Fínt færi inn í Kerlingarfjöll, skafið og pakkað með litlu gripi ef maður fer í gegn. Rúlluðum yfir á Hveravelli, langar að þakka þeim sem tók slönguna upp úr pottinum kærlega fyrir að breyta honum í snjóskafl. Vel gert. (Löguðum þetta að sjálfsögðu).
Svolítið þungt á köflum úr Kerlingarfjöllum í Setur og síðan ágætis færi þaðan niður Gljúfurleitarleið. Dalsá smá mix en tafði ekkert sérstaklega.
Nóg af snjó. Hittum einn lítinn hóp fljótlega eftir Bláfell og sáum svo ekki bíl né sleða alla helgina.
Kerlingarfjöll og nágrenni
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Kerlingarfjöll og nágrenni
Takk fyrir þetta, frábært þegar menn setja svona hérna inn, alltaf gott að vera með puttann á púlsinum varðandi snjóalög og færi :)
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Kerlingarfjöll og nágrenni
Ég var aðeins að leika mér í kringum dómadalsafleggjaran og upp á Sauðafell. Þvílíkt flott færi. Doldið ójafnt en vel frosin og pakkaður snjór sem maður keyrði bara ofaná. Sá enga aðra bíla. nokkra sleða og fjórhjól. Væntanlega hefur nú færið breyst eitthvað núna.
Re: Kerlingarfjöll og nágrenni
Skrapp inn í Laugar í gær og aftur til baka. Sykur færi og búið að snjóa svolítið síðan á sunnudag sumstaðar voru ca. 70 cm. snjóöldur, en frábært veður logn og stjörnubjart tilbaka um kvöldið.
Var á 54" F350 pikka og fór svona ca. 40% frá Sigöldu inn í Laugar í lolo. En fyrir léttari bíla örugglega miklu léttara.
Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað.
Kv. Ragnar.
Var á 54" F350 pikka og fór svona ca. 40% frá Sigöldu inn í Laugar í lolo. En fyrir léttari bíla örugglega miklu léttara.
Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað.
Kv. Ragnar.
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur