Reynsla af Nissan?


Höfundur þráðar
Frost
Innlegg: 3
Skráður: 03.jan 2015, 21:33
Fullt nafn: Sigurbjörn Eyþórsson

Reynsla af Nissan?

Postfrá Frost » 03.jan 2015, 22:22

Góða kvöldið. Vonandi á þessu þráður heima hér en ég er búinn að vera að pæla lengi í að fá mér jeppa og er að fara að skoða nokkra núna á næstunni.

Ég er að skoða 2007 árgerðir af Nissan Pathfinder og síðan 2007 Nissan Navara. Navara jeppinn er 35" breyttur og Pathfiner-inn er held ég óbreyttur en það stendur í auglýsingunni að hann sé með 33" breytingu.

Hefur einhverj hérna reynslu af þessum bílum og hvernig eru þeir að koma út?



User avatar

Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Reynsla af Nissan?

Postfrá Pétur Bjarni » 04.jan 2015, 11:29

Sæll,

Ég var með 2 Nissan Navara bíla sem þjónustubíla hjá mér, er nýbúinn að selja einn en er enn með annan.

1: 2006 árgerð 6 gíra beinskiptur "seldur" keypti hann þá var hann ekinn um 60-70þús, allir sögðu mér að selja hann fyrir 100þús þar sem að þetta væru ónýtir bílar, olíuverk, ofl væri bara ekki að gera sig. Seldi hann þá var hann ekinn um 240þús og í góðu standi. Ekki var mikið viðhald á þessum bíl annað en eðilegt slit.
Í ca. 120þús þurfti ég að fara skipta um fóðringar undir honum þar sem var farið að ískra svoldið í þeim. Skipti 2 um kúplingu annað skiptir var ekki kúplingu að kenna þar sem að ný ökumaður nýkominn með bílprófið rústaði henni á 2 mánuðum sökum kunnáttu leysis.

2: 2008 árgerð sjálfskiptur var ekinn um 150þús, núna að detta í 190þús og lítið viðhald búið að vera. Eitthvað vandamál samt alltaf með EGR sensor, setti bara plötu í eins og margir gera til þess að loka honum og eyðsla datt niður og virkar fínt, helsti galli að alltaf er vélaljós út af þessu. Eina stóra er að kælir fyrir skiptingu var eitthvað að stríða mér á tímabili, keypti stærri kælir og græjaði hann við fram í grilli, virkar fínt núna. kostaði ekki nema um 20þús að gera þessa breytingu.

Fór aðeins að skoða með þessar sögur um að þetta væru ónýtir bílar, komst helst að því að þeir voru að bila mjög mikið hjá jarðvinnu verktökum sem voru alltaf með full hlöss á pallinum og einnig að draga mini gröfu á eftir sér, sem er mun meira en þessir bílar eru gefnir upp fyrir að geta, svo ég varð ekki hissa á því að það var aðalega sögur frá þeim um ófarir sínar með þessa bíla.

Er búinn að vera með nokkrar tegundir af pallbílum og líkar einna best við Navara, þæginlegir í akstri en megnið af mínum akstri á þessum bílum er langkeyra og mér leiðist yfirleitt að keyra pallbíla nema Navara er þæginlæegur í þeim akstri. Fjórhjóladrig og rafmagnslæsing á afturdrifi hefur komið sér mjög vel, en þeir hafa alltaf komið mér á óvart hvað þeir eru duglegir í snjó.

Þessir báðir voru óbreyttir nema að ég keypti undir þá stærri álfelgur og gróf micro skorin dekk sem ég er mjög ánægður með.

Hef mikin hugastað af því að fá nýrri svona bíl ætla að bíða aðeins og sjá hvað gerist í USA en þar stendur til að koma með nýja 2.8L Cummins í þeim og er ég mjög spentur fyrir því að eignast svoleiðis, eini galli er kanski aflið í þessum bílum er ekkert vðalegt þegar hann er sjálfskiptur, en hef heyrt að menn séu að setja tölvukuppa í þá og þá séu þeir mun betri. Það hefur ekkert verið að plaga mig neitt þar sem ég er yfirleitt með tóman bíl og mestalagi 30kg af verkfærum með mér :)
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.


Höfundur þráðar
Frost
Innlegg: 3
Skráður: 03.jan 2015, 21:33
Fullt nafn: Sigurbjörn Eyþórsson

Re: Reynsla af Nissan?

Postfrá Frost » 04.jan 2015, 13:53

Pétur Bjarni wrote:Sæll,

Ég var með 2 Nissan Navara bíla sem þjónustubíla hjá mér, er nýbúinn að selja einn en er enn með annan.

1: 2006 árgerð 6 gíra beinskiptur "seldur" keypti hann þá var hann ekinn um 60-70þús, allir sögðu mér að selja hann fyrir 100þús þar sem að þetta væru ónýtir bílar, olíuverk, ofl væri bara ekki að gera sig. Seldi hann þá var hann ekinn um 240þús og í góðu standi. Ekki var mikið viðhald á þessum bíl annað en eðilegt slit.
Í ca. 120þús þurfti ég að fara skipta um fóðringar undir honum þar sem var farið að ískra svoldið í þeim. Skipti 2 um kúplingu annað skiptir var ekki kúplingu að kenna þar sem að ný ökumaður nýkominn með bílprófið rústaði henni á 2 mánuðum sökum kunnáttu leysis.

2: 2008 árgerð sjálfskiptur var ekinn um 150þús, núna að detta í 190þús og lítið viðhald búið að vera. Eitthvað vandamál samt alltaf með EGR sensor, setti bara plötu í eins og margir gera til þess að loka honum og eyðsla datt niður og virkar fínt, helsti galli að alltaf er vélaljós út af þessu. Eina stóra er að kælir fyrir skiptingu var eitthvað að stríða mér á tímabili, keypti stærri kælir og græjaði hann við fram í grilli, virkar fínt núna. kostaði ekki nema um 20þús að gera þessa breytingu.

Fór aðeins að skoða með þessar sögur um að þetta væru ónýtir bílar, komst helst að því að þeir voru að bila mjög mikið hjá jarðvinnu verktökum sem voru alltaf með full hlöss á pallinum og einnig að draga mini gröfu á eftir sér, sem er mun meira en þessir bílar eru gefnir upp fyrir að geta, svo ég varð ekki hissa á því að það var aðalega sögur frá þeim um ófarir sínar með þessa bíla.

Er búinn að vera með nokkrar tegundir af pallbílum og líkar einna best við Navara, þæginlegir í akstri en megnið af mínum akstri á þessum bílum er langkeyra og mér leiðist yfirleitt að keyra pallbíla nema Navara er þæginlæegur í þeim akstri. Fjórhjóladrig og rafmagnslæsing á afturdrifi hefur komið sér mjög vel, en þeir hafa alltaf komið mér á óvart hvað þeir eru duglegir í snjó.

Þessir báðir voru óbreyttir nema að ég keypti undir þá stærri álfelgur og gróf micro skorin dekk sem ég er mjög ánægður með.

Hef mikin hugastað af því að fá nýrri svona bíl ætla að bíða aðeins og sjá hvað gerist í USA en þar stendur til að koma með nýja 2.8L Cummins í þeim og er ég mjög spentur fyrir því að eignast svoleiðis, eini galli er kanski aflið í þessum bílum er ekkert vðalegt þegar hann er sjálfskiptur, en hef heyrt að menn séu að setja tölvukuppa í þá og þá séu þeir mun betri. Það hefur ekkert verið að plaga mig neitt þar sem ég er yfirleitt með tóman bíl og mestalagi 30kg af verkfærum með mér :)


Er einmitt búinn að sjá merkilega mikið af sögum um þetta. Var að vonast til að þetta væri eitthvað Ameríku dæmi. Allir bílar hafa svosem sína galla og þessir jeppar geta örugglega virkað fínt ef viðhaldið er gott.

User avatar

Pétur Bjarni
Innlegg: 37
Skráður: 14.okt 2014, 21:46
Fullt nafn: Pétur Bjarni Gunnlaugsson
Bíltegund: Suburban
Staðsetning: Reykjavík

Re: Reynsla af Nissan?

Postfrá Pétur Bjarni » 05.jan 2015, 18:58

Ég get allavega sagt fyrir mitt leiti að ég myndi ekki hika við að velja Navara sem nýjan þjónustubíl það er að segja ef mig vantaði pallbíl. Allavega væri hann eftur á lista yfir Japanska pallbíla hjá mér miða við mína reynslu af þeim.

Kíkti aðeins nákvæmlega á þetta með 2006 bílinn en ég keypti hann 2010 þá ekinn 50þús, sel hann 2014 (rétt fyrir jól) ekinn rúmlega 240þús. þannig að það er akstur uppá næstum 50þús á ári og viðhald var mjög lítið.
Pétur Bjarni
Chevrolet Suburban 1987 46" (Svarta María) 5.9L Cummins Turbo, Spicer T5, 205 Millikassi, NP 203 low grír, Dana 60 framan og aftan, Four link og loftpúðar framan og aftan.


Höfundur þráðar
Frost
Innlegg: 3
Skráður: 03.jan 2015, 21:33
Fullt nafn: Sigurbjörn Eyþórsson

Re: Reynsla af Nissan?

Postfrá Frost » 05.jan 2015, 20:53

Pétur Bjarni wrote:Ég get allavega sagt fyrir mitt leiti að ég myndi ekki hika við að velja Navara sem nýjan þjónustubíl það er að segja ef mig vantaði pallbíl. Allavega væri hann eftur á lista yfir Japanska pallbíla hjá mér miða við mína reynslu af þeim.

Kíkti aðeins nákvæmlega á þetta með 2006 bílinn en ég keypti hann 2010 þá ekinn 50þús, sel hann 2014 (rétt fyrir jól) ekinn rúmlega 240þús. þannig að það er akstur uppá næstum 50þús á ári og viðhald var mjög lítið.


Þetta er gott að heyra. Er að öllum líkindum að fara að skoða þá á miðvikudaginn :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur