
Svona er gengið frá spönginni sem snúningshnéð er fest í gegnum, mjög þægilegt þegar beadlock er til staðar.

Úttökin eru eins og sjá má í stigbrettunum en ekki brettaköntunum eins og algengt er. Einhver hræðsla hefur verið í mönnum með að þetta gengi ekki upp og meiri hætta væri á að slíta þetta úr sambandi svona en ekki hefur það sýnt sig að það gerist.

Svona lítur þetta út að aftan.

Svona kemur þetta út að framan.

Kemur bara vel út.

Hér er ventlakistan með öllum krönunum og skýrir sig held ég bara sjálf.

Þetta finnst mér vera mesta snildin, hér er notaður venjulegur lágþrýsti loftmælir til að fylgjast með þrýstingi á kerfinu
og til að mæla í dekkjunum, virkar mjög vel.

Nú það þarf nóg af lofti fyrir þetta svo að það er ein reimdrifin loftdæla í húddinu.

Og tvær Fini á pallinum.

15 lítra loftkútur sér svo um að geyma allt þetta loft.