Sælir
Er mað smá vandamáli í L200 með di-d vélinn en það lýsir sér þannig að bíllinn fer ekki í gang að morgni öðruvísi en að pumpa inn á hann olíu handvirkt. Gengur fínt og virkar fínt þegar hann er kominn í gang og ekkert vandamál að starta honum nema þegar hann hefur staðið. Hvað getur verið að?
Kveðja Óli
Vandamál í L200 di-d
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Vandamál í L200 di-d
Ég lenti í svipuðu á Patrol, en þá var hráolíusían sem ég keypti í N1 gölluð og þétti ekki þannig að það komst alltaf loft inná kerfið þar, reyndar dugði ekki að pumpa þar… en það lagaðist um leið með annari síu.
Re: Vandamál í L200 di-d
Nálarauga á olíulögn gæti verið málið. Veit ekki með þennan, er dæla aftur í tank?
Re: Vandamál í L200 di-d
Takk fyrir þetta en þekkir einhver hvað "fuel return valve" er, hvar hann er og hver er tilgangur hans. Mér er sagt að þessi ventill sé ónýtur í bílnum og ástæða þessa vandamáls.
Sent úr Siemens brauðrist
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Vandamál í L200 di-d
Fuel return valve er á bakflæðilögn og mig minnir að hann opni fyrir bakflæði við ákveðinn þrýsting
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur