Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Framundan eru kynningarfundir vegna verndaráætlunar vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við. Efni hennar er fjölþætt og tekur jafnt til verndunar og nýtingar á því landi sem tilheyrir þjóðgarðinum.
Mikilvægt er að heimafólk og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér vel innihald verndaráætlunarinnar, en í henni skal, skv. lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, gera grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan þjóðgarðsins; einstökum verndaraðgerðum, landnýtingu og mannvirkjagerð, vegum, reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings, aðgengi ferðamanna að svæðinu og veiðum. Í verndaráætlun er einnig gerð grein fyrir reiðhjóla- og reiðleiðum, auk mengunarvarna og fleiri þátta.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Þriðjudaginn 23. febrúar í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri
Miðvikudaginn 3. mars í Tunguseli, Skaftártungu
Fimmtudaginn 4. mars á Laugalandi í Holtum
Fundirnir hefjast klukkan 20:00.
Fundargestum gefst kostur á að koma ábendingum og athugasemdum við drögin á framfæri.
Á eftirfarandi slóð er að finna upplýsingar um fundina, auk þess sem hægt er að sækja útdrátt með samantekt um stöðu, framtíðarsýn og vöktun á svæðinu:
http://www.kbkl.is/wordpress/?p=62#more-62 Skjalið er einnig að finna hér í viðhengi. Athugið að um drög er að ræða.
Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Ég renndi lauslega yfir aksturskaflan í þessu og sá svosem ekkert sem vegur sérstaklega að okkur jeppamönnum nema kanski takmörkun á einhverjum slóðum, en það stendur líka þarna að vegakerfið verði lagað og viðhaldið og slóðar utan þess verði jafnvel sérstaklega merktir fyrir mikið breytta jeppa til að Yaris gengið fari sér ekki að voða og þá verði þeir væntalega opnir áfram.
Ef að sá vilji er fyrir hendi frá stjórnvöldum um að halda þokkalegum stofnbrautum um hálendið sem verða ekki með bundnu slitlagi eins og segir í skýrsluni og sérmerkja aðra slóða sem jeppaslóða eða ekki færa fólksbílum þá er það stórt skref í rétta átt. Og gefur okkur tækifæri til að halda fáförnum skemmtilegum leiðum opnum.
Ef að sá vilji er fyrir hendi frá stjórnvöldum um að halda þokkalegum stofnbrautum um hálendið sem verða ekki með bundnu slitlagi eins og segir í skýrsluni og sérmerkja aðra slóða sem jeppaslóða eða ekki færa fólksbílum þá er það stórt skref í rétta átt. Og gefur okkur tækifæri til að halda fáförnum skemmtilegum leiðum opnum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Legg til að Fótgangandi ferðafólk verði með öllu bannað hér á landi nema með þeirri undanþágu þó að það má tölta eftir þjóðvegi Nr 1 en eingöngu frá og með 15 júní til 15 ágúst árhvert.
Tekið skal fram að bann þetta skal einnig ná yfir gönguskíðafólk
Kv Víðir L Hjartarson
Tekið skal fram að bann þetta skal einnig ná yfir gönguskíðafólk
Kv Víðir L Hjartarson
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Alveg er maður orðin orðlaus yfir þessu ofurgræna liði hvað gengur þeim eiginlega til? skyldu þau vita það sjálf? mér er spurn
Það eru alveg endalaust að skjótast fram á sjónarsviðið gæðingar sem vilja bara banna og banna allann fjandann,er þetta athyglissýki? vill þetta lið ekki bara að við drögum fram hestvagnana aftur, hvernig í ósköpunum getur bíll angrað gangandi í þessar 2-3 mínútur sem hann heyrir hann eða sér þetta eru slíkar öfgar að maður bara getur ekki skilið þessa hugsun sama hvernig maður reynir, að banna akstur bíla á jökli eða snævi þakinni jörð það er með öllu óskiljanlegt.
Ég held að ef hér á ekki illa að fara svosem eins og í Noregi þurfi öflug áróðursöfl til að sporna við þessum illu tungum.
Nú er ég bara kjaftstopp en ég bendi á umræðuna á F4x4 og ég er svo innilega sammála Benna Hmm í því sem hann segir þar.
kveðja Helgi
Það eru alveg endalaust að skjótast fram á sjónarsviðið gæðingar sem vilja bara banna og banna allann fjandann,er þetta athyglissýki? vill þetta lið ekki bara að við drögum fram hestvagnana aftur, hvernig í ósköpunum getur bíll angrað gangandi í þessar 2-3 mínútur sem hann heyrir hann eða sér þetta eru slíkar öfgar að maður bara getur ekki skilið þessa hugsun sama hvernig maður reynir, að banna akstur bíla á jökli eða snævi þakinni jörð það er með öllu óskiljanlegt.
Ég held að ef hér á ekki illa að fara svosem eins og í Noregi þurfi öflug áróðursöfl til að sporna við þessum illu tungum.
Nú er ég bara kjaftstopp en ég bendi á umræðuna á F4x4 og ég er svo innilega sammála Benna Hmm í því sem hann segir þar.
kveðja Helgi
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Það vanta vitundarvakningu hjá almenningi. Það þarf að fara að ná að vekja almenning til umhugsunar um þessa vágesti ferðafrelsisins, til þess að hægt sé að sporna við þessari þróun. Þessir grænu í gegn virðast hafa endalausan tíma og þolinmæði til þess að standa í þessu áróðursstríði gegn öllum sem ekki ferðast gangandi. Og munið, dropinn holar steininn
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Sælir,
Mig langar að fá frá ykkur frekari upplýsingar um þessar lokanir eða akstursbannsvæði eins og það er kallað á þessum uppdrætti sem ég hef verið að skoða. Ég fæ ekki betur séð að einu akstursbannsvæðin séu á Öræfajökli og í Kverkfjöllum (skástrikuð fjólublá svæði). Svæðið fráTungnaáröræfum að Trölladyngju er allt í skilgreint sem "hefðbundin landnýting leyfð" ( láréttar rauðar línur) og hvergi sé ég punktalínu, sem þýðir að vegirnir/slóðarnir séu lokaðir almenningi. Er eitthvað að upplausninni í tölvunni hjá mér eða hefur þessi uppdráttur verið uppfærður til hins verra, þ.e. skerðing á ferðafrelsi.
Vona að þið getið upplýst mig um hið sanna. Hér er linkurinn að uppdrættinum:http://www.alta.is/pdf/vj/vj_20100511.pdf
Kveðja, Stefán Þórsson
Mig langar að fá frá ykkur frekari upplýsingar um þessar lokanir eða akstursbannsvæði eins og það er kallað á þessum uppdrætti sem ég hef verið að skoða. Ég fæ ekki betur séð að einu akstursbannsvæðin séu á Öræfajökli og í Kverkfjöllum (skástrikuð fjólublá svæði). Svæðið fráTungnaáröræfum að Trölladyngju er allt í skilgreint sem "hefðbundin landnýting leyfð" ( láréttar rauðar línur) og hvergi sé ég punktalínu, sem þýðir að vegirnir/slóðarnir séu lokaðir almenningi. Er eitthvað að upplausninni í tölvunni hjá mér eða hefur þessi uppdráttur verið uppfærður til hins verra, þ.e. skerðing á ferðafrelsi.
Vona að þið getið upplýst mig um hið sanna. Hér er linkurinn að uppdrættinum:http://www.alta.is/pdf/vj/vj_20100511.pdf
Kveðja, Stefán Þórsson
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Til þess að sjá heildamyndina. Þá þarf ýmislegt til, ekki einungis einhver hálfköruð kort frá fyrirtækjum sem eru ekki með tæmandi gagnagrunna af slóðakerfinu. Samanber Loftmyndir ofl sem mata Alta á lélegum upplýsingum. Það þarf að lesa samgöngukaflann í verndaráætlunni og það þarf að lesa það sem þar stendur ekki. Þær leiðir sem er verið að loka eru ekki á kortinu. Þeim hefur verið eytt út fyrir fram, ef Alta hefur þá haft gögn yfir leiðirnar. T.d dæmis eru margar leiðir á þessu korti bæði innan Vatnajökulsgöngugarðs FÍ og utan göngugarðsins sem ekki eru sýndar. Einnig eru þarna inni leiðir sem á að loka samanber texta og fundargerði og einbeittan vilja t,d fulltrúa útivistarfólks í þjóðgarðsráði. Þeir sem eru lokunarsinnar sýna auðvita ekki þær leiðir sem á að loka, ef það væri hægt að bera sama gagnagrunn Landmælinga Ísland og f4x4 og þetta kort, þá held ég að mönnum yrði illa brugðið.
Það sem vantar til þess að hægt væri að bera þetta saman er það að hægt væri að vera með gps gagnagrunn á vefnum. kv Ofsi
Það sem vantar til þess að hægt væri að bera þetta saman er það að hægt væri að vera með gps gagnagrunn á vefnum. kv Ofsi
Re: Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Ég sendi eftirfarandi athugasemd á netfangið sogv@vjp.is með nafni, kennitölu og heimilisfangi
Góðan dag, ég hef gluggað í stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og það fyrsta sem ég sé er að þessi skýrsla er fyrir mig afar óaðgengileg til lestrar og rýni. Ef ég tek sem dæmi kafla 9.3 sem fjallar um samgöngur. Þar stendur eftirfarandi.
"Vegir, sem opnir eru fyrir almennri umferð innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eru aðeins þeir sem taldir
eru upp í töflunni hér fyrir neðan. Aðrar leiðir eru lokaðar almennri umferð þótt þær séu greinilegar á
yfirborði og án tillits til þess hvort þær eru merktar inn á kort eða uppdrætti annarra en
Vatnajökulsþjóðgarðs."
Þetta sýnir afar slök vinnubrögð að mínu mati enda ekki að finna neinn tæmandi lista um allar slóðir og vegi á svæðinu, sögu þeirra, tilgang og tilurð og ástæður fyrir því að þær eru lokaðar eða opnar.
Þetta þarf að laga til að hægt sé að taka afstöðu til þessara tillagna.
mbk, Þórður
Góðan dag, ég hef gluggað í stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og það fyrsta sem ég sé er að þessi skýrsla er fyrir mig afar óaðgengileg til lestrar og rýni. Ef ég tek sem dæmi kafla 9.3 sem fjallar um samgöngur. Þar stendur eftirfarandi.
"Vegir, sem opnir eru fyrir almennri umferð innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eru aðeins þeir sem taldir
eru upp í töflunni hér fyrir neðan. Aðrar leiðir eru lokaðar almennri umferð þótt þær séu greinilegar á
yfirborði og án tillits til þess hvort þær eru merktar inn á kort eða uppdrætti annarra en
Vatnajökulsþjóðgarðs."
Þetta sýnir afar slök vinnubrögð að mínu mati enda ekki að finna neinn tæmandi lista um allar slóðir og vegi á svæðinu, sögu þeirra, tilgang og tilurð og ástæður fyrir því að þær eru lokaðar eða opnar.
Þetta þarf að laga til að hægt sé að taka afstöðu til þessara tillagna.
mbk, Þórður
Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur