Sælir/ar.
Mig langar aðeins að forvitnast um Musso.
Nú er hægt að fá Musso með bensínvél á svo góðu verði að það er eiginlega ekki hægt að líta framhjá þeim. Því langar mig að spyrja þá sem eiga eða hafa átt svona bíla hvernig þeirra upplifun var af þessum bílum? Hvernig er eyðslan? Hvernig er bilanatíðnin? Hvernig er að jeppast á þeim? Á maður að kaupa bsk. eða ssk.?
Það sem hefur komið mér mest á óvart eftir smá leit á netinu er hvað það virðist vera lítill eyðslumunur á milli 3.2 lítra og 2.3 lítra vélanna. En samkvæmt þvi sem ég hef gúgglað virðist muna innan við einum lítra á hundraðið. Getur þetta staðist?
Ég vil taka það fram að ég er aðeins að tala um óbreytta eða mjög lítið breytta bíla (mestalagi 32")
Kv.
Ásgeir
Bensín Musso - Reynsla manna
Re: Bensín Musso - Reynsla manna
Sæll, átti '99 módel af 2,3 bensín, bsk, var mjög sáttur með hann. Ágætis afl miðað við vélarstærð. Mér fannst hann ekki vera að eyða neitt það mikið, hélst í kringum 11 ltr.
Mjög gott að ferðast í honum.
Mjög gott að ferðast í honum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 31.jan 2010, 23:38
- Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
- Bíltegund: Subaru Outback
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Bensín Musso - Reynsla manna
Takk fyrir svarið Ólafur. 11 l/100 km er nú bara nokkuð gott. Ein síða sem ég fann talaði um 16.2 l/100km fyrir 2.3 lítra vélina og 16.9 fyrir 3.2 lítra vélina. Eru þessar tölur alveg útúr kú?
Kv.
Ásgeir
Kv.
Ásgeir
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Bensín Musso - Reynsla manna
Þekki ekki hvað Mússó eyðir en bara við að horfa á svona bíl væri nokkuuð örugg hófleg ágiskun að slíkur bensínbíll noti að öllu jöfnu 14-18l innanbæjar og 11-14l utanbæjar á löglegum hraða. Stærri vélin getur eytt meira, kannski upp úr öllu valdi ef aflið úr henni er notað að ráði.
Re: Bensín Musso - Reynsla manna
2nd hand upplýsingar hér að heiman, segja að minni vélinn eyði lygilega litlu í óbreyttum bíl. Hinn öllu meira. Það er eyðslumunur milli sjálfskipts og beinskipts (allavega í dísil bílnum) og líka milli skiptinganna BTRA or Benz.
Þetta fer alltaf eftir aksturlagi og akstursmynstri (innan bæjar / utan; stutt / langt). Ég mundi áætla 12-13 á beinskiptan 2.3, amk 13-14 á BTRA og þá 14-15 á Benz og búast ekki við minnu en 16-17 á sjálfskiptum 3.2.
l.
Þetta fer alltaf eftir aksturlagi og akstursmynstri (innan bæjar / utan; stutt / langt). Ég mundi áætla 12-13 á beinskiptan 2.3, amk 13-14 á BTRA og þá 14-15 á Benz og búast ekki við minnu en 16-17 á sjálfskiptum 3.2.
l.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Bensín Musso - Reynsla manna
Ég var að skrölta í sumar á sjálfskiptum 3.2 musso með hálfbilaða vél og 35-tommu dekk . Ég sneri vélinni sjaldan mikið yfir 2500 snúningum og hann var í þetta 15-16 á hundraðið.
-
- Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: Bensín Musso - Reynsla manna
Musso sem slíkur er ágætis jeppi, auðvelt að gera við þá, frábær varahluta- og þjónustufyrirtæki þ.e. Bílabúð Benna og bara þægilegir jeppar og ódýrir. Ef ég væri að kaupa mér Musso mundi ég afla mér frekari upplýsinga hjá Musso varahlutum í Hafnarfirði. Eitthvað hef ég heyrt um vélatölvuhrun í 2.3 bílnum
Kv. MG magnum.
Kv. MG magnum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur