Sælir
Ég er að leita að reynslusögum frá eigendum LC 80 af framdrifunum í þeim. Ég veit það þau eru veik en ég var að velta fyrir mér hvort menn séu aðalega að brjóta hlutföllin þegar búið er að lækka þau. pinjón tapar jú styrk eftir þvi sem lægra er farið í hlutföllum.
4.10 > 41/10 eða 10 tennur á pinjón
4.56 >41/9
4.88 > 39/8
5.29 > 37/7
Ég hef heyrt um að menn séu að brjóta 4.88, en hvað með 4.56. Sjálfur er ég á 4.10 , búinn að taka vel á bílnum ekkert verið að hlífa drifbúnaði og ekki brotið ennþá.
Það væri mjög gott að fá bara reynslusögur frá mönnum sem hafa upplifað þessi brot en ekki einhverjar Gróu-sögur, eða skítkast.
Ég er að velta fyrir mér að vera bara á hærri hlutföllum og fá mér skriðgír.
kv
Kristján Finnur
Brotin drif í LC 80
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Brotin drif í LC 80
þetta snýst líka um hversu vel drifið er innstillt. það er ekkert mál að brjóta 4.10:1 drif ef það er vitlaust stillt inn.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Brotin drif í LC 80
Félagi minn braut að ég held 3.73 frekar en 4.10 drif að framan í 80 cruiser 97-8 model í vetur hann er reyndar á 46" og með milligír bíll sem er ekki búið að taka neitt rosalega á svo ég viti til.Hann hreinsaði nokkrar tennur af kambnum en keisingin hélt og leggurinn á pinjóninum líka.
En er ekki hægt að gera eins og ég sá einhverstaðar að gert er í land rover að setja bolta með kopar á endanum sem heldur á móti kambnum í átaki stillt nokkuð þétt að bakinu á kambnum beint á móti pinjóninum,í land rover er þetta víst að svínvirka.
En er ekki hægt að gera eins og ég sá einhverstaðar að gert er í land rover að setja bolta með kopar á endanum sem heldur á móti kambnum í átaki stillt nokkuð þétt að bakinu á kambnum beint á móti pinjóninum,í land rover er þetta víst að svínvirka.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Brotin drif í LC 80
Finnur wrote:Sælir
Ég er að leita að reynslusögum frá eigendum LC 80 af framdrifunum í þeim. Ég veit það þau eru veik en ég var að velta fyrir mér hvort menn séu aðalega að brjóta hlutföllin þegar búið er að lækka þau. pinjón tapar jú styrk eftir þvi sem lægra er farið í hlutföllum.
4.10 > 41/10 eða 10 tennur á pinjón
4.56 >41/9
4.88 > 39/8
5.29 > 37/7
Ég hef heyrt um að menn séu að brjóta 4.88, en hvað með 4.56. Sjálfur er ég á 4.10 , búinn að taka vel á bílnum ekkert verið að hlífa drifbúnaði og ekki brotið ennþá.
Það væri mjög gott að fá bara reynslusögur frá mönnum sem hafa upplifað þessi brot en ekki einhverjar Gróu-sögur, eða skítkast.
Ég er að velta fyrir mér að vera bara á hærri hlutföllum og fá mér skriðgír.
kv
Kristján Finnur
Hvernig dekkjum ertu á?
Það munar miklu um átakið á framdrfið hvort menn séu á 44DC eða 46MT. Meðan DC spólar í snjónum þá er MT að grípa og þar af leiðandi meira átak á drifið
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: Brotin drif í LC 80
Þetta eru reverse drif og því margfalt veikari í átökum í bakki. Mér skilst að það sé lítið mál að brjóta framdrifið á 35" dekkjum ef þér dettur í hug að draga einhvern í bakkgírnum.
Maður gæti hugsað sér að svona bíll á 46" dekkjum, orginal hlutföll 4.10, sjálfskipting, ótjúnuð vél, skriðgír og nettur bensínfótur gæti sloppið með réttu hugarfari. Er einmitt í þessum pælingum ef til kæmi að ég breyti mínum.
Eini gallinn er kanski sá að hann tæki aldrei lock-upið í 4. gír nema þá á ólöglegum hraða. Kanski hægt að láta lock-upið koma á í 3.gír?
En auðvitað eru þetta lítil framdrif, sérstaklega þegar komin eru 44"+ hjól og þunginn sem hvílir á framhásingu er yfir 1,5 tonn.
Maður gæti hugsað sér að svona bíll á 46" dekkjum, orginal hlutföll 4.10, sjálfskipting, ótjúnuð vél, skriðgír og nettur bensínfótur gæti sloppið með réttu hugarfari. Er einmitt í þessum pælingum ef til kæmi að ég breyti mínum.
Eini gallinn er kanski sá að hann tæki aldrei lock-upið í 4. gír nema þá á ólöglegum hraða. Kanski hægt að láta lock-upið koma á í 3.gír?
En auðvitað eru þetta lítil framdrif, sérstaklega þegar komin eru 44"+ hjól og þunginn sem hvílir á framhásingu er yfir 1,5 tonn.
Re: Brotin drif í LC 80
Er með minn á 4,10 og 44 tommu dekkjum og milligír, búið að taka mikið á þessu, aldrei brotið það og er síðan 1991 þetta tiltekna drif
Ætla í 46 með hækkandi fjárhag, hver veit hvað gerist þá, etv fer allt í small
Ætla í 46 með hækkandi fjárhag, hver veit hvað gerist þá, etv fer allt í small
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur