Það sem mig vantar að vita er eða hvernig ég finn það út fyrir hvaða hlutföll hann er fyrir og hvort ég get notað hann með 3.54 hlutföllum hjá mér?
Getur einhver hjálpað mér með þetta?
Myndir af því sem er í kassanum.





jeepcj7 wrote:Musso er annaðhvort með dana 44 eða dingdong það passar allt dana í dana úr musso en dingdong er annað munurinn sést ef ég man rétt á olíutappanum ef lokið á hásingunni er orginal (ekki állok) þá er 3/8" tappi í dana og 1/2" í dingdong.
snöfli wrote:Báðar læsingarnar hafa gengið kaupum og sölum hér heima. Því ekkert öruggt
svarti sambo wrote:Hvaða týpu E-? og árg. Það gæti hjálpað.
jongud wrote:Þær eru oft merktar saman með kjörnaraförum þegar verið er að vinna í þeim hér heima. Allavega gerði rennismiðurinn á Egilsstöðum það með mína læsingu, og hann hafði minnir mig mikið af sinni þekkingu á loftlæsingum frá Ljónsstöðum.
svarti sambo wrote:Hvaða týpu E-? og árg. Það gæti hjálpað.
jeepcj7 wrote:svarti sambo wrote:Hvaða týpu E-? og árg. Það gæti hjálpað.
Það breytir engu úr hvaða E týpu drifið kemur þar sem dana 44 kemur ekki orginal í þeim frá verksmiðju það er bara hægt að mæla frá legu sæti og niður á kambsæti til að finna út hvor keisingin þetta er.
svarti sambo wrote:jeepcj7 wrote:svarti sambo wrote:Hvaða týpu E-? og árg. Það gæti hjálpað.
Það breytir engu úr hvaða E týpu drifið kemur þar sem dana 44 kemur ekki orginal í þeim frá verksmiðju það er bara hægt að mæla frá legu sæti og niður á kambsæti til að finna út hvor keisingin þetta er.
Það er reyndar alveg rétt Hrólfur. Hugsaði þetta ekki alveg til enda, það sem ég skrifaði. Þar sem að þeir setja E og F, undir sama hattinn í manualinum. Var þá að spá í, hvort að þetta gæti verið c-clip eða ekki. Þar sem að númerin sem hann gaf upp. Gátu gefið til kynna, að þetta væri RD-061. En þar sem að ég þekki þetta ARB dót, ákkurat ekki neitt, þá fór ég að skoða þetta, svona meira til gamans, heldur en eitthvað annað. Og reyna þá að bæta einhverju við viskubrunninn í leiðinni. Var sennilega kominn í tóma hringi með þetta, vegna þekkingarleysis.
atlifr wrote:Hérna sérðu munin á keisingum fyrir dana 44.
Getur mælt þennan lás til að sjá hvaða hlutföll hann er fyrir.
http://www.differentials.com/wp-content/uploads/2011/11/Carrier-Illustration.gif
Þráinn wrote:getur prufað að athuga hvort að dana framleiðir drifhlutföll með þykkum kambi, hlutföllin eru á um 1/3 af verðinu af nýrri loftlæsingu ef þú getur notað hana þótt þú þurfir að fá þér ný hlutföll
til gamans má geta þá er ég með chevy 60 rör hjá mér að framan með ox lás sem er gerður fyrir 4.10 og upp með 5.13 hlutföllum með þykkum kambi original dana hlutfall, skildist að það var enginn annar framleiðandi væri með svona í þetta drif allavega
baldur wrote:Þráinn wrote:getur prufað að athuga hvort að dana framleiðir drifhlutföll með þykkum kambi, hlutföllin eru á um 1/3 af verðinu af nýrri loftlæsingu ef þú getur notað hana þótt þú þurfir að fá þér ný hlutföll
til gamans má geta þá er ég með chevy 60 rör hjá mér að framan með ox lás sem er gerður fyrir 4.10 og upp með 5.13 hlutföllum með þykkum kambi original dana hlutfall, skildist að það var enginn annar framleiðandi væri með svona í þetta drif allavega
Þykkur kambur er það sem þarf þegar verið er að lækka hlutföllin. Þarna er hann með læsingu gerða fyrir lág hlutföll og þyrfti í raun þynnri kamb til að koma henni í 3.54, sem er víst ekki í boði.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur