Vesen með að starta LC90
Vesen með að starta LC90
Undanfarið hef ég átt í smá veseni með að starta Cruisernum mínum. Stundum þegar ég ætla að starta þá kemur bara tikk og það kostar nokkrar tilraunir að fá hann í gang en svo á hann það til að rjúka í gang í fyrsta og allt eins og það á að vera. Veit einhver hvað gæti valdið þessu? Hef heyrt að þetta gæti verið startarinn en hann er varla ónýtur víst að bíllinn fer í gang á endanum eða hvað? Eitthvað annað sem gæti verið að??
Re: Vesen með að starta LC90
Ef það heyrist tikk eða smellur og startarinn snýr ekki vélinni eru líkur á því að önnur snertan í segulrofanum sé orðin slitin og / eða brunnin og þurfi að skipta um. Einnig geta kolin í startaranum verið slitin eða hálfföst.
Re: Vesen með að starta LC90
birgiring wrote:Ef það heyrist tikk eða smellur og startarinn snýr ekki vélinni eru líkur á því að önnur snertan í segulrofanum sé orðin slitin og / eða brunnin og þurfi að skipta um. Einnig geta kolin í startaranum verið slitin eða hálfföst.
Er þá nokkuð annað en að fara og láta yfirfara startarann? Er meiriháttur mál að ná honum úr? Borgar sig kannski að finna annan á partasölu?
Re: Vesen með að starta LC90
Hiluxinn minn átti það til að vera með svona stæla, og stuttu seinna þá brann í sundur vír hjá mér og allt hætti að virka, eftir að hafa skipt út þessum tiltekna vír þá hætti þetta allveg... Gæti verið eitthvað sambandsleysi sem er að valda þessu hjá þér?
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Vesen með að starta LC90
Farinn snerla og það er hægt að skipta um hana án þess að taka startaran úr bara losa hann og snúa honum og taka vinstra framdekk af og þá er hægt að komast í hann svo er hægt að taka hann alveg úr en þá þarf að taka olísíuna úr og taka festinguna sem er fyrir rafmagns lúmið frá sem er á skálinni hjá síuni frá
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Re: Vesen með að starta LC90
olafur f johannsson wrote:Farinn snerla og það er hægt að skipta um hana án þess að taka startaran úr bara losa hann og snúa honum og taka vinstra framdekk af og þá er hægt að komast í hann svo er hægt að taka hann alveg úr en þá þarf að taka olísíuna úr og taka festinguna sem er fyrir rafmagns lúmið frá sem er á skálinni hjá síuni frá
Takk fyrir þetta.
Er nóg að losa bara þennan bolta til að snúa honum? (Sjá mynd)
Hvar er best að fá varahluti í þetta?
- Viðhengi
-
- image.jpg (104.61 KiB) Viewed 4556 times
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Vesen með að starta LC90
Nei það þarf að losa allan startaran frá. Það eru 2 boltar framan á startaranum þar sem hann kemur á kúplingshúsið með 17mm haus og svo þarf að taka hann úr sambandi eitt plogg og svo straumurinn sem er líka með 17mm ró. og þegar það er búið að losa og snúa honum þá þarf að taka eitt lok af og er það fest með 3 boltum með 8mm haus. Svo er gott að fá einhvern í þetta sem hefur gert þetta áður og fá hann til að sína sér þetta þetta er smá bras og snúið svona ef maður er að gera þetta í fyrsta skipti.
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Re: Vesen með að starta LC90
Muna að aftengja - pólinn á rafgeimum áður en byrjað er. Er ekki best ef maður hefur ekki gert þetta áður að taka startarann alveg úr ? Ef startarinn er kominn úr er hægt að skoða kolin og blása úr óhreinindum.
Re: Vesen með að starta LC90
Takk fyrir þetta allt saman. Ég hugsa að ég þurfi að fá einhvern sérfræðing í að taka hann úr og yfirfara hann. Eitthvað verkstæði sem þið mælið með þar sem þetta kostar ekki handlegg.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Vesen með að starta LC90
Mæli eindregið með rafstillingu dugguvogi. Veit ekki með verð, bara hringja og spyrja. Mjög almennilegir.
Fer það á þrjóskunni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur