cummins vs duramax
cummins vs duramax
er eitthver munur á þessum mótorum í þessum pallbílum í kringum 2000-2005-6 þá á eiðslu og bilunum,og svo á ram gmc og chervolet svona í heild.er ekki enhverjir sem þekkja þetta hér
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: cummins vs duramax
Duramax vélin kom fyrst 2001, en Cummins 5.9 miklu fyrr ( 1989 ). Á þessum tíma hefur verið búið að hreinsa "barnasjúkdómana" úr Cummins vélinni en í Duramaxinum voru fyrst í stað vandamál með spíssana og heddpakkningar.
Cummins vélin kom síðan með common-rail árið 2003 en Duramax hefur alltaf verið með svoleiðis kerfi.
Cummins vélin kom síðan með common-rail árið 2003 en Duramax hefur alltaf verið með svoleiðis kerfi.
Re: cummins vs duramax
ok en hvort fær maður sér þá chervolet eða ram sem alhliða vinnubíl ? Þarf að geta dregið á honum og sett einhverjar þyngdir á pallinn. Langar að vera laus við endalausar smá bilanir, er einhver árgerð sem ég ætti að horfa á frekar en aðrar? Hvernig hefur Common-rail kerfið virkað í Cummins vélunum? Það sem ég hef helst tekið eftir er að það virðist vera mun mynni hávaði í chervoletinum er það kanski eitthvað rugl í mér?
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: cummins vs duramax
Færð þér chevy ram bílar sem ég uef kynnst gera ekkert annað en að bila og vera til vandræða, rafkerfið er algert rusl í þeim til dæmis
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: cummins vs duramax
Miðað við notkunina sem þú ætlar fyrir þennan bíl, þá fengi ég mér 7,3L F350 eða 6,4L bílinn ekki 6,0L bílinn. 7,3L bílinn hefur endalaust tog og það er ekkert mál að fá eyðsluna niður. Þekki ekki hinar tegundirnar og hef ekki heyrt neitt annað en gott um 7,3L vélina. En eflaust hafa allir bílar sína galla.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: cummins vs duramax
Ram eða ford. Enda alvöru trukkar.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: cummins vs duramax
hvernig færðu eiðsluna niður á 7,3 fordinum
Re: cummins vs duramax
Mér finnst magnað þegar menn segja að einhver ein vél sé ónothæf.
Ég hef átt tvo 6.0 ford, pabbi 2004 ram með 5.9 cummins og keyrt alla þessa pikkupa. 7.3 ford fengi ég mér síst af þeim öllum til að draga vegna þess að mér leiðist skiptingin í þeim.
Bíllinn sem mér finnst skemmtilegast að draga á og nota er Ram.
Þú keyrir upp í svona 80 km/H og þar tekur hann lockupið og það er nánast alveg sama hvaða brekku þú býður honum, hann hangir í lockuppinu.
Hann er ekki alltaf að skipta sér eins og fordinn.
Ég hef ekki dregið þungt á chevrolet þannig ég hef ekki reynslu af því.
Allir þessir bílar hafa kosti og galla.
Ef ég væri að fá mér sterkan vinnubíl til að nota til að draga, þá væri það sennilega 6.0 ford eða ram með 5.9 cummins.
Við erum búin að eiga báðar tegundir í 4 ár hvor og ég skipti um heddpakkningar og eina hjólalegu í fordinum.
En í raminum var skipt um 4 hjólalegur alla spindla tvisvar og stýrisenda og fæðidælu.
Viðhaldið á fordinum er ódýrara vegna þess að ég tók heddpakkningarnar sjálfur.
6.0 ford er ekki eins slæmur og allir segja. Menn verða að átta sig á því að það er til þrefalt Meira af þessum bílum heldur en hinum tegundunum.
Ef þú passar að það vanti ekki vatn á fordinn þinn, þá halda heddpakkningarnar svo lengi sem þú settir ekki tölvukubb.
Hjólabúnaðurinn er sterkari í fordinum, það blæs ekki inn um hurðirnar á fordinum, en það blés alltaf inn með þeim á raminum efst, en er þó hægt að laga það.
6.0 fordinn fæst á góðu verði og er það ein enn ástæðan fyrir því að ég fengi mér hann frekar enn annað.
Þetta eru svona mínar hugdettur..
Ég hef átt tvo 6.0 ford, pabbi 2004 ram með 5.9 cummins og keyrt alla þessa pikkupa. 7.3 ford fengi ég mér síst af þeim öllum til að draga vegna þess að mér leiðist skiptingin í þeim.
Bíllinn sem mér finnst skemmtilegast að draga á og nota er Ram.
Þú keyrir upp í svona 80 km/H og þar tekur hann lockupið og það er nánast alveg sama hvaða brekku þú býður honum, hann hangir í lockuppinu.
Hann er ekki alltaf að skipta sér eins og fordinn.
Ég hef ekki dregið þungt á chevrolet þannig ég hef ekki reynslu af því.
Allir þessir bílar hafa kosti og galla.
Ef ég væri að fá mér sterkan vinnubíl til að nota til að draga, þá væri það sennilega 6.0 ford eða ram með 5.9 cummins.
Við erum búin að eiga báðar tegundir í 4 ár hvor og ég skipti um heddpakkningar og eina hjólalegu í fordinum.
En í raminum var skipt um 4 hjólalegur alla spindla tvisvar og stýrisenda og fæðidælu.
Viðhaldið á fordinum er ódýrara vegna þess að ég tók heddpakkningarnar sjálfur.
6.0 ford er ekki eins slæmur og allir segja. Menn verða að átta sig á því að það er til þrefalt Meira af þessum bílum heldur en hinum tegundunum.
Ef þú passar að það vanti ekki vatn á fordinn þinn, þá halda heddpakkningarnar svo lengi sem þú settir ekki tölvukubb.
Hjólabúnaðurinn er sterkari í fordinum, það blæs ekki inn um hurðirnar á fordinum, en það blés alltaf inn með þeim á raminum efst, en er þó hægt að laga það.
6.0 fordinn fæst á góðu verði og er það ein enn ástæðan fyrir því að ég fengi mér hann frekar enn annað.
Þetta eru svona mínar hugdettur..
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: cummins vs duramax
Við pabbi fengum einusinni ford 350 með 7.3 bíllinn var með dráttarstól og stórum vélarvagni. Hann var reyndar beinskiptur 5gíra og óð upp allar brekkur í 5.gír. Svo var þetta eins og sófasett að stija í. Hellvíti skemtileg græja og eyddi altaf 20.9 á hundraðið. Alveg sama hvort að hann vaar tómur eða ekki. Mér var sagt að 7.3 eyddi þessu altaf og það væri ekkert hægt að ná þeim niður í eyðslu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En eftir að hafa lesið könnun frá kana hreppi fyrir 5árum síðan kom raminn best út af Ford Chevy og Dodge.. Þetta hefur auðvitað alt sína kosti og galla sama hvað þetta heitir.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: cummins vs duramax
Þetta er eins og margt annað misjafnlega sterkt á mismunandi stöðum.
Cummins vélin í Dodge fær alltaf góða dóma en rafkerfið og allt í kringum framhjólin og stýri hefur reynst misjafnlega.
Ford 6.0 vélin var með slæma barnasjúkdóma sem tók tíma að strauja í burtu. En framhásingin er vinsæl, svo lengi sem menn stækka dekkin ekki yfir ca. 35-tommur.
Merkilegt nokk, þá hefur maður heyrt frekar lítið af reynslu af Chevy Duramax vélinni, en það er kannski bara af því að bílarnir eru færri hérlendis.
Cummins vélin í Dodge fær alltaf góða dóma en rafkerfið og allt í kringum framhjólin og stýri hefur reynst misjafnlega.
Ford 6.0 vélin var með slæma barnasjúkdóma sem tók tíma að strauja í burtu. En framhásingin er vinsæl, svo lengi sem menn stækka dekkin ekki yfir ca. 35-tommur.
Merkilegt nokk, þá hefur maður heyrt frekar lítið af reynslu af Chevy Duramax vélinni, en það er kannski bara af því að bílarnir eru færri hérlendis.
Re: cummins vs duramax
þeir sem ég hef verið að spurja um þessa bíla eru allir samála um að fordin eyði mun meira en ramin og chervoletin það er nú þess vegna sem ég var ekki með fordinn inn í þessu
Re: cummins vs duramax
Sælir
Það eru í rekstri á miðausturlandi ram af sverustu gerð og ford 350 með 6l mótor, báðir á 46" dekkjum og notaðir sambærilega af björgunarsveitum.
Munurinn á þeim er að í raminum er skiptingin búin að fara og í fordinum er mótorinn búinn að fara og eftir því sem mér skilst eru þetta veikar hliðar hvorrar tegundar fyrir sig.
Duramax vélin er fín, ég veit til þess að þær hafi bilað en venjulega er fyrir aftan hana skipting sem heitir Allison og er mjög góð. Þessir bílar eru framleiddir með klöfum að framan sem mér finnst ekki ásættanlegt (enda frekar að horfa á þetta sem jeppa).
Ef þú ert að fara í einhvern svaðalega þunga drætti eða burð er kannski beinskiptur Ram málið, eða bara láta verðmiðann ráða.
Kv Jón Garðar
Það eru í rekstri á miðausturlandi ram af sverustu gerð og ford 350 með 6l mótor, báðir á 46" dekkjum og notaðir sambærilega af björgunarsveitum.
Munurinn á þeim er að í raminum er skiptingin búin að fara og í fordinum er mótorinn búinn að fara og eftir því sem mér skilst eru þetta veikar hliðar hvorrar tegundar fyrir sig.
Duramax vélin er fín, ég veit til þess að þær hafi bilað en venjulega er fyrir aftan hana skipting sem heitir Allison og er mjög góð. Þessir bílar eru framleiddir með klöfum að framan sem mér finnst ekki ásættanlegt (enda frekar að horfa á þetta sem jeppa).
Ef þú ert að fara í einhvern svaðalega þunga drætti eða burð er kannski beinskiptur Ram málið, eða bara láta verðmiðann ráða.
Kv Jón Garðar
Re: cummins vs duramax
Ég er með F350 með 6.0L vélinni og lét skipta um headpakkningar og setja pinnbolta í leiðinni. Lét líka fjarlægja EGR búnaðinn og er með tölvukubb. Bíllinn eyðir 16-18L á langkeyrslu á 46" og tölvukubburinn lagar leiðindin með skiptinguna. Hangir í lockupi alveg niður í 1200 sn.
Hef keyrt hann núna 60.000km á fjöllum, ýmist á 46 eða 41" dekkjum sem er skít sæmilegt þolpróf.
Hef enga reynslu af Dodge að neinu viti en finnst innanrýmið leiðinlegra og bíllinn sjálfur allt of dýr.
Get hinsvegar miðlað reynslusögu annars sem var með nýrri cummings vélinni með common rail og sá kvartaði yfir eyðslu þegar búið væri að hlaða bílinn. Hann var með dót á pallinum og 2-3tonna kerru og var að tala um 40+ innanbæjar. Get samt ekki selt þetta dýrara en ég keypti það.
Ford 6.0 er ódýr og vanmetin í honum vélin. Þarf vissulega að yfirfara þekkta ágalla en þegar það er búið ætti vélin bara að vera fín.
Kv. Ívar
Hef keyrt hann núna 60.000km á fjöllum, ýmist á 46 eða 41" dekkjum sem er skít sæmilegt þolpróf.
Hef enga reynslu af Dodge að neinu viti en finnst innanrýmið leiðinlegra og bíllinn sjálfur allt of dýr.
Get hinsvegar miðlað reynslusögu annars sem var með nýrri cummings vélinni með common rail og sá kvartaði yfir eyðslu þegar búið væri að hlaða bílinn. Hann var með dót á pallinum og 2-3tonna kerru og var að tala um 40+ innanbæjar. Get samt ekki selt þetta dýrara en ég keypti það.
Ford 6.0 er ódýr og vanmetin í honum vélin. Þarf vissulega að yfirfara þekkta ágalla en þegar það er búið ætti vélin bara að vera fín.
Kv. Ívar
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: cummins vs duramax
Á stæðan fyrir því að ég er ekki hrifinn af 6L mótorinum, er þetta heddpakkningarvesen. Það eru of fáir heddboltar í kringum hvert gat, og þó svo að menn setji pinnbolta, aftengi EGR- ið o.s.fr. og herði þetta í drasl, þá er þessi veikleiki alltaf til staðar. Hef líka heyrt að menn séu ekki að ná eyðslunni niður fyrir 16L í spar akstri án kubbs. Því miður, þá þola þessar vélar eiginlega ekki kubb, vegna veikleika sinnar. Fyrir þann aðila sem lendir í því að þurfa að skifta um heddpakkningu og þurfa að láta gera það á verkstæði, þá erum við að tala um pakka uppá 7-800 þús, eftir minni bestu vitund. Varðandi 7,3L vélina, eftir t.d. 1999, þá er hún að eyða ca: 18-20L án kubbs og getur látið hana fara niður í 15-16L í sparakstri, En með kubb 12-13L, og ekki sparaksri. sem mér finnst persónulega ekki vera nein eyðsla á tæplega fjögurratonna flykki. Ég þekki svo sem ekki eyðsluna á hinum tegundunum, en það er mín persónulega skoðun, að 7,3L vélin finni minnst fyrir öllum þyngdaraukningum og ætti að eyða minnst, þegar kemur að drætti eða vera með hlass á palli. Ég hef ekki orðið var við það að 4R100 skiftingin, sé í því að skifta sér í brekkum með hlass, nema að menn séu með overdrive-ið á, og það er bara til að grilla skiftinguna. Allavega var hún ekki að því hjá mér, með 6 tonna hlass í eftirdragi, og það voru brekkur á leiðinni. Held reyndar að það fari líka svolítið eftir því, hversu grófir menn eru á pinnanum. Allavega á þjóðvegum landsins, virðist maður verða meira var við Ford + hlass, heldur en hinar tegundirnar, hver svo sem skýringin er á því. Held að það sé allavega ekki vegna þess að menn hafi svo gaman að því að styrkja olíufélögin. Hef enga skoðun á því, hvað sé best. Stundum finnst manni þetta bara vera trúarbrögð, hvað sé best hverju sinni.
Síðast breytt af svarti sambo þann 23.júl 2014, 13:35, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni
Re: cummins vs duramax
Sælir
Það er bara ekkert ásættanlegt að svona vélar klikki fyrr en eftir amk. fyrstu 200.000 kílómetrana, alveg sama hvað þær heita.
Kv Jón Garðar
Það er bara ekkert ásættanlegt að svona vélar klikki fyrr en eftir amk. fyrstu 200.000 kílómetrana, alveg sama hvað þær heita.
Kv Jón Garðar
Re: cummins vs duramax
Var nú einmitt búinn að heyra að það væri hægt að halda Raminum og Chervoletinum í 14l í langkeyrslu. Það er nú þessvegna sem ég var ekki með fordin inní þessum þræði. Persónulega finnst mér Fordinn fallegri og meira í hann lagt að innan, ég var nú samnt að horfa meira á 2500 bíl eða f250 er mikil munur á burðar og dráttargetu á þeim ? og svo 3500 bílnum? Og þola þessar 7,3 lítra vélar að vera með tölvukub alltaf? Er sama hvaðan hann er tekinn og hver setur vélina upp með honum ? Ég ætla ekki að breita bílnum enn vill geta notað hann á svona þessu helstu slóða ef manni ditti nú í hug að fara eitthverja sumar ferð.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: cummins vs duramax
Nú veit ég ekki muninn á burðargetu milli bíla nákvæmlega, en það hlýtur að vera hægt að gúggla það, eða fá uppgefið hjá t.d. umferðastofu. Ég veit ekki hvort að 3500 bíllinn megi vera yfir 6 tonn í heildarþunga, en F350 má fara yfir það, sem þýðir að hann má vera skráður sem VSK-bíll á bláum númerum, eða sem vörubíll. Það er að mig minnir, mun haghvæmara að hafa hann skráðan sem slíkan, varðandi t.d. bifreiðagjöld. Mig minnir að sá verðflokkur sé lægri per kg. Varðandi tölvukubb í 7,3L vélina. Þá fékk ég mér CTS-kubb frá Edge, og hann kemur uppsettur og hann er bara plug and play. Mér leist best á hann, þegar að ég var að skoða þetta, en eflaust eru til margir góðir kubbar. Þú getur skoðað hann hér. http://www.edgeproducts.com/product.php?pk=124&pvk=347
Svo fékk ég mér bakkmyndavél við hann, svona til þæginda, fyrir dráttarkúluna. Hann er alltaf í sambandi og virkur, Síðan er hægt að uppfæra hann í gegnum netið, ef þess þarf.
Svo fékk ég mér bakkmyndavél við hann, svona til þæginda, fyrir dráttarkúluna. Hann er alltaf í sambandi og virkur, Síðan er hægt að uppfæra hann í gegnum netið, ef þess þarf.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 104
- Skráður: 17.okt 2011, 21:36
- Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
- Staðsetning: Vestfirðir
Re: cummins vs duramax
Ég á einn ram 2500 árg 06, búinn að eiga hann í að verða 2 ár og hann er að eyða í kringum 13 undir sjálfum sér á eyðslumæli fer niður í 11 - 12 ef keyrt er undir 90 - 100, ef ég er eitthvað á honum í bænum þá er hann voða oft í svona 16 - 17 lítrum innanbæjar ekki í neinum sparakstri. Það fór í honum fæðidælan fyrir common railið en það er það eina sem hefur klikkað í honum í minni eigu ekkert verið vesen á hjólabúnaði í honum.
If in doubt go flat out
Re: cummins vs duramax
Síðan hvenær er heddpakkningavandamál í Duramax? Það var eitthvað spíssavandamál en það er lítið mál að laga það, og sá einn halda því fram að það væri meira lagt í Fordinn ég held að hann ætti að skoða þetta betur,
00 Patrol 38"
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: cummins vs duramax
Geir-H wrote:Síðan hvenær er heddpakkningavandamál í Duramax? Það var eitthvað spíssavandamál en það er lítið mál að laga það, og sá einn halda því fram að það væri meira lagt í Fordinn ég held að hann ætti að skoða þetta betur,
Veit ekki til þess að nokkur hafi verið að tala um heddpakkningarvandamál í Duramax. Það var í 6L ford (Nalli). Veit ekkert um mismun á gæðum bílana, annað en að ég hef oft heyrt að Fordinn sé rýmstur að innan, miðað við fjögurra dyra bílinn.
Fer það á þrjóskunni
Re: cummins vs duramax
jongud wrote:Duramax vélin kom fyrst 2001, en Cummins 5.9 miklu fyrr ( 1989 ). Á þessum tíma hefur verið búið að hreinsa "barnasjúkdómana" úr Cummins vélinni en í Duramaxinum voru fyrst í stað vandamál með spíssana og heddpakkningar.
Cummins vélin kom síðan með common-rail árið 2003 en Duramax hefur alltaf verið með svoleiðis kerfi.
????????
00 Patrol 38"
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: cummins vs duramax
Geir-H wrote:jongud wrote:Duramax vélin kom fyrst 2001, en Cummins 5.9 miklu fyrr ( 1989 ). Á þessum tíma hefur verið búið að hreinsa "barnasjúkdómana" úr Cummins vélinni en í Duramaxinum voru fyrst í stað vandamál með spíssana og heddpakkningar.
Cummins vélin kom síðan með common-rail árið 2003 en Duramax hefur alltaf verið með svoleiðis kerfi.
????????
Ok.
Fór fram hjá mér eða búinn að gleyma þessu.
Fer það á þrjóskunni
Re: cummins vs duramax
Gott að menn eru almennt sammála:)
Re: cummins vs duramax
ég var mikið á pikkum á tímabili, átti reyndar ekki bílana en leigði þá í mislanga tíma. þ.a.m voru 3 6.0l fordar. cummins ram, og reyndar bensínramar, hef líka keyrt 7.3l ford töluvert, 02 bíl með 7.3l með common rail,
fyrir utan barnagallana í 6.0l þá tæki ég hana alltaf framyfir 7.3l, eftir að hafa verið á 6l bíl fannst mér 7.3l minna mig á gamla 6.9l econoline-inn sem ég átti, fullt af hávaða og takmarkað afl.
á þeim tíma fýlaði ég ekki cummins, mér fannst hann hljóma eins og bedford m.v 6.0l fordinn, ég hef reyndar tekið eftir að þetta álit mitt hefur breyst, en þetta fannst mér þá. það var hinsvegar annað mál að cummins bíllinn var raunverulega aflmeiri en fordinn, tómir sem og með kerrur.
duramax-inn hef ég enga reynslu af í bíl sem ég nota til einhvers tíma. því miður.
en ég fýlaði mig alltaf best á ford. og fannst bestu bilarnir til að nota vera F250 með löngu húsi og stuttum palli, var á slíkum 05 árgerðini með gormum að framan og ég dáði þann bíl. hinir tveir voru báðir f350 á tvöfölldu, annar alveg langur og hinn í sömu lengd og f250 bíllinn, stutti dually var eiginlega full stífur að aftan, tómur í innanbæjar notkun skoppaði hann dáldið að aftan og var mjög klossaður þegar það kom af því að "manúvera" honum, langi f350 dually bíllinn var þvílík testasteronbomba, ein mannsævi á lengd með spoiler á pallinum og ljósaseríu allann hringinn, hann skoppaði ekki jafn mikið og sá stutti en var orðinn gríðarlega stór og mikill, sem ég fýlaði
sá bíl hafði mestan part starfsævinnar verið í að bera og draga hluti sem voru ekki í neinu samhengi við uppgefnar hámarkstölur bílsins, og hann hafði alveg verið til friðs, sá bíll var gjörsamlega orginal, engir kubbar, og ekki mikið spyrneri, bara þungur dráttur og burður trekk í trekk.
fyrir utan barnagallana í 6.0l þá tæki ég hana alltaf framyfir 7.3l, eftir að hafa verið á 6l bíl fannst mér 7.3l minna mig á gamla 6.9l econoline-inn sem ég átti, fullt af hávaða og takmarkað afl.
á þeim tíma fýlaði ég ekki cummins, mér fannst hann hljóma eins og bedford m.v 6.0l fordinn, ég hef reyndar tekið eftir að þetta álit mitt hefur breyst, en þetta fannst mér þá. það var hinsvegar annað mál að cummins bíllinn var raunverulega aflmeiri en fordinn, tómir sem og með kerrur.
duramax-inn hef ég enga reynslu af í bíl sem ég nota til einhvers tíma. því miður.
en ég fýlaði mig alltaf best á ford. og fannst bestu bilarnir til að nota vera F250 með löngu húsi og stuttum palli, var á slíkum 05 árgerðini með gormum að framan og ég dáði þann bíl. hinir tveir voru báðir f350 á tvöfölldu, annar alveg langur og hinn í sömu lengd og f250 bíllinn, stutti dually var eiginlega full stífur að aftan, tómur í innanbæjar notkun skoppaði hann dáldið að aftan og var mjög klossaður þegar það kom af því að "manúvera" honum, langi f350 dually bíllinn var þvílík testasteronbomba, ein mannsævi á lengd með spoiler á pallinum og ljósaseríu allann hringinn, hann skoppaði ekki jafn mikið og sá stutti en var orðinn gríðarlega stór og mikill, sem ég fýlaði
sá bíl hafði mestan part starfsævinnar verið í að bera og draga hluti sem voru ekki í neinu samhengi við uppgefnar hámarkstölur bílsins, og hann hafði alveg verið til friðs, sá bíll var gjörsamlega orginal, engir kubbar, og ekki mikið spyrneri, bara þungur dráttur og burður trekk í trekk.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: cummins vs duramax
Ég tel að það sé best fyrir upphafsmann að skoða alla þessa þrjár týpur og taka ákvörðun út frá því hvernig hann fílar bílana, þetta eru að mörgu leyti bílar sem erfitt er að bera saman, svipað og Benz og BMW.
Hef sjálfur átt GMC með Duramax og mæli allan daginn með slíkum bíl, sá var 2003 árg og var eitthvað með spíssavandamál, enn mér skilst að 2004 og uppúr sé að mestu laus við þau vandamál, enn ætla þó ekki að sverja fyrir það. Enn þetta er albesti alhliða bíll sem ég hef átt, sé alltaf eftir að hafa selt hann. Það var sama hvaða bíl maður ók meðan maður átti hann allt laut í lægra haldi, minnisstæðast er þegar ég fór í Toyota og skoðaði að setja hann uppí 100 cruiser, sú pæling rann fljótt út í sandinn eftir að hafa ekið slíku landbúnaðartæki. Slíkur bíll hafði nákvæmlega ekkert framyfir nema að vera e.t.v. hentugri sem frúarbíll.
Fordinn er mjög skemmtilegur með 6l vélinni, enn aftur á móti ólíkur GMC-num að mörgu leyti. Fordinn er miklu meiri trukkur, sem hefur að vísu sinn sjarma líka.
Dodge-inn þekki ég minnst, enn að setjast uppí slíkan bíl er engan veginn á pari við gemsann, innrétting og íburður er mörgum klössum ofar í gemmsanum. Enn Dodge-inn er sjálfsagt fínasta vinnutæki þó ég hefði ekki áhuga á slíkum sem alhliða bíl.
Ef að ég færi í svona pick-up aftur þá væri óskabíllinn GMC Duramax, enn þar sem þeir eru á svívirðilegum verðum jafnvel hundgamlir þá er Ford-inn raunhæfari kostur. Enn ég fer ekki ofan að því að gemsinn er frábær alhliða bíll, eins er hann aðeins minni enn Fordinn sem gerir hann þægilegri þegar leggja í stæði í kringlunni og miðbænum.
Hef sjálfur átt GMC með Duramax og mæli allan daginn með slíkum bíl, sá var 2003 árg og var eitthvað með spíssavandamál, enn mér skilst að 2004 og uppúr sé að mestu laus við þau vandamál, enn ætla þó ekki að sverja fyrir það. Enn þetta er albesti alhliða bíll sem ég hef átt, sé alltaf eftir að hafa selt hann. Það var sama hvaða bíl maður ók meðan maður átti hann allt laut í lægra haldi, minnisstæðast er þegar ég fór í Toyota og skoðaði að setja hann uppí 100 cruiser, sú pæling rann fljótt út í sandinn eftir að hafa ekið slíku landbúnaðartæki. Slíkur bíll hafði nákvæmlega ekkert framyfir nema að vera e.t.v. hentugri sem frúarbíll.
Fordinn er mjög skemmtilegur með 6l vélinni, enn aftur á móti ólíkur GMC-num að mörgu leyti. Fordinn er miklu meiri trukkur, sem hefur að vísu sinn sjarma líka.
Dodge-inn þekki ég minnst, enn að setjast uppí slíkan bíl er engan veginn á pari við gemsann, innrétting og íburður er mörgum klössum ofar í gemmsanum. Enn Dodge-inn er sjálfsagt fínasta vinnutæki þó ég hefði ekki áhuga á slíkum sem alhliða bíl.
Ef að ég færi í svona pick-up aftur þá væri óskabíllinn GMC Duramax, enn þar sem þeir eru á svívirðilegum verðum jafnvel hundgamlir þá er Ford-inn raunhæfari kostur. Enn ég fer ekki ofan að því að gemsinn er frábær alhliða bíll, eins er hann aðeins minni enn Fordinn sem gerir hann þægilegri þegar leggja í stæði í kringlunni og miðbænum.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: cummins vs duramax
Get verið sammála því að 6L vélin er sprækari en 7,3L vélin, enda 100 hö stærri, þegar að þær eru báðar orginal. Bara önnur raiting á 6L vélinni. En þegar að þær eru jafn stórar í hö. þá kysi ég frekar 7,3L.
Fer það á þrjóskunni
Re: cummins vs duramax
Þorsteinn wrote:Mér finnst magnað þegar menn segja að einhver ein vél sé ónothæf.
Ég hef átt tvo 6.0 ford, pabbi 2004 ram með 5.9 cummins og keyrt alla þessa pikkupa. 7.3 ford fengi ég mér síst af þeim öllum til að draga vegna þess að mér leiðist skiptingin í þeim.
Bíllinn sem mér finnst skemmtilegast að draga á og nota er Ram.
Þú keyrir upp í svona 80 km/H og þar tekur hann lockupið og það er nánast alveg sama hvaða brekku þú býður honum, hann hangir í lockuppinu.
Hann er ekki alltaf að skipta sér eins og fordinn.
Ég hef ekki dregið þungt á chevrolet þannig ég hef ekki reynslu af því.
Allir þessir bílar hafa kosti og galla.
Ef ég væri að fá mér sterkan vinnubíl til að nota til að draga, þá væri það sennilega 6.0 ford eða ram með 5.9 cummins.
Við erum búin að eiga báðar tegundir í 4 ár hvor og ég skipti um heddpakkningar og eina hjólalegu í fordinum.
En í raminum var skipt um 4 hjólalegur alla spindla tvisvar og stýrisenda og fæðidælu.
Viðhaldið á fordinum er ódýrara vegna þess að ég tók heddpakkningarnar sjálfur.
6.0 ford er ekki eins slæmur og allir segja. Menn verða að átta sig á því að það er til þrefalt Meira af þessum bílum heldur en hinum tegundunum.
Ef þú passar að það vanti ekki vatn á fordinn þinn, þá halda heddpakkningarnar svo lengi sem þú settir ekki tölvukubb.
Hjólabúnaðurinn er sterkari í fordinum, það blæs ekki inn um hurðirnar á fordinum, en það blés alltaf inn með þeim á raminum efst, en er þó hægt að laga það.
6.0 fordinn fæst á góðu verði og er það ein enn ástæðan fyrir því að ég fengi mér hann frekar enn annað.
Þetta eru svona mínar hugdettur..
Ég biðst forláts að ryðjast svona inná annara manna þráð en Þorsteinn þú segir að það sé hægt að laga blásturinn með hurðunum á Raminum. Minn ágæti Ram er svona einsog tjald með biluðum rennilás og lagast lítið þó maður reyni að stilla hurðirnar þéttari. Hann er extracab með hálfhurðum að aftan, áttu einhverjar nothafar lausnir annað en vefja segli utanum boddýið
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur