Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Postfrá Bolti » 20.nóv 2014, 18:35

Góða kvöldið. Ég er með Nissan Double Cab 2005 ekinn 131þ. - það var skipt um blokk og tímagír 86þ.

Er búinn að vera lenda í leiðinda skröllt hljóði þegar ég ræsi vélina hjá mér. Það var að koma einstaka sinnum í sumar og þá í ræsingu og næstu mínútum þar á eftir, virtist svo dofna út hvort sem ég var á keyrslu eða kyrr. Stundum kom þetta líka ef bíllinn varð skyndilega blautur eins og að aka yfir ár/læki.

Síðustu daga hefur þetta verið að ágerast og farið að koma alltaf, frekar hátt og ekki dofna út á stuttum tíma eins og áður. Ég fór með hann á verkstæði í sumar en þeir fundu ekkert út úr þessu hljóði, héldu að það væri tímaverkið en komust ekki að neinni lausn.

Hérna eru tvö video. Þetta eru mjög háværir hvell-tikkir, veit ekki hvort að videoið gefi því nógu góð skil en þetta er þannig að það heyrist að það er eitthvað verulega furðulegt í gangi.

Video 1 http://www.dropshots.com/video.php?u=http%3A%2F%2Fmedia702.dropshots.com%2Fphotos%2F1232989%2F20141120%2F130850.mov
Video 2 http://www.dropshots.com/video.php?u=http%3A%2F%2Fmedia701.dropshots.com%2Fphotos%2F1232989%2F20141120%2F130729.mov

Kannast einhver við þetta eða hafið heyrt af þessu leiðinda hljóði?




magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Postfrá magnum62 » 21.nóv 2014, 04:45

Þetta hljóð minnir mig annsi mikið á hljóðið sem kom rétt áður en mín vél stimplaði sig út úr fjórða cyl og sleit tímakeðjuna. Ég myndi , "að fenginni reynslu" byrja á því að kíkja á legubotnana með því að taka undan olíupönnuna, skoða olíu á vélinni vel,l leita að svarfi. eða fara með bílinn á vélarverkstæði og láta kíkja á þetta. Skrítið þó þar sem skipt var um blokk og tímagír fyrir um 40.þ.km. Helvíti fúlt að lenda í því að eyðileggja vél.


Höfundur þráðar
Bolti
Innlegg: 31
Skráður: 28.okt 2014, 14:22
Fullt nafn: Axel Már Karlsson

Re: Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Postfrá Bolti » 19.des 2014, 22:52

Jæja ég ætlaði bara að láta það fylgja hérna að ég fór með jeppan á verkstæði í Kópavogi og þeir könnuðust við skrölltið, skiptu um viftureimar og stýrisreim og glamrið hætti um leið. Það er búið að ræsa bílinn ískaldan tvo morgna núna og hann malar eins og köttur. Þetta kostaði mig 2 tíma á verkstæði + reimarnar þrjár. Alls ekkert tímakeðjurugl fyrir marga hundraðkalla eða fljúgandi stimplar öllum að óvörum.

Mínusinn í þessu er að ég var búinn að borga 4 tíma á verkstæði annarsstaðar + olíuskipti og allskonar misdýrar tilraunir til að koma í veg fyrir þetta skröllt.....


kobbi87
Innlegg: 2
Skráður: 28.des 2014, 15:04
Fullt nafn: Jakob Arnar Eyjólfsson

Re: Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Postfrá kobbi87 » 28.des 2014, 15:11

Fyrirgefið að ég ryðst svona inn á þennan þráð en ég var einmitt að lenda í því núna á aðfangadag að vélin í mínum nissan d22 2005 árg stimplaði sig út. Enginn fyrirvari bara allt í einu komu bara óhljóð og bank og allt stopp, stimpilstöngin lá bara við hliðina á vélinni. Ekki vitið þið um einhverja vél sem gæti verið föl?

Jakob Arnar Eyjólfsson
S 6975762


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Postfrá magnum62 » 28.des 2014, 21:10

Talaðu við þá í Japönskum vélum eða í jeppapartar, í portinu á Eldshöfða við hliðina á þar sem Vaka var. Gangi þér vel.


kobbi87
Innlegg: 2
Skráður: 28.des 2014, 15:04
Fullt nafn: Jakob Arnar Eyjólfsson

Re: Skröllt í Nissan Double Cab D22 - Video

Postfrá kobbi87 » 29.des 2014, 15:29

Takk fyrir ábendingarnar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur