M42 wrote:Þetta er sami framleiðandi og ég var búin að spotta. Hvernig virkar þetta, ertu með dælu eða notar þú bara loftpressa og mæli til að bæta í ?
Ég setti dekkjaventil (fylgdi með í kittinu, ásamt lögnum) í brettakantinn hjá bensínlokinu, og stilli þrýstinginn á sama hátt og í dekkjunum. Ég er með loftdælu í bílnum, en það er líka hægt að gera þetta á næstu bensínstöð. Þú getur keypt fancy kitt með loftdælu og sjálfvirkri stillingu innan úr bíl, svipað og úrhleypibúnað fyrir dekk, en mér sýnist ekki ástæða til að vera að hringla það oft í þrýstingnum að það svari kostnaði. A.m.k. kom ég mér fljótt niður á mátulegan þrýsting (um 15 pund í mínu tilfelli), og hef ekki séð ástæðu til að hreyfa við því síðan. Gæti samt gerst, ef ég hleð bílinn mjög mikið eða hengi þunga kerru aftan í hann. Ath. að rúmtakið á þessum púðum er ekki nema á við hjólbörudekk, svo þrýstingurinn er fljótur að breytast.
creative wrote:En hafiði skoðað loft dempara frá monroe ?
Ég hafði heyrt af svona dempurum, en vissi ekki um framleiðanda, eða hvar ætti að leita að þeim. Rakst svo á þetta loftpúðadæmi og sýndist það svo einfalt og ódýrt að ég ákvað að gera tilraun með það, og er a.m.k. ekki enn farinn að sjá eftir því :-)
--
Kveðja, Kári.