Cummins eyðsla..
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 27
- Skráður: 22.sep 2014, 11:36
- Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
- Bíltegund: Ram2500
Cummins eyðsla..
Jæja ég er á dodge ram 2500 1999 cummins hann er að eyða 14-16 lítrum á 100ði.
hann er á 35 tommu með hlutföll 410. með quadzilla tölvukubb og airboy úr olíu tanki. hvað er ykkar cummins að eyða ?
hann er á 35 tommu með hlutföll 410. með quadzilla tölvukubb og airboy úr olíu tanki. hvað er ykkar cummins að eyða ?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Cummins eyðsla..
Þetta er svipað og ég er að sjá á mímum óbreitta 2001 RAM sem er á orginal hlutföllum og 35" dekk. Er með 18 - 20 L/100 Km með camperinn á pallinum þá 4,2 Tonn Hef einusinni séð hann fara niður undir 10 L/100 Km (þá var konan ökumaður)
Re: Cummins eyðsla..
magnað miðað við cummins umræður hér áður hvað þessi spurning fær fá svör, annað hvort eyðir cumminsinn svona miklu að fáir vilja segja frá því eða að cummins menn hér inni hafa ekki séð spurninguna. :) En hvernig er með endingu á td 5,9 ltr. vélinni í Ram. Hvað eru menn að keyra þetta? Er sama spíssaves á þessu og Duramax og Powerstroke.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 21.apr 2012, 12:45
- Fullt nafn: Theodór Haraldsson
- Bíltegund: Patrol 44"
- Staðsetning: Neskaupstaður
Re: Cummins eyðsla..
Er þetta ekki bara að eiða svipað og stór V8 bensín sem hefur svipað tog en helmingi fleiri hestöfl og er mun léttari. Og þá er ég að sjálfsögðu að tala um mikið breytta jeppa.
Kv Theodór
Kv Theodór
Nissan Patrol 44"
Re: Cummins eyðsla..
Er ekki nokkuð ljóst að Thodór hefur bara átt gamla hilux diesel bíla? :)
En að öllu gríni slepptu þá held ég að cummings (5.9 þá) sé eyðslustabíl vél. Hún er samt enginn Yaris. Hef heyrt flesta vera að tala um tölurnar 15-17 á þessum bílum í langkeyrslu sem væri þá t.d. 1-2l minna en 6.0L fordinn...
En að öllu gríni slepptu þá held ég að cummings (5.9 þá) sé eyðslustabíl vél. Hún er samt enginn Yaris. Hef heyrt flesta vera að tala um tölurnar 15-17 á þessum bílum í langkeyrslu sem væri þá t.d. 1-2l minna en 6.0L fordinn...
-
- Innlegg: 104
- Skráður: 17.okt 2011, 21:36
- Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
- Staðsetning: Vestfirðir
Re: Cummins eyðsla..
Ég er með 2006 ram og er hann undir sjálfum sér að eyða 13 - 14 lítrum í langkeyrslu. Nema farið sé mikið yfir 100 km hraða þá hækkar eyðslan hef séð hann fara niður í 11 lítra en þá var líka mjög spakur akstur á honum
If in doubt go flat out
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 27
- Skráður: 22.sep 2014, 11:36
- Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
- Bíltegund: Ram2500
Re: Cummins eyðsla..
Er ný búinn a' mæla minn innanbæjar. Keyri frá álftanesi niður á granda fer svo einhverjar ferðir í byko. Þetta var ég að gera síðustu 100km.
fékk 16.9 lítra.
fékk 16.9 lítra.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Cummins eyðsla..
Er ekki 24V vélin þyrstari en 12V vélin. Maður heyrir að gamla góða 12V vélin sé svo eyðslu grönn. Ég talaði við gamlan rennismið sem á 89árg af ram með 5,9 5gíra bsk og hann segir bílinn eyða 9 á hundraðið. Veit svosem ekki hvort að hann sé að keyra á 70 eða 90.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Cummins eyðsla..
Ég hef náð 2006 Ram niður í 9 lítra á langkeyrslu á 80-85 km klst, eingig hef ég dregið á honum 2 tona kerru með fullan pall að varahlutum (torfæru dót öxla ofl) og þá var hann með 14,5 á 100, keyrt á 85-90 km klst, og á heimleið var ekið 100-110 km klst og þá var hann að eyða 15,5. hann er með superchip kupp, þetta er klárlega snildar bílar.
Re: Cummins eyðsla..
Stutt athugasemd um eyðslumælingar almennt.
Megin reglan er sú að það er bíllinn sjálfur sem ræður mestu um eyðslna. Þyngd dekkjastærð loftmótstaða, viðnám í kraminu os. frv. Ytri aðstæður ráða síðan miklu eins og t.d hitastig og vindur og færi. Bensínvélar eyða síðan u.þ.b 30% meira en diesel - það er bein afleiðing af mismunandi þjapphlufalli. Basic eðlisfræði. Þannig þarf ekki að koma á óvart að Benz 300D sem í gamla daga eyddi -við einhverjar kringumstæður- u.þ.b 10l í fólksbílum eyddi einhverju allt öðru og miklu meira þegar búið var að troða henni ofan í 4 tonna Unimog á 40" dekkjum! Þetta kom reyndar sumum mjög á óvart sem ætluðu að smíða sér 10l Unimog -- en var samt tilfellið!
Síðan er það þannig að eyðsla á bílum er mun breytilegri en ætla mætti þegar lesnir eru svona samanburðarþræðir á netinu. Bílar eyða almennt minnstu á heitustu dögum sumarsins í langkeyrslu ef þeim er ekið heitum langar leiðir og þeir kólna aldrei niður. Að sama skapi eyða þeir mestu þegar akstursvegalengdir eru mjög stuttar og kalt er í veðri. Þessi munur getur leikandi verið tvöfaldur og jafnvel meira eins og ég hef persónulega sannreynt - ítrekað!
Langkeyrsla er ekki það sama og langkeyrsla.
Bíll sem er keyrður upp á bensínstöð í RVK um mitt sumar, fylltur og ekið rakleiðis á t.d Egilsstaði og fylltur aftur þar, sýnir að öllum líkindum lágmarkseyðslu. Þarna voru eknir t.d 700 km í nær samfelldum akstri og bíllinn kólnaði einungis lítilsháttar í þau skipti sem stoppað var til að pulsa sig upp á leiðinni.
Sami bíll er síðan notaður til að keyra í vinnu RVK-Selfoss-RVK um mitt sumar. Það er líka "langkeyrsla" en eyðslan m.v dæmið hér ofar verður meiri að meðaltali af því að bíllinn kólnar margsinnis niður yfir þá daga sem tekur að nota upp tankinn. Munurinn getur hlaupið á tugum prósenta.
Innanbæjarakstur er ekki það sama og innanbæjarakstur.
Að sama skapi er innanbæjarakstur á Siglufirði eða Selfossi ekki það sama og innanbæjarakstur á höfuðborgarsvæðinu. Annarsvegar getur akstursvegalengdin verið 2-3km og hinsvegar 8-12 km milli þess sem stoppað er og bíllinn kólnar niður. Munurinn þarna á milli er verulegur, bíll sem er keyrður 2-3km rúnta hitnar óverulega. Vélin nær ekki fullum vinnuhita og gírkassi,millikassi,drif hitna mjög lítið. Bara við að lengja rúntinn svolítið breytir því að kramið allt er heitara í viðbótinni sem skilar lægri eyðslu. Munurinn þarna á milli getur leikandi numið nokkrum tugum prósenta í eyðslu.
Síðan er það mælingin sjálf og skekkjumörkin sem sjaldan er rætt um.
Annarsvegar er það spurningin um hversu mikið magn fer á bílinn. Þegar bensíndælan slær út þegar bíll er fylltur getur hæglega munað fáeinum lítrum til eða frá í því magni sem er á tanknum. Því meira magn sem lagt er saman í mælinguna - því minni áhrif hefur þessi skekkja. Skekkja upp á 1 lítra vegur augljóslega minna í 100 lítrum en 10! Því er nákvæmast að eyðslumælingar spanni sem mest magn af eldsneyti. 10-20-30 lítra mælingar bjóða upp á verulega skekkju og gefa einungis vísbendingu um eyðslu.
Hinsvegar er það akstursvegalengdin. Þar gildir að hluta það sama, en við bætist að km teljarar í bílum eru ekki sérleg nákvæmnisverkfæri. Og eina leiðin til að fá eitthvað vit í mælingar á eldsneytiseyðslu er að tékka teljarann (ekki bara nálina) með GPS mælingu yfir talsverða vegalengd á beinum vegi. Eyðslutölvur í bílum geta sýnt hvað sem er, einungis með GPS mælingu á teljaranum og eyðslumælingu yfir nokkra fulla tanka fæst niðurstaða um hversu nálægt raunveruleikanum þær eru.
Megin reglan er sú að það er bíllinn sjálfur sem ræður mestu um eyðslna. Þyngd dekkjastærð loftmótstaða, viðnám í kraminu os. frv. Ytri aðstæður ráða síðan miklu eins og t.d hitastig og vindur og færi. Bensínvélar eyða síðan u.þ.b 30% meira en diesel - það er bein afleiðing af mismunandi þjapphlufalli. Basic eðlisfræði. Þannig þarf ekki að koma á óvart að Benz 300D sem í gamla daga eyddi -við einhverjar kringumstæður- u.þ.b 10l í fólksbílum eyddi einhverju allt öðru og miklu meira þegar búið var að troða henni ofan í 4 tonna Unimog á 40" dekkjum! Þetta kom reyndar sumum mjög á óvart sem ætluðu að smíða sér 10l Unimog -- en var samt tilfellið!
Síðan er það þannig að eyðsla á bílum er mun breytilegri en ætla mætti þegar lesnir eru svona samanburðarþræðir á netinu. Bílar eyða almennt minnstu á heitustu dögum sumarsins í langkeyrslu ef þeim er ekið heitum langar leiðir og þeir kólna aldrei niður. Að sama skapi eyða þeir mestu þegar akstursvegalengdir eru mjög stuttar og kalt er í veðri. Þessi munur getur leikandi verið tvöfaldur og jafnvel meira eins og ég hef persónulega sannreynt - ítrekað!
Langkeyrsla er ekki það sama og langkeyrsla.
Bíll sem er keyrður upp á bensínstöð í RVK um mitt sumar, fylltur og ekið rakleiðis á t.d Egilsstaði og fylltur aftur þar, sýnir að öllum líkindum lágmarkseyðslu. Þarna voru eknir t.d 700 km í nær samfelldum akstri og bíllinn kólnaði einungis lítilsháttar í þau skipti sem stoppað var til að pulsa sig upp á leiðinni.
Sami bíll er síðan notaður til að keyra í vinnu RVK-Selfoss-RVK um mitt sumar. Það er líka "langkeyrsla" en eyðslan m.v dæmið hér ofar verður meiri að meðaltali af því að bíllinn kólnar margsinnis niður yfir þá daga sem tekur að nota upp tankinn. Munurinn getur hlaupið á tugum prósenta.
Innanbæjarakstur er ekki það sama og innanbæjarakstur.
Að sama skapi er innanbæjarakstur á Siglufirði eða Selfossi ekki það sama og innanbæjarakstur á höfuðborgarsvæðinu. Annarsvegar getur akstursvegalengdin verið 2-3km og hinsvegar 8-12 km milli þess sem stoppað er og bíllinn kólnar niður. Munurinn þarna á milli er verulegur, bíll sem er keyrður 2-3km rúnta hitnar óverulega. Vélin nær ekki fullum vinnuhita og gírkassi,millikassi,drif hitna mjög lítið. Bara við að lengja rúntinn svolítið breytir því að kramið allt er heitara í viðbótinni sem skilar lægri eyðslu. Munurinn þarna á milli getur leikandi numið nokkrum tugum prósenta í eyðslu.
Síðan er það mælingin sjálf og skekkjumörkin sem sjaldan er rætt um.
Annarsvegar er það spurningin um hversu mikið magn fer á bílinn. Þegar bensíndælan slær út þegar bíll er fylltur getur hæglega munað fáeinum lítrum til eða frá í því magni sem er á tanknum. Því meira magn sem lagt er saman í mælinguna - því minni áhrif hefur þessi skekkja. Skekkja upp á 1 lítra vegur augljóslega minna í 100 lítrum en 10! Því er nákvæmast að eyðslumælingar spanni sem mest magn af eldsneyti. 10-20-30 lítra mælingar bjóða upp á verulega skekkju og gefa einungis vísbendingu um eyðslu.
Hinsvegar er það akstursvegalengdin. Þar gildir að hluta það sama, en við bætist að km teljarar í bílum eru ekki sérleg nákvæmnisverkfæri. Og eina leiðin til að fá eitthvað vit í mælingar á eldsneytiseyðslu er að tékka teljarann (ekki bara nálina) með GPS mælingu yfir talsverða vegalengd á beinum vegi. Eyðslutölvur í bílum geta sýnt hvað sem er, einungis með GPS mælingu á teljaranum og eyðslumælingu yfir nokkra fulla tanka fæst niðurstaða um hversu nálægt raunveruleikanum þær eru.
Re: Cummins eyðsla..
Alveg sammála síðasta ræðumanni, nákvæmni í eyðslumælingum er í flestum tilfellum ónákvæmnisverk. Hinsvegar góð vísbending þegar búið er að safna saman mörgum mælingum frá mismunandi aðilum.
Ég gæti t.d. alveg flaggað því að 46" F350 með 6.0l eyddi 13 í langkeyrslu :)
(var að vísu í kolbrjáluðum meðvind en það er aukaatriði)
Ég gæti t.d. alveg flaggað því að 46" F350 með 6.0l eyddi 13 í langkeyrslu :)
(var að vísu í kolbrjáluðum meðvind en það er aukaatriði)
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Cummins eyðsla..
Getum líka skotið því inn að þessir eyðslumælar sem eru í bílunum eru oft ekki þeir nákvæmustu, tala nú ekki um þegar menn eru búnir að breyta dekkjastærðum og þessháttar.
Svo skiptir hraðinn nákvæmlega öllu máli varðandi eyðslu í langkeyrslu, þar sem þessir jeppar okkar eru með vindstuðul á við meðal einbýlishús þá telur það enn þyngra þar, munum að mótstaðan eykst í öðru veldi með hraða.
Svo skiptir hraðinn nákvæmlega öllu máli varðandi eyðslu í langkeyrslu, þar sem þessir jeppar okkar eru með vindstuðul á við meðal einbýlishús þá telur það enn þyngra þar, munum að mótstaðan eykst í öðru veldi með hraða.
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Cummins eyðsla..
Það er líka ágætt að spá í hvað er að gerast í vélinni og hvernig er best að beita henni til að fá sem mestan hlut af orku eldsneytisins út í gegnum sveifarásinn.
Efsti ferillinn á þessari mynd sínir torkkúrfu (botngjöf) fyrir 12 lítra Scanía dísilvél sem er eins upp byggð og umrædd 6 lítra Cummins.
Línurnar undir torkkúrfunni sýna hversu mörg grömm af eldsneyti þarf til að framleiða hvern Kílóvatttíma. Neðst á grafinu eru línurnar mjög þéttar og eldsneytisnotkun pr. Kwh mjög mikil á litlu álagi.
Það er því augljóst að þessa vél er hagkvæmast að aka á litlum snúning og mikilli gjöf.

Hér er sambærilegt graf fyrir nýlega 4 cyl bensínvél úr Evrópskum fólksbíl.
Toppurinn á bláu kúrfunni sýnir tog/tork (Nm) á botngjöf.
Bláu jafngildislínurnar sýna eldsneytisnotkun og sýna ljósustu litirnir hvar gildin eru lægst.
Hvítu línurnar sem fara niður á við frá torkkúrfunni (botngjöf) sýna aflið í Kw. Afl er ekkert annað en tork margfaldað með snúningshraða.
Af þessu sést að hagkvæmast er að keyra þessa vél á mikilli inngjöf á snúningi frá 1.800 til 3.000 snúningum á mínútu.
Í eina tíð var þetta kallað að "láta vélar erfiða" en með tilkomu nútíma eldsneytiskerfa skiptir mestu að nýta hámarkstog og lágan snúning.
90Kw línan sker torkkúrfuna í 3.000 snúningum. Þeas, botngjöf á þeim snúning skilar 90Kw og sjá má að þá þarf ca 247ml til að framleiða Kwh. Ef 90 KW línunni er fylgt upp á 5.000 snúninga má sjá að þar þarf 280ml til að framleiða Kwh á rúmlega hálfri gjöf.
Landvernd rekur vistaksturnámskeið þar sem ökumömnnum er m.a. kennt að "keyra í botni" -í sparnaðarskyni!
Annað sem skiptir miklu er að sleppa gjöfinni þegar tækifæri gefst. Þá skrúfast fyrir allt eldsneytisflæði, svo framarlega að vélin gangi aðeins hraðar en hægagang.
Uppgefin eldsneytisnotkun nýlegra bíla er raunhæf. Til þess að ná þeim gildum þurfa ökumenn einfaldlega að læra réttu aðferðina.
https://www.facebook.com/vistakstur
Efsti ferillinn á þessari mynd sínir torkkúrfu (botngjöf) fyrir 12 lítra Scanía dísilvél sem er eins upp byggð og umrædd 6 lítra Cummins.
Línurnar undir torkkúrfunni sýna hversu mörg grömm af eldsneyti þarf til að framleiða hvern Kílóvatttíma. Neðst á grafinu eru línurnar mjög þéttar og eldsneytisnotkun pr. Kwh mjög mikil á litlu álagi.
Það er því augljóst að þessa vél er hagkvæmast að aka á litlum snúning og mikilli gjöf.

Hér er sambærilegt graf fyrir nýlega 4 cyl bensínvél úr Evrópskum fólksbíl.

Toppurinn á bláu kúrfunni sýnir tog/tork (Nm) á botngjöf.
Bláu jafngildislínurnar sýna eldsneytisnotkun og sýna ljósustu litirnir hvar gildin eru lægst.
Hvítu línurnar sem fara niður á við frá torkkúrfunni (botngjöf) sýna aflið í Kw. Afl er ekkert annað en tork margfaldað með snúningshraða.
Af þessu sést að hagkvæmast er að keyra þessa vél á mikilli inngjöf á snúningi frá 1.800 til 3.000 snúningum á mínútu.
Í eina tíð var þetta kallað að "láta vélar erfiða" en með tilkomu nútíma eldsneytiskerfa skiptir mestu að nýta hámarkstog og lágan snúning.
90Kw línan sker torkkúrfuna í 3.000 snúningum. Þeas, botngjöf á þeim snúning skilar 90Kw og sjá má að þá þarf ca 247ml til að framleiða Kwh. Ef 90 KW línunni er fylgt upp á 5.000 snúninga má sjá að þar þarf 280ml til að framleiða Kwh á rúmlega hálfri gjöf.
Landvernd rekur vistaksturnámskeið þar sem ökumömnnum er m.a. kennt að "keyra í botni" -í sparnaðarskyni!
Annað sem skiptir miklu er að sleppa gjöfinni þegar tækifæri gefst. Þá skrúfast fyrir allt eldsneytisflæði, svo framarlega að vélin gangi aðeins hraðar en hægagang.
Uppgefin eldsneytisnotkun nýlegra bíla er raunhæf. Til þess að ná þeim gildum þurfa ökumenn einfaldlega að læra réttu aðferðina.
https://www.facebook.com/vistakstur
Síðast breytt af Tjakkur þann 25.feb 2015, 21:39, breytt 2 sinnum samtals.
Re: Cummins eyðsla..
Já ég hef einhversstaðar lesið þetta áður og væri gaman að geta farið eftir þessu en þar vandast nú einmitt málið dálítið. Bíllinn minn er sjálfskiptur og ég ekki gott með að keyra hann lengi á lágum snúning og mikilli gjöf. Ef ég geri það þá held ég að löggan fari eitthvað að skipta sér af sparakstrinum hjá mér. Og þó ég ætti beinskiptan bíl held ég að þetta yrði nú eitthvað flókið líka. En gaman að svona pælingum samt.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Cummins eyðsla..
Þegar að ég mæli fylli ég alveg uppí stút og leyfi að sjatna aðeins á milli. Svo núlla ég gpsið og keyri ekki af stað fyrr en það er búið að ná öllum tunglum og tilbúið..
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur