Ég fékk ekki beint já en þeir sögðu að það væri hægt að fara ýmsar leiðir þegar ég spurði þá hvort ég gæti þá bara látið seljanda vörunnar prenta út CE límmiða og klína á vöruna. En þá stend ég frammi fyrir þreföldum sendingarkostnaði heim-út-heim og að auki mis erfiðum samningaviðræðum við seljanda að standa í þessu veseni.
Hversu súrt er þetta að pappírarnir eru til staðar en það vantar LÍMMIÐA á vöruna?
Hafa einhverjir svipaða sögu að segja og hafa jafnvel náð að leysa úr þessu ?
