toyota hilux 1988
Ég kaupi hann um sumarið 2010, þá er hann með 2.2 bensínmótor og er vægast sagt latur..


síðan fór hann á 36" mudder


síðan var settur í hann 2.4 diesel 2lt-II úr toyota cressida, en sá mótor hafði farið ofaní 82 hilux sem ég kaupi út af mótornum (bíllinn sjálfur var ónýtur) fann engar myndir af mótorskiptunum.. í kjölfarið á því keypti ég undir hann 38" mudder..

eftir það var síðan smíðuð variable túrbína á mótorinn, kemur af 2.2 duratec mótor frá ford, hún er orginal raf stýrð en ég græjjaði á hana vacuum stýringu


þess ber að geta að bíllinn er á old man emu framfjöðrum með gabriel stillanlegum dempurum, gríðar góður búnaður.
að aftan er hann síðan á orginal fjöðrum með orginal dempara, ekki mjög góður búnaður
þessi mynd er tekinn daginn fyrir druslubílaferðina 2012

hérna eru nokkrar myndir úr ferðum...





á síðasta ári tok ég hann svo inní skúr og byrjaði að gera við ryð og fleira sem mátti betur fara...

síðan ákvað ég að fara í 44"

lagði upp með að nota bara fjaðrirnar áfram og færa hásinguna fram um 4 cm.... en síðan á miðri leið hætti ég við það og ákvað að fara í gorma að framan..
smíðaði stifur að framan

átti til óbogna hásingu í skúrnum, setti styrkingar undir liðhúsin og slípaði hana svona fínt..

hásingin kominn á sinn stað..

reyndar komin lc stýrismaskína í staðin núna og stífuturnar... hélt að ég væri búinn að taka mynd af því.. smelli mynd af því næst þegar ég fer í skúrinn

þetta eru svo dempararnir sem fara í hann að framan, 2" fox coilover, 10" slaglengd með forðabúri

skipti síðan um framrúðubitan í vikunni, sá gamli var orðin ansi illa ryðgaður og þar með er boddyið orðið ryðlaust..

í gær sprautaði ég hann að innan

stefnan er tekin á jeppaferð 20 mars... verð augljóslega að halda soldið vel á spilunum ef það á að nást :)