Dekkjaskurður


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Dekkjaskurður

Postfrá Steini H » 28.jún 2014, 00:39

Sælir þessir hnífar sem notaðir eru til að skera í dekk hvað þýða stærðirnar á þeim ? er þetta dýpt eða breidd ?
Dæmi #12 = 0,725" er þá verið að tala um að hann sker svona djúpt eða eða breitt?
Langar að panta svona skera og hnífa með.
Með fyrirfram þökk




villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Dekkjaskurður

Postfrá villi58 » 28.jún 2014, 00:47

Breidd.


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: Dekkjaskurður

Postfrá Steini H » 28.jún 2014, 11:13

Takk fyrir svarið en hvað hafa menn verið að nota hér breiðan hníf ?


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Dekkjaskurður

Postfrá villi58 » 28.jún 2014, 12:22

Steini H wrote:Takk fyrir svarið en hvað hafa menn verið að nota hér breiðan hníf ?

Farðu á síðuna hjá Summit.com og skoðaðu hnífana þar, í mínum hníf eru blöðin og hausarnir sem festa blöðin merkt 1. 2. 3. 4. þar getur þú borið saman merkinguna á á hnífnum sem þú varst að skoða og Summit hnífunum.
Skurður fer oft eftir því hvernig munstur er fyrir en allur gangur á breydd og dýpt.
Settu inn mynd af hnífnum ef þú getur og úrvalið af blöðum, auðveldar svör.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Dekkjaskurður

Postfrá villi58 » 28.jún 2014, 13:33

Gekk ekkert sérlega vel að finna hnífana hjá Summit en kom þó, : Hoosier Heated Tire Groovers.
Þarna er úrvalið hjá þeim svona til viðmiðunar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur