Eru einhverjir hér á spjallinu sem þekkja til Hyundai H1/Starex sem ferðabíla? Þá er ég að hugsa um 4x4 útfærsluna, eru þetta jálkar eða þokkalegir akstursbílar? Sé að ný dísilvél kemur í þeim 2003, er hún frekari á eldsneytið en sú eldri, alla vega fara hestöflin úr 80/100 í 140 við þá vél en rúmtakið það sama. Fróðlegt væri að fá einhverja mola um þetta.
ÞB.
Hyundai H1 sem ferðabíll
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
Smári veit allt um þessa bíla - ég talaði við hann þegar ég keypti minn 2004 árgerð fyrir ári. Þetta eru snilldarbílar að mörgu leyti, kemur 31" undir nánast án breytinga og þeir standa vel undir því sem ætlast má til að slíkir bílar fari.
Ég hef ekkert útá aksturseiginleika að setja og fínt að ferðast í þeim. 140 hestafla vélinni má halda innan við 10l/100km með sparakstri - minn liggur í 11 með farangursboxi. Þú vilt ekki minni vélina í ferðabíl.
Við erum með barn og hunda, skilyrðið var því 4 captain stólar uppá gólfplássið og aðgengi, bekkurinn úr afturí og pallur smíðaður í staðinn, hefur þannig staðið undir væntingum í ferðalögum.
Ég hef ekkert útá aksturseiginleika að setja og fínt að ferðast í þeim. 140 hestafla vélinni má halda innan við 10l/100km með sparakstri - minn liggur í 11 með farangursboxi. Þú vilt ekki minni vélina í ferðabíl.
Við erum með barn og hunda, skilyrðið var því 4 captain stólar uppá gólfplássið og aðgengi, bekkurinn úr afturí og pallur smíðaður í staðinn, hefur þannig staðið undir væntingum í ferðalögum.
Fór ekki fyrstur yfir jöklana 3 á 35" Hilux - en keypti mér einn slíkan sama ár.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.
Hef síðan farið flestallt sem fært er á hálendinu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
Takk fyrir upplýsingarnar Björgvin, ég held ég reyni að verða mér úti um 2003 eða yngra, máttlaus bíll í langferðum er óskemmtileg reynsla.
K.
ÞB
K.
ÞB
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
Smá viðbótarspurning: Er sama blokk notuð í common rail-vélinni og þeirri eldri? Væri sem sagt hægt að setja nýrri vélina beint í eldra módelið?
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
Ég hef verið að nota svona bíla í vinnunni síðust 10 árin og lagt að baki nokkur hundruð þúsund kílómetra á þeim og þeir hafa alveg staðið undir væntingum og rúmlega það. Eins og þú sagðir kom ný vél 2003 og mæli ég ekki með að kaupa eldri bíl en það því þessar vélar eru eins og dagur og nótt hvað afl og áreiðanleika varðar. Eldri bílarnir hafa verið með hedd og gírkassavandamál sem ég hef verið alveg laus við. Það eina sem ég hef verið að lenda í umfram eðlilegt viðhald er að spíssarnir eru að gefa sig á 150-200.000 km fresti, en það er lítið mál að skipta um þá. Mér finnst Common rail vélin sem kemur í þeim 2003 alveg frábær og kemur hún bílnum hjá mér alveg átakalaust áfram þó hann sé alltaf um 2,5 tonn og á 33" dekkjum sem er mikill munur þegar verið í langferðum. Mér finnst mjög gott að keyra bílinn og er maður alveg óþreittur þó maður keyri stundum 3-500 km dag eftir dag. Það eina sem ég get sett út á aksturseiginleikana er að hann mætti vera stöðugri á þvottabrettum. Höldur flutti inn talsvert af svona 2005 bílum og mæli ég ekki með að þú kaupir svoleiðis bíl því þeir virðast ryðga mjög mikið. Það er eins og þeir hafi ekki fengið sömu meðhöndlun og umboðsbílarnir. Það má þekkja þá á öðru vísi grilli, eru 9 manna, dúkur á gólfum og loftkæling. Það er ekki sama blokk í þessum vélum og ég hef ekkert skoðað hvort common rail vélin passar á eldri gírkassana, enda held ég það sé ekki spennandi kostur þar sem vel er hægt að fá 2003 og yngri bílana á góðu verði.
Kv. Smári
Kv. Smári
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
Takk fyrir þessar fínu upplýsingar Smári, held að ég hafi loks hitt á rétta bílinn, er örugglega upplagður fyrir hverskonar ferðir sumar eða vetur. Hef verið að skoða hinar og þessar tegundir og týpur undanfarna mánuði, nú er bara að sjá hvort maður hittir á gott eintak.
Kv.
Þorvaldur.
Kv.
Þorvaldur.
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
Er með svona bíl, reyndar gamlan og kraftlausann :) , en þetta eru snilldar ferðabílar en ókostirnir eru aðalega að þegar öll sætin eru í notkun er afskaplega lítið farangurspláss og svo tekur hann aðeins í þegar það er mikið rok. En mæli með 2003 eða yngri bíl
-
- Innlegg: 130
- Skráður: 31.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
- Staðsetning: skagafjörður
Re: Hyundai H1 sem ferðabíll
finnst minn alveg ömurlegur á möl útum allt þarf alltaf að læðast ef það séu holur eða þvottabretti þótt maður mýkir í dekkjunum. Er með eldri vélina og hann eyðir eins og anskotin búin að skipta um hitt og þetta fæ hann ekki undir 13L á langkeirslu. Hefur einhver prófað að taka balansstangirnar úr svona bíl?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur