Patrol olíuverk

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Patrol olíuverk

Postfrá hilmarerl » 18.feb 2015, 22:47

Góða kvöldið

Patrolinn hjá mér sem er 1999 2.8(rafmagnsolíuverk) var farinn að verða ansi leiðinlegur í gang, þannig að ég splæsti í 94 oliuverk og smellti því í. Það gengu ansi mörg tengi af sem ég fann ekki samastað og vantar vacum slöngu til að tengja á tvo staði. Bílinn dettur í gang heitur og kaldur og torkar miklu betur en vinnur ekkert á snúning og eru 4 og 5 gírinn bara spari.

Getur einhver hjálpað mér með eftirfarandi

1.þarf að tengja vacum á stútinn ofan á verkinu(sennilega flýtir)?

2. þarf að tengja vacum á plaststútinn á hliðinni ef svo er hvar er best að fá vacum?

3. Getur þurft að bæta við olíuna ?

4. Þarf að tengja rafmagnsrofann ofan á verkinu?

5. Getur verið að snúningshraðamælirinn sé tengdur við olíuverkið?

Endilega ef einhver hefur reynslu af þessu væri gamann að fá svör þá geta fleiri lært af þessu og fundið á spjallinu. Væri líka fínt að geta hringt í einhvern með reynslu.

Bestu kveðjur
Hilmar



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Patrol olíuverk

Postfrá Sævar Örn » 19.feb 2015, 08:33

Einhversstaðar þarftu að koma þrýsting frá loftgrein aftan við túrbínu og í olíuverk sem stýrir magni olíunnar eftir að túrbínan fer að blása

Þá eykst olíumagnið og tíminn á spíssana til að auka olíumagn í hlutfalli við aukið loft, þetta atriði eitt og sér er nægt til að orsaka að bíllinn sé kraftlaus í beinum akstri í þyngri gír
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur