Er með árg. 2004 af Terracan ekinn 170þ. og held að millikassinn sé bilaður.
Bilunin er þannig að þegar ég keyri í 2H á yfir 70 kmh þá kemur bank eða högg undir bílnum, og nú er hann farinn að missa drif og mikið tannhjólabrak.
Þarf að setja í hlutlausann (sjálskiptur) eða jafnvel að stoppa til að fá hann aftur í drifið.
Þetta kemur ekki ef hann er líka í framhjóladrifinu 4H.
Millikassinn er Borg Warner 4424.
Kannast einhver við svona vandamál?
Millikassi í Terracan
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3
- Skráður: 24.júl 2014, 11:54
- Fullt nafn: Magnús Matthíasson
- Bíltegund: Terracan
Re: Millikassi í Terracan
Eða vita menn hvar maður getur látið yfirfara millikassann.
Kveðja Magnús
Kveðja Magnús
Re: Millikassi í Terracan
Eru það ekki helst Ljónsstaðir eða Stál og Stansar sem myndu finna út úr þessu hratt og örugglega?
Hljómar helst eins og rílur farnar á úttaksöxli, eða kúplingshjól(tennt hjól sem tengir á háa/lága) brotið.
En það er ómögulegt að segja hvað er farið fyrr en þetta er rifið í spað.
kv
G
Hljómar helst eins og rílur farnar á úttaksöxli, eða kúplingshjól(tennt hjól sem tengir á háa/lága) brotið.
En það er ómögulegt að segja hvað er farið fyrr en þetta er rifið í spað.
kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3
- Skráður: 24.júl 2014, 11:54
- Fullt nafn: Magnús Matthíasson
- Bíltegund: Terracan
Re: Millikassi í Terracan
Þakka þér upplýsingarnar Grímur, það er sennilega ekki annað gera en að rífa dýrið.
Kveðja Magnús
Kveðja Magnús
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir