Uppbyggður vegur um Sprengisand


Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Rögnvaldurk » 29.okt 2014, 19:42

Er þetta eitthvað sem jeppamenn vilja????

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og ... ir/nr/7840




stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá stebbiþ » 29.okt 2014, 21:31

Nei, þetta viljum við ekki. Þetta er fullkomin þvæla, en á meðan aka vestfirðingar á jeppaslóðum þar sem uppbyggðir vegir ættu að vera. Hér kemur hluti úr þessari yfirlýsingu:

"Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur um miðhálendi Íslands milli Suður- og Norðurlands. Einnig að bæta aðgengi almennings að miðhálendinu til útivistar og til að styrkja ferðaþjónustu."

* Hægt er að fara á öllum smájeppum og háum 4x4 fjölskyldubílum yfir sprengisand á sumrin.
* Ekki verður raunhæft að halda Sprengisandi færum fyrir fólksbíla yfir veturinn, það er hrein óskhyggja.
* Hvernig mun svona aðgerð bæta ferðaþjónustu? Þetta er bara eitthvað kjaftæði sem menn henda fram í hugsunarleysi. Heiðarlegra væri að segja: "aðgerðin mun gera bílaleigum kleift að fylla hálendið af smábílum og þar með auka á ofsagróða íslenskra bílaleiga".
Aðdráttarafl hálendisins fyrir útlendinga er m.a. óuppbyggðir vegir. Þetta mun alveg skemma óbyggða-upplifunina fyrir þeim og ekki vera nein samgöngubót fyrir Íslendinga.
Er þetta ekki bara þjónkun við bílaleigur, sem vilja fylla hálendið af Yaris-tíkum svo hægt sé að græða enn meira?

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Óttar » 29.okt 2014, 23:28

Nei takk

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Kiddi » 29.okt 2014, 23:51

Það er margt "áhugavert" að finna þarna: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil ... A6tlun.pdf

"Við hönnun Sprengisandsleiðar verður miðað við að hann sé ekki opinn að vetrarlagi en að hann verði
lengur opinn fram á haust og opni fyrr á vorin en núverandi vegur "


Það var þá "samgöngubót".

"3.5.3. Efnisþörf og efnistaka ... Efnið verður fengið úr skeringum og námum á svæðinu. Stefnt verður að því að taka efni úr námum í
grennd við veginn og úr hólum þar sem vegurinn liggur í skeringu, til að námur verði sem fæstar og til
að lágmarka rask utan veghelgunarsvæðis. Einnig verður stefnt að því að taka efni úr námum sem
verða á skipulagi og eru í grennd við veginn. Gert er ráð fyrir því að samnýta efnistökustaði með
Landsneti vegna Sprengisandslínu þar sem það er hægt.
Vert er að taka fram að á seinustu árum
hafa orðið miklar framfarir í frágangi náma þannig að ummerki um þær hverfi fljótt."


Semsagt... línuvegur fyrir Landsnet.

Endar þessi vegur ekki bara eins og Kvíslaveituvegurinn, sem er ekkert nema risastór úrrennsli sem gætu gleypt heilu rúturnar? Það kæmi mér ekkert á óvart að það yrði raunin eftir að búið er að leggja línuna.

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá jongud » 30.okt 2014, 08:31

Mig grunar að það sé fyrst og fremst Landsnet sem er að þrýsta á þetta, Það á að leggja veginn samhliða lagningu raflínu yfir Sprengisand. Grunar jafnvel að Landsnet muni borga megnið af dæminu.


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá gambri4x4 » 30.okt 2014, 12:06

Hvorugt vill ég sá á Sprengisandi,,,hvorki uppbyggðan veg með bundnu slitlagi né raflínu möstur,,,en Landnet vill og Landsnet fær ætli það endi ekki þannig nema fólk láti heyra vel í ser með það,,,,Eg hef td enga trú á þvi að erlendir ferðamenn hafi nokkurn áhuga á þvi að fara þessa leið á uppbyggðum vegi með bundnu slitlagi afmarkaðan af raflínumöstrum.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Offari » 30.okt 2014, 13:43

Ég er lítið hrifin af raflínum og möstrum en hef ekkert á móti heilsársvegi yfir sprengisand. Þetta gefur líka aukna möguleika fyrir þá sem stunda jeppaferðir því út frá Sprengisandsvegi gætu opnast nýjar leiðir og mér finnst alltaf vera öryggi í því að stutt sé í þjóðveg þegar menn lenda í vandræðum upp á fjöllum.


Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Ísar » 30.okt 2014, 14:09

Fjölmennum á þessa fundi sem Landsnet og Vegagerðin auglýsir, fyrir sunnlendinga: - Miðvikudaginn 5. nóvember hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, Hellu kl. 16:00-20:00
Látum skýrt og skynsamlega í okkur heyra. Þetta má alls ekki gerast.


Ísar
Innlegg: 76
Skráður: 30.okt 2014, 13:55
Fullt nafn: Ari Ólafur Arnórsson
Bíltegund: Ísar TorVeg

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Ísar » 30.okt 2014, 14:13

Já, og fyrir norðlendinga: - Þriðjudaginn 4. nóvember í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit kl. 18:00-22:00


Rangur
Innlegg: 30
Skráður: 22.mar 2013, 09:29
Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
Bíltegund: Range Rover

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Rangur » 30.okt 2014, 14:29

en á meðan aka vestfirðingar á jeppaslóðum þar sem uppbyggðir vegir ættu að vera.


Þarf ekki að drífa í að friðlýsa vestfirsku vegina?

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Tómas Þröstur » 30.okt 2014, 14:59

Ég er í sjálfu sér á móti malbiksvegum og raflínum á hálendinu en ef slíkir vegir og raflínur nýtast hagkvæmlega þjóðfélaginu í heild þá set ég mig ekki á móti slíkum mannvirkjum í einhverri rómantískri náttúruupplifun ef þetta er það sem stór meirihluti þjóðarinnar vill....svo er líka til svo flott atriði í amrískum bíómyndum þegar persónur myndana staulast áfram, ofþornaðir - rykugir - örmagna - varla með meðvitund í brennheitri eyðimörkinni með geislanndi sólina öskrandi yfir sér og svo allt í einu sést móta fyrir í fjarska eins og úr öðrum heimi bílum á fleygiferð eftiir rennisléttri mörkinni......einnig gæti það líka verið efni í heila bíómynd þegar bílar fara að steyma vetrarlangt yfir slíka hálendisvegi þar sem leiðinnar eru langar fjarri mannabygð og veðrið grimmara.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá Ofsi » 30.okt 2014, 19:42

Mikil umræða um Sprengisand á Ferðafrelsissíðunni https://www.facebook.com/groups/ferdafrelsi/

User avatar

KjartanBÁ
Innlegg: 60
Skráður: 04.jan 2014, 20:29
Fullt nafn: Kjartan Bragi Ágústsson
Bíltegund: Wrangler/Cherokee
Staðsetning: Reykjavík

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá KjartanBÁ » 31.okt 2014, 16:38

Þetta gæti mjög auðvellega leitt til túrista sem verða úti af því að þeir telji litlu bílaleigupútturnar þeirra geta keyrt hvaða veg sem er, sem dæmi má nefna þá sem keyrðu uppá jökul á Kia Jeppa. Þá fer allt á flug og leitað er eftir einhverjum til að skamma, þá gæti verið litið á okkur ef við styðjum við veginn sem vissulega væri þægilegt að hafa að sumri til. Hinsvegar finnst mér mun brýnna að laga vegi á Vestfjörðum sem eru í raun eina leiðin til að ferðast á Vestfjörðunum. Ég er alveg fylgjandi þessu en merkingar verða að vera skýrar ef það á að halda veginum opnum allt árið og einnig þarf að vera auðveld leið til að loka veginum hratt ef veður versnar sem og öðrum Hálendisvegum.

Leggja veginn þegar aðrir heilsársvegir eru mönnum bjóðandi og síðan merkja afar vel, ef Landsnet ætlar að nota veginn til að byggja, allt í lagi en þá mega þeir gjöra svo vel og borga hluta af kostnaði
Ég trúi á heilagan þríleik, Wagoneer, Cherokee og heilagan Willys

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Postfrá hobo » 31.okt 2014, 16:55

Ég hef ekkert á móti þessarri framkvæmd sem slíkri, en þætti betra að sjá aurana fara í viðhald vegakerfisins sem fyrir er.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur