Daginn
Ég er að vandræðast með viftureimahjól hjá mér og hvernig ég á að raða upp altenator, stýrisdælu og helst loftdælu þannig að dæmið gangi sæmilega upp og sé öruggt.
Á sveifarásnum eru 3 reimhjól 2 stór og 1 minna. Á trissunni eru líka 3 hjól 2 stór og eitt minna og á stýrisdælunni eru 2 hjól, sitthvor stærðin.
Spurningin er hvort ég megi setja 2 reimar á sitthvora hæðina og láta þær gera það sama, spurningin er sumsé hvort ég geti treyst því að það sé nákvæmlega sama gírun milli sveifarás og vatnsdælutrissunnar. Þá gæti ég sett reim á litlu hjólin á sveifarás, vatnsdælu, vökvastýrir (kæmi frekar lítið við hana) og alternator og aðra á stóru hjólin á sveifarás, vatnsdælu og stýrisdælu. Þá ætti ég eftir stórt hjól fyrir sveifarás vatnsdælu og loftdælu. Þannig væri ég með góða tryggingu fyrir því að vatnsdælan haldist í gangi og stýrið.
Hvað segið þið, er þetta þorandi?
Kv Jón Garðar
Viftureimahjól
Re: Viftureimahjól
Ef þessi trissuhjól - sveifarás, vatnsdæla og vökvastýri eru original af þessari vél mundi ég veðja á að þetta gengi upp. Mundi samt búast við smá hljóðum frá þessu og ekki neinni súper endingu á reimunum.
Re: Viftureimahjól
Getur prufað að merkja inn reimarnar og handsnúið til að prufa
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Viftureimahjól
Mældu þvermálið á öllum trissuhjólunum og sendu hingað inn, það eru margir (þar með talið undirritaður) sem myndu bara hafa gaman af að pæla í hvort þetta virkar.
Re: Viftureimahjól
Sælir og takk fyrir álitin.
Búinn að velta þessu fyrir mér en það er djöfull erfitt að handsnúa 6,2 díesel hehe. Reimarnar ganga heldur ekki saman en spurning hvort þær gangi jafnvitlaust eða þannig, nei sennilega ganga þær nákvæmlega sama gang, þarf að prófa þetta
Allt original en ég vil ekki sætta mig við lélega endingu, bara prinsipp. Allt í lagi ef þær þurfa að slípa sig til í rétta hæð eða þannig en ef þetta er eitthvað tæpt þá er það ekki boðlegt þegar t.d. vökvastýrisdælan þarf að beygja 44" hjólum og alternatorinn fær fleiri og fleiri ljós að knýja. Aternatorinn þarf líka að flytja orkuna í loftdæluna ennþá allavega og það er hellingur.
Þetta er dálítið flókið, V-reim fer ekki í botn á hjólinu. Ætli botninn sé samt nógu góð nálgun? Svo var vesenið líka að ég á ekki nógu góð mælitæki til að gera þetta nema þá helst bandspotta eða eitthvað svoleiðis.
Kv Jón Garðar
P.s. þarf að pæla þetta betur út.
juddi wrote:Getur prufað að merkja inn reimarnar og handsnúið til að prufa
Búinn að velta þessu fyrir mér en það er djöfull erfitt að handsnúa 6,2 díesel hehe. Reimarnar ganga heldur ekki saman en spurning hvort þær gangi jafnvitlaust eða þannig, nei sennilega ganga þær nákvæmlega sama gang, þarf að prófa þetta
olei wrote:Ef þessi trissuhjól - sveifarás, vatnsdæla og vökvastýri eru original af þessari vél mundi ég veðja á að þetta gengi upp. Mundi samt búast við smá hljóðum frá þessu og ekki neinni súper endingu á reimunum.
Allt original en ég vil ekki sætta mig við lélega endingu, bara prinsipp. Allt í lagi ef þær þurfa að slípa sig til í rétta hæð eða þannig en ef þetta er eitthvað tæpt þá er það ekki boðlegt þegar t.d. vökvastýrisdælan þarf að beygja 44" hjólum og alternatorinn fær fleiri og fleiri ljós að knýja. Aternatorinn þarf líka að flytja orkuna í loftdæluna ennþá allavega og það er hellingur.
jongud wrote:Mældu þvermálið á öllum trissuhjólunum og sendu hingað inn, það eru margir (þar með talið undirritaður) sem myndu bara hafa gaman af að pæla í hvort þetta virkar.
Þetta er dálítið flókið, V-reim fer ekki í botn á hjólinu. Ætli botninn sé samt nógu góð nálgun? Svo var vesenið líka að ég á ekki nógu góð mælitæki til að gera þetta nema þá helst bandspotta eða eitthvað svoleiðis.
Kv Jón Garðar
P.s. þarf að pæla þetta betur út.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Viftureimahjól
Bandspotti að réttum sverleika dugar nógu vel, einhverjir millimetrar til eða frá skipta oftast ekki máli.
Stundum dugar málband ef breyddin er rétt.
Stundum dugar málband ef breyddin er rétt.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Viftureimahjól
Skraddaramálband er gott fyrir svona mælingar...


-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Viftureimahjól
Á þetta ekki að vera eins uppsett og hjá Þóri? Ef svo fer þá er nú lítið mál fyrir þig að renna og skoða þetta hjá honum.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Viftureimahjól
Allt original en ég vil ekki sætta mig við lélega endingu, bara prinsipp. Allt í lagi ef þær þurfa að slípa sig til í rétta hæð eða þannig en ef þetta er eitthvað tæpt þá er það ekki boðlegt þegar t.d. vökvastýrisdælan þarf að beygja 44" hjólum og alternatorinn fær fleiri og fleiri ljós að knýja. Aternatorinn þarf líka að flytja orkuna í loftdæluna ennþá allavega og það er hellingur.
Ég man ekki eftir því að hafa séð vatnsdælutrissu á svona vél öðruvísi en að báðar (allar) reimarnar á henni kæmu við sveifarás. Þessvegna álykta ég sem svo að gírunin milli þessara tveggja trissa sé í lagi. Hinsvegar - ef ég skil rétt- ertu að bæta þriðju skífunni við sem er vökvastýrisdælan sem er líka með mis-stórar trissur og þar með kominn með þrjár sem allar verða að spila í takt með misstór trissuhjól.
Það er ástæðan fyrir því að ég giska á að þú gætir heyrt í þessu og fengir ekki súper endingu á reimarnar. þá á ég við að þær endist ekki 100.000 km eins og þær gera í mörgum bílum. Ekki svo að skilja að þær þurfi að endast illa. Trissurnar eru líklega gerðar fyrir reimarstærð sem þú færð ekki nákvæmlega rétta (breiddin á reimunum) í augnablikinu átta ég mig ekki alveg á því hvort að önnur breidd á reimum spillir umræddu gírhlutfalli. Það er auðvelt að reikna út svosem.
*edit*
Skoðum tvö reimhjól annað er 10cm í þvermál og hitt er 5cm - og þá erum við að tala um þvermálið sem er miðjan á reiminni. Hlutfallið á milli þeirra er augljóslega 2:1 gírun.
Setjum breiðari reim sem situr 5mm ofar í hjólunum. Þá höfum við þvermálið 11cm og 6cm. Hlutfallið þarna á milli er ekki lengur 2 þannig að aðrar reimarbreiddir en original spilla málinu og koma til með að slitna fyrr með tilheyrandi nuddhljóðum. Og það mál verður því verra sem fleiri hjól eru tengd saman.
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Viftureimahjól
Ég er reyndar með flatreim á bilnum hjá mér en 6,5 og 6,2 eru mjög svipaðir. Ég setti original saginaw 6,2 stýrisdælutrissu framaná 6,5 stýrisdæluna og fæ loftdæluna á alveg aðskilda reim, sem ég lýt á sem mikinn kost!
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=22341
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=22341
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir