Postfrá Maggi » 25.feb 2010, 13:41
Mjög flottur Wrangler
Eru þetta Toyo dekk? manstu hvað var mikill loftþrystingur í þeim þegar þessi mynd var tekin?
Til að festa ekki bílinn inní skúr það sem eftir er af vetri er sniðugt að setja hásingarnar undir fjaðrirnar.
Fjöðrun batnar oft ótrúlega mikið bara við það eitt að auka fjarlægðina milli hásingar og samsláttarpúða.
Þegar á svo að smíða eitthvað almennilegt verður þú að ákveða hvað þú vilt út úr þessu áður en er hægt að segja hvaða setup er best, viltu brjálaða misfjöðrun eða að hann liggi eins og rallýbíll. Ég persónulega vil að þetta liggi eins og klessa og sé ekki að leggjast á hliðina í beygjum til að geta keyrt hraðar.
Ef þú vilt að hann geti teygt sig mjög vel er A-stífa eða 4link algengasta lausnin að aftan og 4 link eða þessar týpisku 3-link framstýfur að framan, eins og er að framan í Patrol, LandCruiser, RangeRover ofl.
Ef þú vilt að þetta sé ekki jafn svagt til hliðanna er hægt að nota nákvæmlega sama setup nema bæta við jafnvægisstöngum.
Annar möguleiki er að nýta sér þvingunina sem myndast við það að nota 3-link stífur að aftan líka og þá þarf engar jafnvægisstangir smíðin verður öll mjög einföld, bara 2 stýfuturnar plús þverstífa og jafnvægisstangir óþarfar. Pajero sport notar til dæmis góðar svona stífur að aftan, ekki þetta steypustál eins og er í flestum framstífunum. Ég persónulega er hrifinn af þessu setupi þó svo að flestir séu mér ósammála um það, en eins og ég sagði áðan vil ég miða dótið við að það virki best hratt en ekki í skaki í fyrsta lága.
Kveðja
Maggi
Wrangler Scrambler