Veit einhver hvernig er að komast um Hamragarðaheiði og að eða á jöklinum núna? Hef aldrei komið þarna en meðan veðrið er svona frábært langar mig að kíkja útsýnins rúnt ef það er hægt að vera þarna á ferðinni. Eru menn kannski ekkert að þvælast þarna á jökulinn nema á veturna? Jöklakortið segir mjög sprunginn að miklum hluta en ég sætti mig við að komast bara að honum ef það er fært þarna upp en þessi slóði er ekki á vegagerðarkortinu, væntanlega kominn í töluverða hæð með góðu útsýni þar?
Kv. Elmar
Hamragarðaheiði - Goðasteinn
-
- Innlegg: 41
- Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
- Fullt nafn: Guðni F Pétursson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Hamragarðaheiði - Goðasteinn
kíktum í gær í glæsilegu veðri og fengum virkilega flott útsýni.
það er lítið mál fyrir þig að fylgja slóðanum bara fylgjast vel með vinstri beygjunni til að komast á slóðann annars endaru bara upp í námu
vegurinn er fínn uppeftir lítill sem enginn snjór fyrr en maður nálgast jökul en vegurinn sjálfur er nokkuð grófur á köflum. Svo var smá snjóbráð á jöklinum en ekkert mál að rúlla upp að stein.
það er lítið mál fyrir þig að fylgja slóðanum bara fylgjast vel með vinstri beygjunni til að komast á slóðann annars endaru bara upp í námu
vegurinn er fínn uppeftir lítill sem enginn snjór fyrr en maður nálgast jökul en vegurinn sjálfur er nokkuð grófur á köflum. Svo var smá snjóbráð á jöklinum en ekkert mál að rúlla upp að stein.
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur