Lc 80 stýristjakksvandræði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Lc 80 stýristjakksvandræði
Kvöldið, er að setja stýristjakk í krúserinn hjá mér og er í bölvuðum vandræðum. Ég var búinn að setja hjámiðjugúmmí í stífurnar til að auka spindilhalla en við það þá sleikir millibilsstöngin stífurnar og ekkert pláss er fyrir baulur til að festa mótstykkið fyrir tjakkinn. Svo spurningin er sú hvort að leyfilegt er að sjóða í millibilsstöng???
Kv Villi
Kv Villi
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Já en þú gætir þurft að fara með stöngina í vottun þó ég sé ekki alveh viss
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Síðast þegar ég vissi er ekki leyfilegt að sjóða í millibilsstöng.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Ég hef soðið þannig saman fyrir skoðun, var ekki sett útá það þá, reindar orðið mörg ár síðan
En meikar samt sens að banna það, veikir annars mikilvægann hlekk í stýrisgangi
En meikar samt sens að banna það, veikir annars mikilvægann hlekk í stýrisgangi
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
villi wrote:Kvöldið, er að setja stýristjakk í krúserinn hjá mér og er í bölvuðum vandræðum. Ég var búinn að setja hjámiðjugúmmí í stífurnar til að auka spindilhalla en við það þá sleikir millibilsstöngin stífurnar og ekkert pláss er fyrir baulur til að festa mótstykkið fyrir tjakkinn. Svo spurningin er sú hvort að leyfilegt er að sjóða í millibilsstöng???
Kv Villi
Myndir væru góðar til að svara svona spurningum, stundum hafa menn beygt aðeins stöngina þannig að hún færist aðeins frá, hef ekki verið var við að það sé sett út á það í skoðun.
-
- Innlegg: 49
- Skráður: 17.apr 2010, 09:39
- Fullt nafn: Sveinbjörn Már Birgisson
- Bíltegund: Toyota lc 80
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Sælir síkkaðu stífurnar upp við grind ef þú ert ekki þegar búin að því.
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
villi58 wrote:villi wrote:Kvöldið, er að setja stýristjakk í krúserinn hjá mér og er í bölvuðum vandræðum. Ég var búinn að setja hjámiðjugúmmí í stífurnar til að auka spindilhalla en við það þá sleikir millibilsstöngin stífurnar og ekkert pláss er fyrir baulur til að festa mótstykkið fyrir tjakkinn. Svo spurningin er sú hvort að leyfilegt er að sjóða í millibilsstöng???
Kv Villi
Myndir væru góðar til að svara svona spurningum, stundum hafa menn beygt aðeins stöngina þannig að hún færist aðeins frá, hef ekki verið var við að það sé sett út á það í skoðun.
Alls ekki beygja stöngina, þú færð e.t.v. skoðun en það er ekki málið. Ef hún er sveigð dregur verulega úr stífni hennar og styrk sem m.a. felur í sér að jeppaveiki getur látið á sér kræla eða snarversnað ef hún var til staðar fyrir.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Það fer væntanlega eftir því hvað millibilstöngin er öflug, stífur eru oft með beygjum til að komast framhjá ým. hlutum.
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Sveigðar þverstífur t.d. eru alla jafna (þori ekki að fullyrða alltaf) gegnheilar og jafnvel samt býsna sverar meðan millibilsstangir í t.d. patrol og cruiser eru rör og ekki það sver......
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Tek undir með Frey. Beygð stöng hefur miklu minni styrk (sökum hættu á kiknun) í þrýstiálagi, fyrir utan óæskilega fjöðrun sem kemur inn á jeppaveikina.
l.
l.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Takk fyrir þetta. ég henti bara hjámiðjufóðringunum úr og setti orginalinn í aftur og fer svo bara í að síkka stífuvasana eins og bent var á hér að ofan
Kv Villi
Kv Villi
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Freyr wrote:Sveigðar þverstífur t.d. eru alla jafna (þori ekki að fullyrða alltaf) gegnheilar og jafnvel samt býsna sverar meðan millibilsstangir í t.d. patrol og cruiser eru rör og ekki það sver......
Rétt hjá þér, stífurnar eru sennilega massífar en millibilstangir oftast holar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Jæja, þessi vandræði eru úr sögunni en það eru komin upp ný. Hvað er að þegar tjakkurinn fer í sundur bara við það að setja í gang? og að sjálfsögðu virkar þetta ekki meðan hann gerir þetta, bara þvingun í stýrinu
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Gæti verið röng lengd á togstöng svo þegar hjólin vísa fram er maskínan ekki á miðju og deilirinn í henni sendir þrýsting í tjakkinn. Ef þetta er málið þarf að setja maskínuna á miðju, stilla lengd togstangar með maskínuna á miðju, setja stýrishjólið í rétta stöðu (taka það af eða losa sundur stýrislegg), alls ekki hreyfa við stöðu á togstöng á þessum tímapunkti, að lokum má svo fínstilla stöðuna á stýrishjólinu með því að stilla lengd togstangarinnar.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Víxla slöngunum fyrst ? og sjá hvað skeður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Er búinn að víxla svo oft að ég held að það sé kominn hnútur á slöngurnar :)
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
varstu að setja í hann stýristjakk eða var hann í fyrir?
*edit' gleymdi að lesa fyrsta póst :)
er örugglega borað á réttum stað í maskínuna? :)
*edit' gleymdi að lesa fyrsta póst :)
er örugglega borað á réttum stað í maskínuna? :)
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 stýristjakksvandræði
Freyr átti kollgátuna, munaði ca þremur rillum á að maskínan væri í miðju, nóg til að skapa öll þessi vandræði :)
Kærar þakki allir saman
Kærar þakki allir saman
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur