spurning varðandi stífuvasa
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
spurning varðandi stífuvasa
hvaða efnisþykt eru menn að nota í stífuvasa í svona fourlink smíði
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
Re: spurning varðandi stífuvasa
maður hefur séð frá 3mm upp í 5mm..því betri honnun því þynnra efni er hægt að komast upp með, ef maður skoðar undir versmiðjuframleidda jeppa þá finnst manni oft þunnt í stífufestingum og öðru undir þeim..skora á þig að leggjast undir landcruiser,patrol,trooper,pajero og skoða..er örugglega misjafnt undir þeim öllum.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: spurning varðandi stífuvasa
Þetta fer auðvitað fyrst og fremst eftir því í hvernig bíl þetta er.
Það er ágætt að nota ekki þykkara efni í stífuvasa en sem nemur þykkt efnisins sem grindin sjálf er smíðuð úr, þá svignar þetta jafnar. Ef einn hluti grindarinnar er stífari en annar getur myndast þreyta.
Annað sem ágætt er að hafa í huga er að stál er ekki bara stál. Það sem er alla jafna kallað "svart stál" er yfirleitt stál 37 og þá með flotmörk um 235 MPa. Flotmörkin er sú spenna sem efnið formbreytist varanlega við, spenna er þá kraftur á flatareiningu (N/mm^2). Öll svignun sem á sér stað þar til efnið nær flotmörkum gengur til baka þegar álagið minnkar.
Það er algengt að bílaframleiðendur noti eitthvað í líkingu við stál 52 sem er með flotmörk 355 MPa. Stálið getur þá svignað 50% meira áður en það formbreytist varanlega (skemmist). Bílaframleiðendur eru líka duglegir við að hafa brot og stansa í plötunum sem gefur þeim aukinn styrk. Athugið að stál svignar alltaf jafn mikið undir álagi, styrkurinn er semsagt bara spurning um hversu mikið það getur svignað áður en það skemmist.
4mm 235 stál er þá svipað sterkt og 3mm 355 stál. Sjálfur hef ég notað 3mm 355 stál í stífuvasa á 44" Wrangler með ágætis reynslu. Hef nú samt skemmt eina stífufestingu en þar var bolti sem losnaði og þá fór allt í steik.
En eins og Hlynur kemur nú inn á þá snýst þetta mjög mikið um að hanna þetta vel.
Héðinn í Áhaldaleigunni Stórhöfða getur skorið út efni fyrir menn í 235, 355 og 700 stáli.
Það er ágætt að nota ekki þykkara efni í stífuvasa en sem nemur þykkt efnisins sem grindin sjálf er smíðuð úr, þá svignar þetta jafnar. Ef einn hluti grindarinnar er stífari en annar getur myndast þreyta.
Annað sem ágætt er að hafa í huga er að stál er ekki bara stál. Það sem er alla jafna kallað "svart stál" er yfirleitt stál 37 og þá með flotmörk um 235 MPa. Flotmörkin er sú spenna sem efnið formbreytist varanlega við, spenna er þá kraftur á flatareiningu (N/mm^2). Öll svignun sem á sér stað þar til efnið nær flotmörkum gengur til baka þegar álagið minnkar.
Það er algengt að bílaframleiðendur noti eitthvað í líkingu við stál 52 sem er með flotmörk 355 MPa. Stálið getur þá svignað 50% meira áður en það formbreytist varanlega (skemmist). Bílaframleiðendur eru líka duglegir við að hafa brot og stansa í plötunum sem gefur þeim aukinn styrk. Athugið að stál svignar alltaf jafn mikið undir álagi, styrkurinn er semsagt bara spurning um hversu mikið það getur svignað áður en það skemmist.
4mm 235 stál er þá svipað sterkt og 3mm 355 stál. Sjálfur hef ég notað 3mm 355 stál í stífuvasa á 44" Wrangler með ágætis reynslu. Hef nú samt skemmt eina stífufestingu en þar var bolti sem losnaði og þá fór allt í steik.
En eins og Hlynur kemur nú inn á þá snýst þetta mjög mikið um að hanna þetta vel.
Héðinn í Áhaldaleigunni Stórhöfða getur skorið út efni fyrir menn í 235, 355 og 700 stáli.
Re: spurning varðandi stífuvasa
en úr hvernig röri eru menn að nota í stífur?
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: spurning varðandi stífuvasa
Þessu tengt, (ef ég má skjóta inn í þráðinn) þá vil ég spyrja hvort maður þurfi að fara að sjóða með sérstökum vír ef notað er 355 stál? Er ekki suðan orðin veikasti punkturinn ef dótið er svo soðið saman með rútilvír (bændapinna) ?
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: spurning varðandi stífuvasa
Þeir suðupinnar sem menn eru almennt að nota eru fínir fyrir 355 stál. Efnið í suðunni er þá sterkara.
Það fylgja samt öllum suðupinnum og vírum upplýsingar sem hægt er að lesa úr og sjá flotmörk efnisins (yield strength)
Hér má finna leiðbeiningar til að lesa úr því:
http://www.kjellberg.de/Welding-Rods/Se ... -2560.html
Þarna eru til að mynda lægstu flotörkin sem eru gefin upp 355 MPa.
Þarna er einnig að finna eitt mikilvægt atriði varðandi val á suðupinnum og vírum en það er í sæti 3. Það segir til um hitastigið sem efnið er höggþolsprófað við og við viljum að sjálfsögðu að hlutirnir hrökkvi ekki í frosti. "Númerið" sem við viljum hafa í sæti 3 er þá 2 eða hærra. Það er spurning hvort bændapinninn uppfylli það...
Það fylgja samt öllum suðupinnum og vírum upplýsingar sem hægt er að lesa úr og sjá flotmörk efnisins (yield strength)
Hér má finna leiðbeiningar til að lesa úr því:
http://www.kjellberg.de/Welding-Rods/Se ... -2560.html
Þarna eru til að mynda lægstu flotörkin sem eru gefin upp 355 MPa.
Þarna er einnig að finna eitt mikilvægt atriði varðandi val á suðupinnum og vírum en það er í sæti 3. Það segir til um hitastigið sem efnið er höggþolsprófað við og við viljum að sjálfsögðu að hlutirnir hrökkvi ekki í frosti. "Númerið" sem við viljum hafa í sæti 3 er þá 2 eða hærra. Það er spurning hvort bændapinninn uppfylli það...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: spurning varðandi stífuvasa
ok svo 3mm 355 væri fínt í þetta er að fara að færa afturhásingu á Hilux
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: spurning varðandi stífuvasa
Með stífur... ég hef notað bæði 40x40x4 prófíl í stífur og 42,6x2,6mm heildregin rör (355 stál). Myndi nota það síðarnefnda sjálfur í léttari jeppa en myndi fara í meiri efnisþykkt í einhverri hlunkasmíði.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: spurning varðandi stífuvasa
en á einhver teikningar af svona stífuvösum?
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: spurning varðandi stífuvasa
Grind og stífuvasar eru úr 3mm efni í Trooper.
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: spurning varðandi stífuvasa
Svo eitt annað, ef þú velur að nota þunnt efni sem er allt gott og vel, sjóddu þá skinnur eða flatjárnsbúta með gati í á vasann, boltinn getur kjagað 3mm efni mjög auðveldlega, hef lent í þessu sjálfur og það er leiðinlegt að bæta þessu við seinna.
Dents are like tattoos but with better stories.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur