sælir félagar,
ég var að skipta um alternator í gær í toyotu (Yaris), fékk uppgerðan af verkstæði og spennumæling sýndi 14,2V þegar bíllinn var ræstur, ég ákvað að taka smá rúnt því ég var að gera við fleira í bílnum uppi á lyftu og allt í fína.
Nema eftir ca 5 mínútur þá kviknaði hleðsluljósið í mælaborðinu og spennumæling sýndi bara geymaspennuna, einsog alternatorinn hefði bara hætt að hlaða.
Mér var sagt að þetta væri því að nú hefði alternatorinn verið að rembast við að hlaða tóman geymi (45Ah) því mér láðist að hlaða hann meðan bíllinn var uppá lyftunni og því væru kolin brunnin í honum.
stemmir að alternator ráði ekki við að hlaða tóman geymi þrátt fyrir að vera af þeirri stærð sem framleiðandi gefur upp ?
spyr sá sem ekki veit nema hvað hans eigin bíll hefur orðið straumlaus nokkrum sinnum (hóst hóst) og ekki hefur neitt brunnið þar þó alternatorinn hafi þurft að hlaða miklu stærri geymi (100Ah).
og í leiðinni, er rétt að hleðslustraumur á (blý) geymi sé aðeins um 5% af rýmd hans ? (þeas að 100Ah geymi skuli hlaða með ca 5A straum ?). ef svo er er þessu einhvern vegin stýrt, að spennuskynjunin á alternatornum hleypi aðeins t.d. 1V hærri spennu út af alternator heldur en er á geymi ?
mkb. Jón Ingi
Alternator
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Alternator
Mér var sagt að þetta væri því að nú hefði alternatorinn verið að rembast við að hlaða tóman geymi (45Ah) því mér láðist að hlaða hann meðan bíllinn var uppá lyftunni og því væru kolin brunnin í honum.
Kolin í alternator gegna því hlutverki að veita straum inn á ankerið. Spennustýringin ræður því hversu mikill straumur fer í gegnum það. ATH að hleðslustraumurinn fer alls ekki í gegnum það og einhverskonar yfirálag brennir því ekki kolin. Alternatorar með bilað spennustilli sem framleiða á fullu hvað sem tautar og raular grilla vafningana í belgnum og/eða afriðilinn.
stemmir að alternator ráði ekki við að hlaða tóman geymi þrátt fyrir að vera af þeirri stærð sem framleiðandi gefur upp ?
Nei, alternatorar eru hannaðir fyrir að hlaða á fullum afköstum. Það er einungis ef spennustilli eða tengingar við það bila sem þeir fara í yfirhleðslu og þá geta þeir sannarlega ofhitnað og hleypt út reyknum.
og í leiðinni, er rétt að hleðslustraumur á (blý) geymi sé aðeins um 5% af rýmd hans ? (þeas að 100Ah geymi skuli hlaða með ca 5A straum ?). ef svo er er þessu einhvern vegin stýrt, að spennuskynjunin á alternatornum hleypi aðeins t.d. 1V hærri spennu út af alternator heldur en er á geymi ?
mkb. Jón Ingi
Hleðslustraumur inn á rafgeyma frá alternator er miklu meiri en 5%, maður hefur séð ampermæla sýna 50+A skömmu eftir gangsetningu þó að engir notendur séu í gangi. Varir í örfáar mínútur og fjarar svo út þegar geymirinn er fullhlaðinn.
Sértu hinsvegar með tóman rafgeymi getur verið að 5% hleðslustraumur sé heppilegur til að hlaða hann upp.
https://en.wikipedia.org/wiki/Lead%E2%80%93acid_battery
Consider a battery that has been completely discharged (such as occurs when leaving the car lights on overnight, a current draw of about 6 amps). If it then is given a fast charge for only a few minutes, the battery plates charge only near the interface between the plates and the electrolyte. In this case the battery voltage might rise to a value near that of the charger voltage; this causes the charging current to decrease significantly. After a few hours this interface charge will spread to the volume of the electrode and electrolyte; this leads to an interface charge so low that it may be insufficient to start the car.[16] As long as the charging voltage stays below the gassing voltage (about 14.4 volts in a normal lead-acid battery), battery damage is unlikely, and in time the battery should return to a nominally charged state.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Alternator
Alltaf jafn dásamleg svör hjá þér Ólafur. Þú gerir jeppaspjallið betra :)
Jón Ingi ég held að þú ættir að fara að banka í hausinn á þeim sem gerði upp alternatorinn hjá þér. Þeir eru sennilega ekki með allar staðreyndir á hreinu.
Jón Ingi ég held að þú ættir að fara að banka í hausinn á þeim sem gerði upp alternatorinn hjá þér. Þeir eru sennilega ekki með allar staðreyndir á hreinu.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Alternator
olei, þakka þér frábær svör :)
geymirinn var settur í hleðslu yfir nótt og næsta morgun var einsog ekkert hefði gerst, hleðsluljósið horfið, spennumæling sýndi 14,2V, verkstæðisdraugurinn hefur staðið vaktina.
smá spekúlering;
var að versla multimeter fyrir rafmagn sem getur lesið "in-rush" straumtöku og geymt hæsta gildi.
setti hann á Golf diesel og startaði; 382A total, setti á startarann og 280A.
þetta er nú bara 1,9tdi inni á 20°C verkstæðisgólfi svo einhver hlýtur straumtakan að vera á stærri vélum í miklum kulda.
mbk. Jón Ingi
geymirinn var settur í hleðslu yfir nótt og næsta morgun var einsog ekkert hefði gerst, hleðsluljósið horfið, spennumæling sýndi 14,2V, verkstæðisdraugurinn hefur staðið vaktina.
smá spekúlering;
var að versla multimeter fyrir rafmagn sem getur lesið "in-rush" straumtöku og geymt hæsta gildi.
setti hann á Golf diesel og startaði; 382A total, setti á startarann og 280A.
þetta er nú bara 1,9tdi inni á 20°C verkstæðisgólfi svo einhver hlýtur straumtakan að vera á stærri vélum í miklum kulda.
mbk. Jón Ingi
Re: Alternator
Ánægjulegt að þetta leystist farsællega.
Já startstraumur í stærri tækjum getur verið ansi mikill. Þau eru reyndar gjarnan 24v svo að það er helmingi meira afl á hvert amper. Hef séð 600A á vörubíl inni á verkstæði, þeir fara vafalaust talsvert hærra en það í frosti.
Með sveiflusjá tengda við ampertöng er hægt að sjá sitthvað skemmtilegt í starti, eins og t.d að gera óbeina þjöppumælingu. Kannski skrifa ég upp smá tæknipistil um það efni við tækifæri.
Já startstraumur í stærri tækjum getur verið ansi mikill. Þau eru reyndar gjarnan 24v svo að það er helmingi meira afl á hvert amper. Hef séð 600A á vörubíl inni á verkstæði, þeir fara vafalaust talsvert hærra en það í frosti.
Með sveiflusjá tengda við ampertöng er hægt að sjá sitthvað skemmtilegt í starti, eins og t.d að gera óbeina þjöppumælingu. Kannski skrifa ég upp smá tæknipistil um það efni við tækifæri.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur