Er búinn að vera í um 1 og hálft ár að velkjast um með þennan bíl og hvað ég á að gera við hann. Fékk hann upphaflega á sem svara 19.000 krónur og var hann þá búinn að standa hreyfingarlaus í fjölda ára. Ég eyddi svolitlum tíma í að græja hann fyrir skoðun og fékk hana en þá kom í ljós að framdrifið var ónýtt og það kostaði bara 50.000 að fá varahluti í ekk sterkara drif en dana 35. Datt ég þá niðurá hásingapar með hlutföllum og læsingum fyrir sama pening og ævintýrið hófst. Hér er svo niðurstaðan eða það sem verður líklega niðurstaðan. Bíllinn er að lang mestu leyti klár í breytingaskoðun. Þetta er ekki kirkja og þess vegna eyddi ég ekki miklum tíma í útlitið en reyndi að hafa innihaldið nothæft.
Kv. Vignir
