Sælir félagar.
Ég er í vandræðum með hleðslu í Patrol árg 2002. Í bílnum er ca 2. ára gamall alternator þannig að ég átti alls ekki von á að hann hætti að hlaða. Ég er búinn að skoða tengingarnar inn á hann og í öllu falli er allt tengt. Tveir grannir vírar koma inn á hann fyrir utan stóru stofnana + frá geymi og jarðsamband. Annar þessara víra er gulur/rauður og þar mæli ég greinilega 12v frá geymi. Hinn kemur frá sviss og er gulur/svartur, en þar mæli ég ca 4,8v þegar ég svissa á. Spurning mín er sú hvort það sé eðlileg spenna. Ef einhver veit þetta væri gott að vita. Ef svo er virðist alternatorinn hreinlega vera bilaður.
Hleðsluvandamál í Patrol
Re: Hleðsluvandamál í Patrol
Testar hvort að hleðsluljósið kemur/fer ef þú tengir gula/svarta vírinn til jarðar - hann er merktur L
Re: Hleðsluvandamál í Patrol
Takk fyrir þessar upplýsingar. Prófa þetta.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur