(Þar sem dekkjakaup teljast stærri aðgerðir...)
Nú um mánaðamótin gengur í gildi fríversunarsamningur milli Kína og Íslands. Þetta þýðir að tollar á hjólbörðum lækka (úr 10% niður í ekki neitt).
Þar sem AT405 dekkin eru framleidd í Kína ætti verð á þeim að lækka umtalsvert, og hvet ég alla til að hafa augun opin og fylgjast með verðinu.
AT405 - verð
Re: AT405 - verð
Þetta tekur bara til skipa sem sigla beint frá kína ég held nú að AT-Dekkin komi nú við í rottedam eða álíka
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: AT405 - verð
creative wrote:Þetta tekur bara til skipa sem sigla beint frá kína ég held nú að AT-Dekkin komi nú við í rottedam eða álíka
Hverju ætti það að breyta þó skipið komi við í Rottedam ? lélegur samningur ef skip mega ekki koma við til að taka vistir. Hvaða skip sigla bara beint til Íslands án viðkomu ??
Re: AT405 - verð
Ætli allir gámar sem koma á land í Rotterdam séu tollafgreiddir inn og út úr evrópusvæðinu?
Þá er þessi fríverslunarsamningur ekki mikils virði...hvað með póst sem kemur nánast alls staðar við á leiðinni?
Er þetta ekki einhver della?
Þá er þessi fríverslunarsamningur ekki mikils virði...hvað með póst sem kemur nánast alls staðar við á leiðinni?
Er þetta ekki einhver della?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: AT405 - verð
Án þess að vita það, ég get mér þess bara til að umskipunarhafnir eins og sundahöfn, rotterdam og slíkar afgirtar hafnir séu allar duty-free, svipað og navy base við keflavík var amerískt "landsvæði", eða hvernig á að orða það.
" upprunareglur samngsins kveða á um að vara glati rétti til fríðindameðferðar hafi hún verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis en sé vara eingöngu í umflutningi undir tolleftirliti glatast réttindi ekki. Verulegur hluti af viðskiptum við Kína hefur umkomu í öðru landi á leið sinni til Íslands þó ekki sé vitað hve hátt hlutfall varnings er tollafgreiddur í viðkomulandinu né hversu hátt hlutfall fari í gegnum viðkomuland undir tolleftirliti."
Ég skil þetta ekki alveg, ekki vitað hversu mikið er tollafgreitt annarstaðar? Væntanlega eru póstsendingar, hvort sem það er með almennum bréfpósti (hin almenna bögglasending) eða gámavara, td dekk, tollagreidd á mörgum viðkomustöðum?
Nánar um þetta hér
http://www.utanrikisraduneyti.is/samnin ... ar-og-svor
" upprunareglur samngsins kveða á um að vara glati rétti til fríðindameðferðar hafi hún verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis en sé vara eingöngu í umflutningi undir tolleftirliti glatast réttindi ekki. Verulegur hluti af viðskiptum við Kína hefur umkomu í öðru landi á leið sinni til Íslands þó ekki sé vitað hve hátt hlutfall varnings er tollafgreiddur í viðkomulandinu né hversu hátt hlutfall fari í gegnum viðkomuland undir tolleftirliti."
Ég skil þetta ekki alveg, ekki vitað hversu mikið er tollafgreitt annarstaðar? Væntanlega eru póstsendingar, hvort sem það er með almennum bréfpósti (hin almenna bögglasending) eða gámavara, td dekk, tollagreidd á mörgum viðkomustöðum?
Nánar um þetta hér
http://www.utanrikisraduneyti.is/samnin ... ar-og-svor
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: AT405 - verð
Það græðir örugglega einhver annar á þessu en kaupendur.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: AT405 - verð
Það er regla sem gildir oftast, ekki kaupandinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: AT405 - verð
Rotterdam er (eins og fleiri hafnir) tollfrjáls umskipunarhöfn og gámar eru fyrst tollafgreiddir þegar þeir koma hingað til lands. Eitt af því fáa sem þarlend yfirvöld skipta sér af eru gámar með hvalkjöti, annars fer flestallt þar í gegn óhindrað.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: AT405 - verð
Ég myndi ekki láta mér bregða þó að það hækkaði um smá klink.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: AT405 - verð
Varan sem fríverslunarsamningurinn gildir fyrir þarf að vera útskipað frá Kína eftir 01.07.14 og viðkomuhafnir skipta engu máli, nánast öllum gámum sem er skipað til Íslands koma við í Rotterdam og þaðan til Íslands.
Einnig þarf að vera til staðar upprunavottorð og tilskilin réttindi hjá þeim sem sendir vöruna til Íslands.
Sjá fréttabréf frá einu flutningafélaginu;
"Nú hefur lagalegri málsmeðferð fríverslunarsamnings Íslands og Kína verið lokið og mun samningurinn taka gildi 1. júlí næstkomandi.
ATH. að þetta gildir bara fyrir vörur sem eru fluttar frá Kína eftir 1.júlí, ekki er nóg að varan komi til Íslands eftir 1.júlí.
Fríverslunarsamningur við Kína er nokkuð ólíkur því sem við eigum annars að venjast að því leiti að yfirlýsing um uppruna er á sér blaði sem fylgja skal vörureikningi fyrir vöruna.
Einungis viðurkenndum útflytjendum sem fengið hafa tilskilið leyfi tollyfirvalda og leyfisnúmer því tengdu er heimilt að gefa út slíkar yfirlýsingar, sjá form í viðhengi (upprunayfirlýsing).
Þá þarf að sjálfsögðu einnig að fylgja vörunni upprunavottorð eins og við þekkjum það, sjá viðhengi.
Sjá samantekt um samninginn í viðhengi og fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu hér : http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8087
"
Einnig þarf að vera til staðar upprunavottorð og tilskilin réttindi hjá þeim sem sendir vöruna til Íslands.
Sjá fréttabréf frá einu flutningafélaginu;
"Nú hefur lagalegri málsmeðferð fríverslunarsamnings Íslands og Kína verið lokið og mun samningurinn taka gildi 1. júlí næstkomandi.
ATH. að þetta gildir bara fyrir vörur sem eru fluttar frá Kína eftir 1.júlí, ekki er nóg að varan komi til Íslands eftir 1.júlí.
Fríverslunarsamningur við Kína er nokkuð ólíkur því sem við eigum annars að venjast að því leiti að yfirlýsing um uppruna er á sér blaði sem fylgja skal vörureikningi fyrir vöruna.
Einungis viðurkenndum útflytjendum sem fengið hafa tilskilið leyfi tollyfirvalda og leyfisnúmer því tengdu er heimilt að gefa út slíkar yfirlýsingar, sjá form í viðhengi (upprunayfirlýsing).
Þá þarf að sjálfsögðu einnig að fylgja vörunni upprunavottorð eins og við þekkjum það, sjá viðhengi.
Sjá samantekt um samninginn í viðhengi og fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu hér : http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8087
"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: AT405 - verð
Fáránlegur pappírsvesensandskoti! Þetta er greinilega gert til að hindra almenna póstverslun almennings frá Kína en mylja undir verslunarelítuna.
Re: AT405 - verð
Það er víst undanþága frá þessu pappírsveseni fyrir sendingar innan við $600.
Tollurinn hefur sennilega ekki haft áhuga á að taka 5000 pakka á mánuði frá AliExpress með svona pappírum í gegn....
Tollurinn hefur sennilega ekki haft áhuga á að taka 5000 pakka á mánuði frá AliExpress með svona pappírum í gegn....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: AT405 - verð
grimur wrote:Það er víst undanþága frá þessu pappírsveseni fyrir sendingar innan við $600.
Tollurinn hefur sennilega ekki haft áhuga á að taka 5000 pakka á mánuði frá AliExpress með svona pappírum í gegn....
Ég var að reyna að leita að þeirri undanþágu en fann ekki. Hvar sástu þetta?
Re: AT405 - verð
39. grein, bls. 27 í .pdf skjalinu:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/fta-kina/Island_Kina_FINAL_12042013.pdf
kv
Grímur
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/fta-kina/Island_Kina_FINAL_12042013.pdf
kv
Grímur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: AT405 - verð
grimur wrote:39. grein, bls. 27 í .pdf skjalinu:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/fta-kina/Island_Kina_FINAL_12042013.pdf
kv
Grímur
Fínt að vita, það er vissara að vera viss þegar tollurinn er annars vegar. Þessir svíðingar tolluðu allar sendingar sem voru sendar FRÁ kína fyrir 1. júlí!!
Verst að stærri hlutir og dýrari þýða með þessu endalaust vesen. Maður var að láta sig dreyma um (ef maður hefði aðstöðu) að flytja inn nýmóðins common-rail vél og setja í eldri jeppa...
Re: AT405 - verð
Þá eru 2 leiðir í stöðunni:
Fá kínverjana til að búta vélina niður í $599 einingar og senda í jafn mörgum sendingum.
Eða
Fá kínverjana til að græja alla pappíra sem til þarf. Það hefur ekki vafist fyrir þeim hingaðtil að græja pappíra.
Eitt er gott að vita með Kínverja: Undirskriftir eru fyrir þeim ekki merkilegar. Stimplar eru þeirra undirskriftir. Krefjast fyrirtækis stimpilsins á alla pappíra, þá leggja þeir meira í að hafa þá í sæmilegu lagi(lesist betur falsaðir eða fengnir með mútum)
Undarlegur kúltúr.
Kv
G
Fá kínverjana til að búta vélina niður í $599 einingar og senda í jafn mörgum sendingum.
Eða
Fá kínverjana til að græja alla pappíra sem til þarf. Það hefur ekki vafist fyrir þeim hingaðtil að græja pappíra.
Eitt er gott að vita með Kínverja: Undirskriftir eru fyrir þeim ekki merkilegar. Stimplar eru þeirra undirskriftir. Krefjast fyrirtækis stimpilsins á alla pappíra, þá leggja þeir meira í að hafa þá í sæmilegu lagi(lesist betur falsaðir eða fengnir með mútum)
Undarlegur kúltúr.
Kv
G
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur