electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá olei » 17.aug 2014, 19:56

Nú eru það smá rasspútuviðgerðir, vona að mér fyrirgefist að kasta hér inn fyrirspurn um slíkt á jeppaspjallið! Mikið gúggl um þetta mál skilar mér bara bresku röfli og misvísandi upplýsingum út og suður.

Ég er með Opel Astra 2001 1,2 Ecotec og í honum er rafstýrt inngjafaspjald, það er stepper mótor sem hreyfir spjaldið og afstöðuskynjari á klabbinu. Þetta er heill kubbur sem fæst bara sem eitt stykki. Nokkuð dýr á ebay fyrir gamlan bíl.

Ég er með tvö svona stykki og bíllinn kemur með bilanakóða á bæði, kvartar yfir afstöðuskynjara P0120 og P0220, síðan er kvörtun líka sem er P1526 sá kóði vísar á þetta stykki og líka að kerfið sé komið í "haltrað heim" ham. (e. limp home mode) sem passar ágætlega því að hann er flakmáttlaus. Ég er búinn að opna annað kvikindið og það lítur ekki illa út, afstöðuskynjarinn í því mælist t.d í lagi.

Spurningin er þessi: þarf að calibrera vélartölvuna þegar skipt er um þetta stykki?
Allar hugmyndir eru vel þegnar, líka ef einhver lumar á viðgerðarmanual fyrir svona bíl. Mig vantar sárlega teikningar af kerfinu - annar súrefnisskynjarinn virðist skila random spennu í aflestri á tölvunni þó að hann mælist stöðugur með AVO mæli.




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá biturk » 17.aug 2014, 20:23

Prófaðu þá að skipta um vélartölvu, margtvsem bendir á hama víst tveir skynjarar sem mælast í lagi virka ekki
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá olei » 17.aug 2014, 20:33

biturk wrote:Prófaðu þá að skipta um vélartölvu, margtvsem bendir á hama víst tveir skynjarar sem mælast í lagi virka ekki

Ef ég hefði vélartölvu við hendina sem ég gæti prófað þá væri ég búinn að því, en hana hef ég ekki og þar sem ég hef engin frambærileg rök fyrir því að hún sé vandamálið þá kaupi ég hana ekki bara til að prófa.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá svarti sambo » 17.aug 2014, 20:41

Þegar skift er um mótstöðu í svona controli fyrir bátavélar, þá þarf að calibera það inn aftur. Þekki það ekki í bílunum, en geri ráð fyrir því, þar sem að mótstöðurnar eru örugglega ekki með sama viðnámi í botni eða hægagangi. Gæti líka trúað því að það sé samband á milli inngjafar og súrefnis-skynjara.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá olei » 17.aug 2014, 20:47

svarti sambo wrote:Þegar skift er um mótstöðu í svona controli fyrir bátavélar, þá þarf að calibera það inn aftur. Þekki það ekki í bílunum, en geri ráð fyrir því, þar sem að mótstöðurnar eru örugglega ekki með sama viðnámi í botni eða hægagangi.

Mig grunar að það sé allavega hluti af vandamálinu í þessum bíl, einhverjir bílar læra þó sjálfir á nýtt control, en líklega þarf einhver skilyrði til að það ferli fari fram. (taka af rafgeymi í x tíma og láta ganga hægagang í nokkrar mín eftir gangsetningu eða eitthvað slíkt)

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá svarti sambo » 17.aug 2014, 21:18

Ekki fjarri lagi í einhverjum tilfellum. En í bátavélunum, þarf maður að segja vélatölvunni gildin sem maður vill að hún vinni eftir og svo er hægt að setja þær í svokallað auto configuration, og þá testar vélatölvan alla nema. Það gæti verið að það borgaði sig að rjúfa allann straum í ca: 1-5min og sjá hvort að villukóðarnir komi aftur. Gæti verið að hún fari í auto configuration við að missa straum í x tíma.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá olei » 18.aug 2014, 00:30

Ég er búinn að taka af geyminum nokkrar ferðir og hreinsa kóðana út.

Var að opna seinna unitið og það leit fínt út eins og hið fyrra. TPS sensorinn í þeim mælist ekki eins, átta mig ekki á því hvort að það er innan skekkjumarka eða hvort að bilun er í öðru, fer yfir það síðar.

Félagar frá Kína ætla að senda mér skanna sem tengist við PC til að lesa kvikindið almennilega, þar til fer málið líklega á ís.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: electronic throttle control - rafstýrt inngjafaspjald

Postfrá svarti sambo » 18.aug 2014, 02:29

Miðað við það sem ég þekki í þessum efnum, þá tel ég líklegt að það sé kominn dauður punktur í færsluna á afstöðuskynjaranum. þá færðu villumeldingu á þetta. Getur verið í lagi að öðru leiti. þarft að viðnámsmæla alla færsluna rólega, og sjá hvort að þú fáir sambandrof á færslusviðinu. Stöðuskynjara þarf örugglega alltaf að calibera inn, vegna breytilegs viðnám á milli skynjara. Annars er ekki víst að búnaðurinn sem hann á að stýra, virki rétt. Hef alltaf þurft að segja tölvunni hvert viðnámið sé í fullri gjöf og hvert viðnámið sé í hægagangi. Það getur líka verið að þú þurfir að snúa þessu á ákveðið viðnámsgildi miðað við hægagang, og festa því þannig. Veit ekki hvernig þessi útfærsla er hjá þér. Getur líka notað peru til að sjá hvernig mótstaðan er að vinna, ef þetta er ekki að vinna á 0-5V. Verður þá allavega var við það, þegar að það slökknar á perunni, eða byrjar að blikka.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur