Sælir félagar.
Veit einhver hvar hægt er að nálgast þær tíðnir sem eru í notkun hér heima. Ég náði mér í hugbúnað og kapal til að forrita Vertex stöðina mína, en mér hefur ekki tekist að finna töflu með tíðnunum.
-G
VHF tíðnir
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: VHF tíðnir
Það er yfirleitt ekki gefið upp nema til radíóamatöra og fagmanna. Menn vilja nefnilega vera vissir um að rétt sé staðið að þessu.
-
- Innlegg: 444
- Skráður: 16.júl 2011, 22:07
- Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
- Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok
Re: VHF tíðnir
Það er ekki hægt að finna þær á netinu og þær liggja ekki á lausu, bara þeir sem eru með leyfi frá posr og fjar eru með þær.
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 153
- Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
- Bíltegund: Hilux 44"
Re: VHF tíðnir
Sælir strákar.
Takk fyrir infó:ið. Þegar ég keypti stöðina mína fór ég og lét setja í hana 4x4 tíðnir og bátatíðnir. Það er í sjálfu sér lítið mál fyrir mig að lesa úr henni tíðnirnar sem búið er að setja inn, en hugmyndin var að forrita inn sér rás fyrir okkur félagana sem erum að ferðast saman. Ég hafði hinsvegar ekki kynnt mér þetta almennilega (fyrr en núna) og var að sjá að P og F úthluta tíðnum til félaga, fyrirtækja og stofnana (ekki einstaklinga). Bandvíddin er augljóslega "takmörkuð auðlind" og því gengi það tæplega að allir ætluðu að gera eins og ég að setja sjálfir inn sínar eigin tíðnir, með tilheyrandi truflunum fyrir aðra notendur. Þessi stórsnjöllu plön mín fara því á ís, amk. þar til maður nær sér í amatörréttindi :-)
-G
Takk fyrir infó:ið. Þegar ég keypti stöðina mína fór ég og lét setja í hana 4x4 tíðnir og bátatíðnir. Það er í sjálfu sér lítið mál fyrir mig að lesa úr henni tíðnirnar sem búið er að setja inn, en hugmyndin var að forrita inn sér rás fyrir okkur félagana sem erum að ferðast saman. Ég hafði hinsvegar ekki kynnt mér þetta almennilega (fyrr en núna) og var að sjá að P og F úthluta tíðnum til félaga, fyrirtækja og stofnana (ekki einstaklinga). Bandvíddin er augljóslega "takmörkuð auðlind" og því gengi það tæplega að allir ætluðu að gera eins og ég að setja sjálfir inn sínar eigin tíðnir, með tilheyrandi truflunum fyrir aðra notendur. Þessi stórsnjöllu plön mín fara því á ís, amk. þar til maður nær sér í amatörréttindi :-)
-G
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: VHF tíðnir
Þú mátt þetta ekkert frekar þó þú sért amatör. Með amatörrétindum færðu aðgang að tíðnisviði ÍRA sem vinir þínir þurfa líka að vera amatörar til að fá að nota.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: VHF tíðnir
Ef þú villt komast yfir tíðnir sem má nota og eru ekki fullar af kjaftæði alla daga gætir þú prófað CB.
Þar eru 40 rásir og flestir hættir að nota þetta, en dugar ágætlega milli bíla.
Þar eru 40 rásir og flestir hættir að nota þetta, en dugar ágætlega milli bíla.
Re: VHF tíðnir
Ég á einhverstaðar lista með eitthvað af tíðnum heima. Enn það var grafið upp af netinu hægt og rólega. verst að ég er í Noregi,
Menn fara með þetta sem algert hernaðar leyndarmál. í mörgum öðrum löndum liggur þetta að miklu leiti á borðinu. Hinsvegar ef þu átt stöð sem er forrituð með td 4x4 rásunum þá geturu afritað þær af stöðinni og séð í tölvunni hvaða tíðnir það eru.
Það vantar bara mikið meira af almennum rásum eins og rás 45. 153.100 MHz ef ég man rétt.
Neyðarrásin er 156.800 MHz. Okkur er í raun bannað að nota þessa rás nema út á sjó... Hinsvegar stendur i reglugerðinni að ekkert í þeirri reglugerð komi í veg fyrir að fólk noti hvert einasta úrræði sem það getur til að óska eftir hjálp. svo ef madur er i virkilegri neyð verður ekki hægt að refsa fyrir það að nota rás 16.
Menn fara með þetta sem algert hernaðar leyndarmál. í mörgum öðrum löndum liggur þetta að miklu leiti á borðinu. Hinsvegar ef þu átt stöð sem er forrituð með td 4x4 rásunum þá geturu afritað þær af stöðinni og séð í tölvunni hvaða tíðnir það eru.
Það vantar bara mikið meira af almennum rásum eins og rás 45. 153.100 MHz ef ég man rétt.
Neyðarrásin er 156.800 MHz. Okkur er í raun bannað að nota þessa rás nema út á sjó... Hinsvegar stendur i reglugerðinni að ekkert í þeirri reglugerð komi í veg fyrir að fólk noti hvert einasta úrræði sem það getur til að óska eftir hjálp. svo ef madur er i virkilegri neyð verður ekki hægt að refsa fyrir það að nota rás 16.
-
- Innlegg: 7
- Skráður: 10.jún 2013, 22:52
- Fullt nafn: Finnur Ármann Óskarsson
- Bíltegund: Lada Niva
Re: VHF tíðnir
Já það virðast allir fara mjög leynt með þessar blessuðu tíðnir ég fæ ekki einu sinni gefna um tíðni á rás 45 sem er jú almenn rás. Veit einhver hvort 45 er með sítón?
Re: VHF tíðnir
45 er 153.100 og ekkert flækjustig, þeas enginn tónn né neitt annað.
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur