Sælir félagar.
Í gegnum tíðinna hef ég verið í kringum mikið að jeppum af öllum gerðum og stærðum.
Nú í dag á ég 2.5 Cherokee 38" breyttan og fínasti bíll þannig lagað, enn eyðslan á bílnum er að gera mig gráhærðan og gott betur enn það.
Búinn að mæla bílinn tvisvar síðan ég fékk hann, í fyrri mælingu dældi hann í gegnum sig 32.4 L á hundraði, enn nú í seinnimælingu, þá er þessi fallega útkoma 38,1 L per 100 km. Semsagt hálfur tankur rúmlega fyrir 100 km ......
Eitthver með reynslu af þessum bílum með þennan mótor sem geta sagt mér hvern fjandan ég get gert til að koma þessari eyðslu allavega niður í 20 L ?!? Því ég á bátt með að trúa því að 2.5 cherokee á 38" dekkjum sé að eyða á við Ford F350 á 42" irok...
Kv. Gæinn sem er að verða búinn með leðrið utan af veskinu í bensín.....
Eyðslu Geðbilun í cherokee???
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Sæll.
Má ekki bara bjóða þér þennan til sölu, og þá hefurðu allt sem til þarf, til að minnka þessa eyðslu. Held ég.
viewtopic.php?f=29&t=27809
Þarft ábyggilega ekki að fara margar ferðir, til að hann verði búinn að borga sig sjálfur. Ca: 5.300 km. Þ.e.a.s. ef það myndi lækka eyðsluna um 10 L/100.
Má ekki bara bjóða þér þennan til sölu, og þá hefurðu allt sem til þarf, til að minnka þessa eyðslu. Held ég.
viewtopic.php?f=29&t=27809
Þarft ábyggilega ekki að fara margar ferðir, til að hann verði búinn að borga sig sjálfur. Ca: 5.300 km. Þ.e.a.s. ef það myndi lækka eyðsluna um 10 L/100.
Fer það á þrjóskunni
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
félagi minn átti svona bíl á 32", hann fór aldrei undir 22-25l á hundraðið, meingallaðir þessir blessuðu mótorar
1992 MMC Pajero SWB
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
ég átti wrangler með þessum mótor á 35" reyndar '98 ég sá hann aldrei undir 20 í langkeyrslu, mögulega versti mótor sem að ég hef kynnst kraftlaus og eyðslufrekur
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
-
- Innlegg: 24
- Skráður: 14.maí 2013, 21:45
- Fullt nafn: Gunnlaugur Sigurjónsson
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Eitthver með reynslu af þessum bílum með þennan mótor sem geta sagt mér hvern fjandan ég get gert til að koma þessari eyðslu allavega niður í 20 L ?!? Því ég á bátt með að trúa því að 2.5 cherokee á 38" dekkjum sé að eyða á við Ford F350 á 42" irok...
Ég þakka guði fyrir að vera með 42" goodyear en ekki irok því minn F350 er að eyða undir 20 á langkeyrslu og rúmlega 20 innanbæjar.
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Bara staðreynd að þessir mótorar gera akkurat ekkert annað en að eyða bensíni og það alveg helling af því
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Maður hefur nú alltaf heyrt að þessar vélar séu þyrstar og því miður alveg dauðmáttlausar líka en þetta eru svakalegar tölur fordinn ca.4 tonn og 3 tonn aftaní er að rétt ná yfir 30L á 100 km á ferð um vestfirði,er ekki örugglega km mælir í bílnum hjá þér?
Þetta væri aðeins nær lagi ef þú ert með óleiðréttan mílu mæli en samt mikið.
Þetta væri aðeins nær lagi ef þú ert með óleiðréttan mílu mæli en samt mikið.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Sælir,
Svona vél var í mínum lengi vel, reyndar á 36"... en eyðslan var alltaf 18l á hundraði.. innan sem utanbæjar og gjöfn nær alltaf í botni...
Það er eitthvað að vélinni þinni. Svo einfalt er það.
Farðu í gegnum kveikjukerfið fyrst, kerti - þræði - kveikjulok - hamar - háspennukefli. Athugaðu að allar vacum slöngur séu í lagi og ekki lekandi.
Tékkaðu á loftsíunni.....
Athugaðu súrefnisskynjarann.
Ef það er kvaðrakútur undir honum... tékkaðu á honum... gæti verið vel plöggaður. (fínt að hreinsa innan úr þeim... nota bena það er ekki löglegt ef hann er nýrri en 1997 minnir mig)
næst er að tékka á þjöppunni á honum...
Ertu búinn að láta lesa af honum nýlega... svissa 3svar á on og síðast hafa svissinn á on og þá ættu kóðar að birtast. veit þó ekki hvaða módel þú ert með.
Þessir mótorar eru nær ódrepandi... ég hætti að smyrja minn í 2 ár (í þeirri von að hann myndi óvart..... hrynja svo ég þyrfti að drífa mig að skipta um mótor... hann gerði það aldrei. Olían sem kom af honum leit meira eins og Coke....
Annars gangi þér vel. Mótorinn er greinilega eh bilaður, þessi eyðsla er ekki rétt.
kkv
Gunnar
Svona vél var í mínum lengi vel, reyndar á 36"... en eyðslan var alltaf 18l á hundraði.. innan sem utanbæjar og gjöfn nær alltaf í botni...
Það er eitthvað að vélinni þinni. Svo einfalt er það.
Farðu í gegnum kveikjukerfið fyrst, kerti - þræði - kveikjulok - hamar - háspennukefli. Athugaðu að allar vacum slöngur séu í lagi og ekki lekandi.
Tékkaðu á loftsíunni.....
Athugaðu súrefnisskynjarann.
Ef það er kvaðrakútur undir honum... tékkaðu á honum... gæti verið vel plöggaður. (fínt að hreinsa innan úr þeim... nota bena það er ekki löglegt ef hann er nýrri en 1997 minnir mig)
næst er að tékka á þjöppunni á honum...
Ertu búinn að láta lesa af honum nýlega... svissa 3svar á on og síðast hafa svissinn á on og þá ættu kóðar að birtast. veit þó ekki hvaða módel þú ert með.
Þessir mótorar eru nær ódrepandi... ég hætti að smyrja minn í 2 ár (í þeirri von að hann myndi óvart..... hrynja svo ég þyrfti að drífa mig að skipta um mótor... hann gerði það aldrei. Olían sem kom af honum leit meira eins og Coke....
Annars gangi þér vel. Mótorinn er greinilega eh bilaður, þessi eyðsla er ekki rétt.
kkv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Þetta slær við 3VZE (V6 vélin í TOYOTA) sem ég átti. Hún fór nú aldrei yfir 26 hjá mér, en seig í 13.4 að meðallagi eftir því sem ég klappaði henni og lagaði bilanir og meðfædda öndunarfæragalla í henni...þetta var óbreyttur beinskiptur 4Runner.
Kv
G
Kv
G
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
ertu ekki bara með mílumæli og gleymdir að gera ráð fyrir því
það hafa margir fallið í þá gryfju :)
það hafa margir fallið í þá gryfju :)
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Baldur Pálsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Eyðslu Geðbilun í cherokee???
Hvaða drifhlutföll eru í bílnum er hann ekki á alltof háum hlutföllum. En 4 l vélinn er mjög eyðslu grönn miðað við aðrar vélar, bara skifta um vél.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur