Lífga upp á slappa rafgeyma
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 455
- Skráður: 31.jan 2010, 23:55
- Fullt nafn: Hjalti Þór Stefánsson
- Staðsetning: Mosó
Lífga upp á slappa rafgeyma
Daginn mig langaði aðeins að forvittnast hvort þið vitið um eitthvað efni til að setja á rafgeyma til að lífga upp á þá þegar þeir eru orðnir slappir.
Síðast breytt af hilux þann 04.jún 2014, 04:27, breytt 1 sinni samtals.
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Prufaðu að skella C-Tek tæki með recondition stillingu geyminn. Mitt hefur lífgað við geyma sem voru dæmir ónýtir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 455
- Skráður: 31.jan 2010, 23:55
- Fullt nafn: Hjalti Þór Stefánsson
- Staðsetning: Mosó
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Haukur litli wrote:Prufaðu að skella C-Tek tæki með recondition stillingu geyminn. Mitt hefur lífgað við geyma sem voru dæmir ónýtir.
á ekki svoleiðis tæki
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Í eina tíð var hægt að kaupa efni á bensínstöðvum, VLC eða eitthvað þesslegt minnir mig að það hafi heitið, og hressti það rafgeyma býsna vel. Auðvitað var innflutningi á því hætt þegar geymaframleiðendur/-sölumenn komust yfir umboðið.
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
AB er að selja eithvað efni til að setja á geyma
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 455
- Skráður: 31.jan 2010, 23:55
- Fullt nafn: Hjalti Þór Stefánsson
- Staðsetning: Mosó
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
juddi wrote:AB er að selja eithvað efni til að setja á geyma
Takk fyrir þetta skoða það
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Ekki lofar þetta nú góðu í þessari grein eftir manninn.
"Nine years ago, I started to work with John Bedini"
Ég man ekki betur en að í einhverjum þræðinum hérna hafi einhver verið að dásama einhverja eilífðarvél sem átti að framleiða meira rafmagn heldur en fór í hana og arkitektinn að þessari vél hafi akkurat verið þessi John Bedini sem er umtalaður fyrir svikamyllur og eilífðarvélar.
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Fyrir margt löngu gat maður keypt einhverskonar "bætiefni" á rafgeyma sem átti að sögn að hjálpa eitthvað upp á þá ef botnfall var farið að hrjá þá; semsé þeir töpuðu hleðslunni. Ég notaði þetta nokkrum sinnum hér í den en er engu nær um hvort að þetta gerði eitthvað gagn eða ekki. Þó er ljóst að ef greinileg gagnsemi hefði verið að þessu efni - þá er líklegt að mig rámaði í það. Svo er raunar ekki.
Nokkuð er um sögur af gagnsemi "trickle charge" hleðslutækja á rafgeyma. Það er næsta augljóst að ástand rafgeymisins ræður því hvort að slík gagnsemi sé yfirleitt möguleg. Einstaka vitnisburður um gagnsemi segir lítið einn og sér. Hugsanlegt er að hér sé á ferðinni enn eitt bullið sem ríður yfir bílabransann. Ég hef enn ekki séð frambærilegar röksemdir sem styðja meinta virkni. (Að "vekja" rafgeymi eftir langa stöðu með lágum hleðslustraum er önnur ella)
Semsé: slappir rafgeymar eru yfirleitt bara slappir og fara versnandi. Ég kann engin ráð við því. Undantekning á þessu er þegar geymasambönd hlaupa upp í óða tæringu. Þá vellur sambandið út í spansgrænu og þrátt fyrir stöðug þrif og stúss þá kemur þetta alltaf aftur. Orsökin fyrir þessu er að þétting milli húss geymisins og pólsins er farin að leka og súrt gas lekur upp með pólnum og skapar mjög tærandi aðstæður umhverfis hann. Því er oft haldið fram - einkum af rafgeymasölum - að þegar svo er komið sé rafgeymirinn ónýtur. Þeir hafa raunar nokkuð til síns máls, en þessu er samt hægt að redda með því að þrífa geyminn og pólinn vandlega upp og smella síðan taum af pakkningasilicone á pólinn og húsið undir geymasambandinu. N.B þessi þéttistarfsemi á sér stað fyrir neðan geymasambandið - mjög óæskilegt að nokkuð silicone sé á milli pólsins og sambandsins sem skerðir rafleiðni. Þetta tekst stundum og getur framlengt líf rafgeyma sem eru að öðru leyti í þokkalegu standi. Jafnvel um nokkur ár.
Nokkuð er um sögur af gagnsemi "trickle charge" hleðslutækja á rafgeyma. Það er næsta augljóst að ástand rafgeymisins ræður því hvort að slík gagnsemi sé yfirleitt möguleg. Einstaka vitnisburður um gagnsemi segir lítið einn og sér. Hugsanlegt er að hér sé á ferðinni enn eitt bullið sem ríður yfir bílabransann. Ég hef enn ekki séð frambærilegar röksemdir sem styðja meinta virkni. (Að "vekja" rafgeymi eftir langa stöðu með lágum hleðslustraum er önnur ella)
Semsé: slappir rafgeymar eru yfirleitt bara slappir og fara versnandi. Ég kann engin ráð við því. Undantekning á þessu er þegar geymasambönd hlaupa upp í óða tæringu. Þá vellur sambandið út í spansgrænu og þrátt fyrir stöðug þrif og stúss þá kemur þetta alltaf aftur. Orsökin fyrir þessu er að þétting milli húss geymisins og pólsins er farin að leka og súrt gas lekur upp með pólnum og skapar mjög tærandi aðstæður umhverfis hann. Því er oft haldið fram - einkum af rafgeymasölum - að þegar svo er komið sé rafgeymirinn ónýtur. Þeir hafa raunar nokkuð til síns máls, en þessu er samt hægt að redda með því að þrífa geyminn og pólinn vandlega upp og smella síðan taum af pakkningasilicone á pólinn og húsið undir geymasambandinu. N.B þessi þéttistarfsemi á sér stað fyrir neðan geymasambandið - mjög óæskilegt að nokkuð silicone sé á milli pólsins og sambandsins sem skerðir rafleiðni. Þetta tekst stundum og getur framlengt líf rafgeyma sem eru að öðru leyti í þokkalegu standi. Jafnvel um nokkur ár.
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Allir sem vilja geta keypt hjá mér undraefni til að vekja við rafgeyma. Hellir efninu á, jafnt á cellurnar og eftir par vikur verður rafgeymirinn mikið betri að því gefnu að hann hafi verið í reglulegri notkun og ekki staðið í meira en 48 tíma á milli. Ekki má vera búið að bæta vatni á hann áður.
Ef þetta virkar ekki er hægt að fá endurgreitt eftir 60 daga, en sýna verður fram á að farið hafi verið eftir leiðbeiningum.
Virkar oft.
Brúsi sem virkar á 60-90ah geymi fæst á 4.999kr
Ef þetta virkar ekki er hægt að fá endurgreitt eftir 60 daga, en sýna verður fram á að farið hafi verið eftir leiðbeiningum.
Virkar oft.
Brúsi sem virkar á 60-90ah geymi fæst á 4.999kr
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
ivar wrote:Allir sem vilja geta keypt hjá mér undraefni til að vekja við rafgeyma. Hellir efninu á, jafnt á cellurnar og eftir par vikur verður rafgeymirinn mikið betri að því gefnu að hann hafi verið í reglulegri notkun og ekki staðið í meira en 48 tíma á milli. Ekki má vera búið að bæta vatni á hann áður.
Ef þetta virkar ekki er hægt að fá endurgreitt eftir 60 daga, en sýna verður fram á að farið hafi verið eftir leiðbeiningum.
Virkar oft.
Brúsi sem virkar á 60-90ah geymi fæst á 4.999kr
Já hvernig á að sýna fram á að farið var eftir þessum leiðbeiningum ???
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 455
- Skráður: 31.jan 2010, 23:55
- Fullt nafn: Hjalti Þór Stefánsson
- Staðsetning: Mosó
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
ivar wrote:Allir sem vilja geta keypt hjá mér undraefni til að vekja við rafgeyma. Hellir efninu á, jafnt á cellurnar og eftir par vikur verður rafgeymirinn mikið betri að því gefnu að hann hafi verið í reglulegri notkun og ekki staðið í meira en 48 tíma á milli. Ekki má vera búið að bæta vatni á hann áður.
Ef þetta virkar ekki er hægt að fá endurgreitt eftir 60 daga, en sýna verður fram á að farið hafi verið eftir leiðbeiningum.
Virkar oft.
Brúsi sem virkar á 60-90ah geymi fæst á 4.999kr
AB er með efni sem er svipað og þetta sem þú lýsir og hefur reynst vel á 1390kr
Það er belja að taka framúr þér!!! Hva ef þú ert að flýta þér snýktu þá far....
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Það er samt ekki nálægt því jafn gott og þetta dót sem ég er með. Ekki viltu setja eh drasl og eyðileggja ónýtan geymi. Það væri sóun á góðu drasli.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
olei wrote:Nokkuð er um sögur af gagnsemi "trickle charge" hleðslutækja á rafgeyma. Það er næsta augljóst að ástand rafgeymisins ræður því hvort að slík gagnsemi sé yfirleitt möguleg. Einstaka vitnisburður um gagnsemi segir lítið einn og sér. Hugsanlegt er að hér sé á ferðinni enn eitt bullið sem ríður yfir bílabransann. Ég hef enn ekki séð frambærilegar röksemdir sem styðja meinta virkni. (Að "vekja" rafgeymi eftir langa stöðu með lágum hleðslustraum er önnur ella)
Ég "lífgaði" við mjög slappan rafgeymi um daginn með hleðslutæki. Geymirinn fór að verða nothæfur til að koma 8 sílendra bensínvél í gang. Skemmst frá því að segja að þessi "lífgun" entist í tvo daga, en þá var geymirinn kominn í sama ástand og áður.
Mætti bæta því við að vélartölvan var ekki hress með þessar æfingar og dældi út handahófskenndum villukóðum í gríð og erg, sennilega út af of lágri spennu. Meðal annars hélt hún að blandan væri "lean" svo bíllinn gekk óþarflega ríkur og eldsneytisneyslan fór upp úr öllu valdi og er nú næg fyrir.
Ég fór þá og splæsti í nýjan geymi hjá Rafgeymasölunni fyrir um 24 þúsund kall. Sé ekki eftir því, bílinn allt annar og vélartölvan (og þar með bensínneyslan) til friðs.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Það sem ég hef prufað og heyrt um þá er þetta yfirleitt peningaeyðsla og vesen, furðulegt með þetta kemur alltaf upp með nokkra ára millibili og niðurstaðan alltaf sú sama, borgar sig ekki.
Ekki horfa of mikið á myndbönd frá einhverjum snillingum með allar lausnir þarna fyrir vestan, bull.
Ekki horfa of mikið á myndbönd frá einhverjum snillingum með allar lausnir þarna fyrir vestan, bull.
-
- Innlegg: 66
- Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
- Fullt nafn: Ari G Gislason
- Staðsetning: USA
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Það er hægt að sprenga utan af plötunum með því að slá á þá 24-36volt örstutt
-
- Innlegg: 30
- Skráður: 22.mar 2013, 09:29
- Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
- Bíltegund: Range Rover
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Er hægt að laga bilaðan bíl með wd40 og bréfaklemmu?
Já ég hef gert það einu sinni.
Er hægt að laga alla bilanir með wd40 og bréfaklemmu?
Að sjálfsögðu ekki.
Hef annars ekkert vit á rafgeymum, en býst við að hægt sé að framlengja dauðastríð sumra geyma með einhverjum af þessum aðferðum. Stundum er það einmitt það sem vantar - geta frestað því aðeins (til haustsins) að kaupa nýjan.
kv.
ÞÞ
Já ég hef gert það einu sinni.
Er hægt að laga alla bilanir með wd40 og bréfaklemmu?
Að sjálfsögðu ekki.
Hef annars ekkert vit á rafgeymum, en býst við að hægt sé að framlengja dauðastríð sumra geyma með einhverjum af þessum aðferðum. Stundum er það einmitt það sem vantar - geta frestað því aðeins (til haustsins) að kaupa nýjan.
kv.
ÞÞ
-
- Innlegg: 5
- Skráður: 25.sep 2013, 17:37
- Fullt nafn: Sævar Bjarki Guðmundsson
Re: Lífga upp á slappa rafgeyma
Það er bara ekkert vit í því, veldur auka álagi á altenator, startara og fl. og styttir líftíma þeirra. Bara hafa þetta í lagi :) Þá í versta falli að kaupa geymi sem mælist í lagi í Vöku á slikk ef menn eru að spara.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur