Íslenski JEEP Klúbburinn

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 25.jan 2011, 11:32

Íslenski JEEP Klúbburinn

Þá er komið af fyrsta opna félagsfundi ný stofnaðs JEEP Klúbbs
Fyrsti félagsfundur verður haldin í húsnæði Arctic Trucks, Kletthálsi 3 Rvk. fimmtudaginn 27 Janúar kl: 20.00
Efni fundarins verður: Almennar umræður um klúbbinn

Við kvetjum alla áhugamenn um JEEP að mæta á þennan fund og gera þetta af alvöru klúbb, hvort sem menn hafa áhuga óbreyttum eða breyttum JEEP


Forsaga og tilurð þessa JEEP klúbbs er sú að á fyrstu dögum þessa árs þá hittumst við nokkrir eldheitir áhugamenn um JEEP og ákváðum að það væri löngu orðið tímabært að stofna sérstakan JEEP klúbb.
Hugmyndin er sú að gera þetta að alvöru klúbb fyrir alla áhugamenn um JEEP, óbreytta sem breytta. Að hittast á reglulegum fundum, hittast á JEEP og fara rúnt um bæi og borg, halda úti heimasíðu, Vera með mynda og video sýningar, sérstakar JEEP ferðir að sumri sem vetri og ýmislegt annað sem mönnum finnast tilheyra JEEP í leik og starfi.

Með kæri JEEP kveðju.
Stjórn Íslenska JEEP Klúbbsins

Kristján Kolbeinsson
Páll Pálsson
Jón H. Pétursson
Ágúst Markússon
Magnús Sigurðsson


Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá gambri4x4 » 25.jan 2011, 11:56

Minns langar að vera með,,,,þó maður búi norður í landi og sjái ser ekki alveg fært að mæta og svona fundi og dót allavega ekki alla

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 25.jan 2011, 14:14

Þér er velkomið að vera með Víðir. Þetta á að vera klúbbur fyrir alla JEEP áhugamenn, hver sem þeir eru á landinu og hvort sem þeir hafa áhuga á breyttum eða óbreyttum JEEP.

Ég skal koma með meiri upplýsingar um þennan klúbb og fundinn eftir fimmtudaginn.

Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 27.jan 2011, 13:20

Bara minna á fundin í kvöld :-)
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá arnisam » 28.jan 2011, 00:00

Leiðinlegt að komast ekki í kvöld, reyni bara að koma næst þegar það verður hittingur. Á samt góðan vin sem skráði mig í félagið. Vildi líka minna á Facebook hóp sem ég bjó til, hendið endilega inn myndum af JEEP sem þið lumið á.

http://www.facebook.com/home.php?#!/group.php?gid=76288199131

Árni Samúel
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Einar » 28.jan 2011, 15:22

Líst vel á það að menn (og konur) stofni klúbb um alvöru jeppa. Það er ekki mjög langt síðan að þetta var reynt en sá virðist hafa lognast útaf, vonandi gengur þetta betur.
Ég sá á heimasíðunni að þar er komin vísir að spjalli, það er ágætis viðleitni en því miður spái ég því að það verði andvana fætt. Miklu betra er að semja við þá sem reka þetta spjall hérna um að fá lokaða (eða opna ef menn vilja) grúppu fyrir meðlimi klúbbsins. Þá virkar það þannig að meðlimir klúbbsins myndu fá spjallflokk fyrir klúbbinn sem væri opin fyrir meðlimi en ekki almenna notendur. Ávinningurinn er sá að þá væri meiri traffík á spjalli klúbbsins vegna þess að menn væru um leið að spjalla á jeppaspjallinu. Litlar spjallsíður lenda oft í þeim vítahring að engin nennir að nota þær af því að það er ekkert að gerast á þeim sem er aftur af því að engin nennir að nota þær.
Einhver tímann skildist mér að hérna væru nú þegar einhverjar lokaðar klúbb-spallgrúppur sem að við almennir notendur sjáum ekki.


ToyCar
Innlegg: 46
Skráður: 09.feb 2010, 00:09
Fullt nafn: Ágúst Markússon

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá ToyCar » 28.jan 2011, 19:12

Einar wrote:Líst vel á það að menn (og konur) stofni klúbb um alvöru jeppa. Það er ekki mjög langt síðan að þetta var reynt en sá virðist hafa lognast útaf, vonandi gengur þetta betur.
Ég sá á heimasíðunni að þar er komin vísir að spjalli, það er ágætis viðleitni en því miður spái ég því að það verði andvana fætt. Miklu betra er að semja við þá sem reka þetta spjall hérna um að fá lokaða (eða opna ef menn vilja) grúppu fyrir meðlimi klúbbsins. Þá virkar það þannig að meðlimir klúbbsins myndu fá spjallflokk fyrir klúbbinn sem væri opin fyrir meðlimi en ekki almenna notendur. Ávinningurinn er sá að þá væri meiri traffík á spjalli klúbbsins vegna þess að menn væru um leið að spjalla á jeppaspjallinu. Litlar spjallsíður lenda oft í þeim vítahring að engin nennir að nota þær af því að það er ekkert að gerast á þeim sem er aftur af því að engin nennir að nota þær.
Einhver tímann skildist mér að hérna væru nú þegar einhverjar lokaðar klúbb-spallgrúppur sem að við almennir notendur sjáum ekki.


Sæll, á hvaða heimasíðu varst þú að skoða. Síðan fyrir Jeep klúbbinn er ekki komin í loftið.
Síðan hjá klúbbnum verður : jeepclub.is
Búið er að kaupa lénið og verið að gera síðuna, en hún er ekki orðin virk. Þetta verður vonandi góður og öflugur klúbbur, fyrsti fundurinn var í gær og var þátttakan mikið betri en við bjuggumst við, en mættir voru rúmlega 40 Jeep nördar ;)

Kosið var í nefndir og mikið rétt um hvað klúbburinn ætlar sér í framtíðinni, en þetta verður allt upp talið í tilkynningu sem verður birt á heimsíðunni von bráðar.

kv, Ágúst Markússon.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 28.jan 2011, 19:49

Sæll Einar, þú ert líklegast að tala um síðuna mína www.icejeep.com
Hún er algjörlega ótengd þessum JEEP klúbb, þrátt fyrir þá staðreynd að ég er eigandi hennar og líka Formaður þessa ný stofnað klúbbs.

www.icejeep.com síðan er og verður myndasíða og ekkert annað.

En í sambandi við þennan klúbb þá erum við nú þegar komnir með yfir 50 meðlimi og förum ört stækkandi, svo ef þú hefur áhuga á JEEP þá endilega skráðu þig í klúbbinn, þú sérð ekki eftir því :-)
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Ingaling » 29.jan 2011, 09:58

Hvernar verður Heimasíðan félagsins klár? og hvað var aftur lénið?...
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 29.jan 2011, 10:45

Heimasíða félagsins er í vinnslu og verður www.jeepclub.is

Ég set svo skráningar link hérna inn á næstu dögum fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga í klúbbinn og komust ekki á fundinn.
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá juddi » 30.jan 2011, 20:25

Held að Einar Steinsson ætti að skoða sukka.is og http://www.islandrover.is/ svo hann gæti séð að tegundaklúbbur er alveg að virka
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 01.feb 2011, 22:36

Eins og áður sagði þá fór þessi fundur fram úr okkar björtustu vonum.

Nú þegar eru skráðir meðlimir að nálgast 60

En núna erum við komnir með skráningar mail svo menn geta skráð sig sem komust ekki á fyrsta fundinn og hafa áhuga á þvá að ganga í hann, mailið er skraning@jeepclub.is

Á þessum fyrsta fundi var ýmislegt ákveðið, t.d að klúbburinn myndi standa fyrir skipulögðum ferðum, bæði vetrar og sumarferðum sem ferðanefndin myndi sjá um.
Klúbburinn myndi verð sér út um fundaraðstöðu þar sem menn get hist og rætt málin.
Það var rætt um það að reyna hafa alvöru fund einu sinni í mánuði og smærri hittinga með styttra millibili.
Skemmtinefnd var skipuð til að sjá um t.d. bjórkvöld og skúrahittinga.
Og svo rúsína í pylsuendanum, þá var skipuð sýningarnefnd til að leggja grunninn að stórri alvöru JEEP sýningu sem stefnt er að halda núna með vorinu

Á fundinum var líka ákveðið að árgjaldið í klúbbinn yrði 3000 kr.
Árgjaldið er hugsað fyrst og fremst til að standa straum af kostnaði við klúbbstarfið og heimasíðuna www.jeepclub.is
En menn fá líka eitthvað fyrir sinn snúð fyrir árgjaldið, því inní árgjaldinu verður félagsskirteini, bolur, húfa og merki klúbbsins.
Svo er aldrei að vita nema við náum einhverjum fínum afsláttum hjá fyrirtækjum hafa hag af því að hafa okkur sem viðskiptavini

Svo viljum við líka ítreka það að þessi klúbbur er fyrir alla JEEP áhugamenn líka þá sem eru í orginal deildinni.

Svo ef það er einhverjar spurningar til stjórnar þá er hægt að senda þær á jeepclub@jeepclub.is

Með JEEP kveðju

Stjórn félagsins

Formaður: Kristján Kolbeinsson
Ritari: Páll Pálsson
Gjaldkeri: Jón Pétursson
Meðstjórnandi: Ágúst Markússon
Meðstjórnandi: Magnús Sigurðsson
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

User avatar

Höfundur þráðar
Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá Skúri » 19.feb 2011, 08:42

Þá erum við búnir að opna JEEP spjall http://www.jeepclub.is/spjall/index.php

Svo er bara að skrá sig :-)
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com


arnia
Innlegg: 9
Skráður: 01.aug 2010, 11:05
Fullt nafn: Árni Árnason

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Postfrá arnia » 21.feb 2011, 13:38

Til hamingju með klúbbinn jeep menn. Þetta er auðvitað merkileg tegund þar sem hún er hvorki meira né minna en upphafið að þessu ævintýri öllu saman.

Þegar fyrstu jeep bílanir bárust til landsins varð að venju íslendinga að finna fyrirbærinu íslenskt nafn. Vegna hljómsins þótti upplagt að nota orðið jeppi sem reyndar var til í málinu fyrir í annarri merkingu.

Jeppi varð samheiti fyrir þessa megingerð bifreiða,og sem á eftir komu svo sem Land Rover,Gaz rússajeppa, Austin Gipsy, Bronco, ofl. ofl. sem of langt yrði að telja. Seinna gæti orðið gaman að velta fyrir sér hvað skuli teljast jeppi og hvað ekki, en það bíður betri tíma.

En eitt er það að nafn einnar tegundar verði að samheiti. Það er alþekkt. Hitt er út í hött þegar menn eru farnir að snúa ferlinu við og kalla alla jeppa jeep þegar höfða á til útlendinga. Mér finnst það bera vott um ansi dapra málþekkingu þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu eru farin að kalla sig "superjeep", og bjóða "jeep tours" hægri vinstri á Land Roverum og Econoline. Sömuleiðis er starfrækt bílaleiga undir nafninu Cheep Jeep, en ég get ekki séð að þeir bjóði nokkurn jeep yfirleitt, heldur einhverja japanska slyddujeppa.
Mér finnst að Jeep klúbburinn ætti að berjast fyrir því að hætt verði að nota Jeep vörumerkið í auglýsingarskyni fyrir eitthvað allt annað. Þó að Jeep sé jeppi þá er ekki hvaða jeppi sem er Jeep.
Orðið Jeppi er íslenskt samheiti, en Jeep er tegundarheiti og í dag örugglega lögverndað vörumerki.
Ég er auk þess sannfærður um að ameríkana sem til þekkir, finnst fáránlegt að fara í jeep-tour í Land Rover , hvað þá Econoline, að þeim tegundum ólöstuðum.


Þegar ég var polli sá ég ekkert annað en Willys, pabbi átti Willys, afi átti Willys og frændi minn sem ég leit mjög upp til átti Willys. Ég varð fyrir áfalli þegar frændi keypti Land Rover 1963 og orti þessa vísu um hann.
Líki lík
Land Rover tík,
helvíti höst
í hlandfor föst.

Nú er ég líka genginn óvininum á hönd.

Kveðja, Land Rover eigandi.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur