open country núna og eru þau svo sem ágæt, en bara mikið harðari. Þau virðast losa vatn og slabb betur út og hafa plumað sig ágætlega í öðru vetrarfæri. Hef reyndar ekkert prófað þau úrhleypt í snjó ennþá.
Kv. Smári
Ég er búinn að keyra talsvert mikið á 33" BF Goodrich AT og eru það bestu 33" dekk sem ég hef keyrt á. Lungamjúk og gott grip í snjó. Það sem ég er samt ósáttur við er að þau ná ekki að losa slabb og vatn nógu vel út og gat bíllinn verið nánast stjórnlaus í slabbi og flaut upp ef mikið vatn var í hjólförum. Ákvað því að prófa Toyo open country núna og eru þau svo sem ágæt, en bara mikið harðari. Þau virðast losa vatn og slabb betur út og hafa plumað sig ágætlega í öðru vetrarfæri. Hef reyndar ekkert prófað þau úrhleypt í snjó ennþá.
Kv. Smári
Re: 35" dekk undir LC90
Vat með 35" Goodrich MT undir Hilux sem ég var með kunni mjög vel við. Var áður með 33" cooper MT og fannst þau vera mun sleipari en Goodrich.
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 24.nóv 2014, 21:06
- Fullt nafn: Guðni Guðjónsson
- Bíltegund: Toyota LC90 35"
Re: 35" dekk undir LC90
Ég er á 90 cruiser með 35" bf goodrich mt negld og microskorinn og er mjög sáttur við þau en á sumrin er ég með bf goodrich at sem eru aðeins hljóðlátari. Mæli samt eindreigið með microskurði gerir mjög mikið fyrir dekkin
Re: 35" dekk undir LC90
Ég er með 35" Mastercraft sumardekk sem ég er vel sáttur við. Fín keyrsludekk og þau komu á óvart í snjónum sl. vor.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 11.jún 2010, 21:32
- Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson
Re: 35" dekk undir LC90
Einhver með reynslu af Dick Cepek MT dekkjum ?
Hef líka heyrt sögur að það sé ekki gott að hleypa úr Bf goodrich dekkjum, eitthvað til í því ?
Hef líka heyrt sögur að það sé ekki gott að hleypa úr Bf goodrich dekkjum, eitthvað til í því ?
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: 35" dekk undir LC90
Ég hef verið á 35" BFG MT, reyndar eldri gerðinni, og þau hafa reynst mér vel.
Þau eru míkróskorin og endast ótrúlega vel og ég hef hleypt úr þeim niður í 2psi án nokkurra vandræða og þau drífa mjög vel undir Mussonum mínum. Held að menn hafi talað um að A/T dekkin frá BFG væru verri til úrhleypinga.
Ég er samt svakalega hrifinn af Toyo 35x13.5xr15 Open Country MT og allir sem hafa keyrt á þeim eru gríðarlega hrifnir af þeim. Þau eru með meira flot útaf breiddinni og flott munstur en samt hljóðlát.
Þau eru míkróskorin og endast ótrúlega vel og ég hef hleypt úr þeim niður í 2psi án nokkurra vandræða og þau drífa mjög vel undir Mussonum mínum. Held að menn hafi talað um að A/T dekkin frá BFG væru verri til úrhleypinga.
Ég er samt svakalega hrifinn af Toyo 35x13.5xr15 Open Country MT og allir sem hafa keyrt á þeim eru gríðarlega hrifnir af þeim. Þau eru með meira flot útaf breiddinni og flott munstur en samt hljóðlát.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 11.jún 2010, 21:32
- Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson
Re: 35" dekk undir LC90
Er alveg heitur fyrir Toyo MT dekkjunum en þau eru bara aðeins dýrari heldur en hin dekkin.
Hvernig er með veghljóð í BF Goodrich MT ? Er mikill hávaði í þeim ?
Hvernig er með veghljóð í BF Goodrich MT ? Er mikill hávaði í þeim ?
Re: 35" dekk undir LC90
Má reyndar ekki gleyma því að toyo endist betur og hefur hærra endursöluverð
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: 35" dekk undir LC90
BFG MT finnast mér ósköp hljóðlát en það skýrist reyndar að hluta af því að bíllinn er ágætlega einangraður og míkróskurðurinn hjálpar. Klárlega ekki eitthvað sem ég tek eftir, ég heyri meira veghljóð á mazda 6 bílnum hjá mömmu gömlu ;)
-
- Innlegg: 38
- Skráður: 11.feb 2014, 19:18
- Fullt nafn: Hlynur St Þorvaldsson
- Bíltegund: Land Cruser
Re: 35" dekk undir LC90
Ég er sjálfur á 35" Goodyear Kevlar mt/R sem vetrardekk, þau eru nelgd og mikróskorinn í miðju, hef ég aldrei keyrt á betri dekkjum undir lc 90. Mjög hljóðlátt og mjúk, gripmikil í snjó og krappa.
Mun fá mér annan gang þegar að þessi verður að sumarganginum.
Mun fá mér annan gang þegar að þessi verður að sumarganginum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur