Detroit locker vs Detroit true track


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Detroit locker vs Detroit true track

Postfrá olistef » 23.jan 2011, 12:55

Hæ hæ.

Detroit locker vs Detroit true track. Er einhver til í að segja mér í stuttu máli muninn á þessum læsingum. Einnig væri gaman að heyra um reynslu manna af þessum læsingum.
Mun trúlega panta mér aðra hvora gerðina af þessum tveimur í Broncoinn hjá mér.

Kveðja Óli



User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Detroit locker vs Detroit true track

Postfrá ofursuzuki » 23.jan 2011, 13:23

Detroit Locker (No-Spin) er driflæsing með tenntum hjólum eða pöllum sem gefur 100% læsingu en þessar læsingar eru
frekar leiðinlegar í akstri og ef bíllinn er mikið notaður á malbiki þá eru þetta kannski ekki hentugustu læsingarnar en svíkja aldrei og eru mjög sterkar.
Image
Detroit Locker

True Track er hinsvegar með snigilhjólum (Torsen læsing) sem hefur þann kost að þú verður sáralítið eða ekkert
var við hanna í venjulegum akstri en þessar læsingar hafa ekki þótt eins sterkar þegar komin eru stór dekk og
mikið er tekið á þeim.
Image

Hér getur þú svo lesið meira um þessar læsingar og fleiri.http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/drifgr/lasindex.htm
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Detroit locker vs Detroit true track

Postfrá olistef » 23.jan 2011, 21:04

Takk fyrir þetta Björn. Locker að aftan, truetrack að framan og málið er dautt.
Kveðja Óli


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur