Pajero V6 3000 ofhitnar við átök
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 46
- Skráður: 08.des 2010, 10:26
- Fullt nafn: Jón Ragnarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Pajero V6 3000 ofhitnar við átök
Ég er með 1990 V6 3000 Pajero sem virkar vel fyrir utan eitt: Hann hitnar hef ég fer í eitthver smá átök. T.d. ef ég keyri í lausum sandi. Ég hélt fyrst að þetta væri stíflaður/ónýtur vatnskassi, en svo virðist sem hann sé í lagi. Gæti verið að það sé drulla í kerfinu eða kannski ónýt vatnsdæla?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Pajero V6 3000 ofhitnar við átök
Taktu vatnslásinn úr og prufaðu þannig, ert þá búinn að útiloka ef það sé hann.
Varðandi dæluna ef þú sérð í vatnið þá ætti að koma hreyfing á það ef lásinn er opinn, þá orðinn full heitur.
Bara passa sig þegar þú opnar svo þú fáir ekki gusuna í andlitið.
Hitar hann miðstöðina eðlilega ??
Varðandi dæluna ef þú sérð í vatnið þá ætti að koma hreyfing á það ef lásinn er opinn, þá orðinn full heitur.
Bara passa sig þegar þú opnar svo þú fáir ekki gusuna í andlitið.
Hitar hann miðstöðina eðlilega ??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 46
- Skráður: 08.des 2010, 10:26
- Fullt nafn: Jón Ragnarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Pajero V6 3000 ofhitnar við átök
Já, miðstöðin er fín. Og það er nýr vatnslás í honum.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Pajero V6 3000 ofhitnar við átök
jonr wrote:Já, miðstöðin er fín. Og það er nýr vatnslás í honum.
Er silikon vifta hjá þér? þær hafa bara sinn tíma eins og annað, stundum hægt að festa þær og prufa þannig.
Svo á gömlum bílum er gott að smúla út kerfið, endar oft með því að drulla fer að verða til leiðinda.
Nýr vatnlás ? hver var ástæðan fyrir að þú skiptir ? kanski óþarfa spurning, væntanlega vegna ofhitnunar.
Er þá örugglega réttur lás sem fór í ?
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Pajero V6 3000 ofhitnar við átök
jonr wrote:Já, miðstöðin er fín. Og það er nýr vatnslás í honum.
nýr vatnslás.... er þá ekki bara loft á kerfinu ?
annars er þetta orðinn ansi gamall bíll og einsog áður hefur komið fram, stíflaður vatnskassi, léleg dæla, snýr lásinn rétt, viftukúplingin léleg, vantar nokkuð trektina að viftu, er aukarafmagnsvifta og þá rofi, relay, öryggi og hún í lagi, er kælivökvinn nokkuð að hverfa, "kókómjólk" í kælivökva, ónýtt vatnskassalok o.fl.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir