olíu og bensínverð?!?!?!?!


Höfundur þráðar
lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá lukku.laki » 22.feb 2010, 19:18

þar sem að líterinn af bæði bensíni og olíu er kominn í rúmar 200 kr þá langar mig að vita hvað fær ríkið úr hverjum seldum lítra af þessu og hvernig getur það gerst að þetta hækki svona hratt!!!!!


toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 882
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Polarbear » 22.feb 2010, 19:42

kostnaðurinn er svona c.a:

kaupaverð úti: c.a. 80 kr þessa dagana.
álagning olíufélaga: c.a. 20 kr.
ríkið: rúmar 100 kr eða rétt um 50%

fyrir hverja krónu sem olía hækkar úti eða álagning eykst, tvöfaldast sú tala til neytenda í formi skatta og tolla.


fallegt :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá jeepson » 22.feb 2010, 21:19

Þetta er bara bilun. Og að ríkið skuli ekki koma á móts við okkur neytendur. En nei það gerir alt til að vinna á móti okkur frekar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá gislisveri » 22.feb 2010, 21:20

Mín reynsla er sú að þegar fólki blöskrar bensínverðið hérna er yfirleitt sama dæluverð í t.d. Þýskalandi og Frakkland, jafnvel hærra. Gaman væri að finna tölur um bensínverð dagsins í nágrannalöndunum, reiknað bæði á Seðlabankagengi og "réttu" gengi.


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá EinarR » 22.feb 2010, 21:46

Bensín er ekki svona dýrt úti miðavið, það er dýrt fyrir okkur útaf gengi. Ríkið tekur meira en 50%, Var að vinna á bensínstöð þar sem ég komst að þessu og er enþá að svekkja mig á því.
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá gislisveri » 22.feb 2010, 22:02

Blýlaust bensín kostaði að meðaltali um 227kr líterinn í gær í Englandi. Það er á Seðlabankagengi.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Stebbi » 22.feb 2010, 22:03

[brjálaður on]
Sorglegast er að það er verið að rukka olíugjald sem skilar sér engan vegin tilbaka í bættu vegakerfi. Nær væri hjá þessum örlagahálfvitum sem þykjast sitja við stýrið á landinu að leggja þetta fjandans olíugjald af og láta sér nægja hæsta virðisaukaskatt í heimi, og að olíufélögin legðu ekki tæp 25% oná innkaupaverðið.
Þetta eru allt saman gráðug svín sama við hvaða borð og hvoru megin þeir sitja, svo þegar gengið er að þeim þá brosa þeir framan í okkur og segja okkur hvað það er erfitt að reka olíufélag eða lýðveldisríki í norðurhafi.
[/brjálaður off]
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Einar » 22.feb 2010, 22:10

Svona lítur eldsneitisverð út í Evrópu um þessar mundir (Evran er 174,39 kr. þegar þetta er skrifað, smellið á myndirnar til að fá þær stærri og skýrari):

Bensin 95
super_zahlen.gif

Diesel
diesel_zahlen.gif


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá EinarR » 22.feb 2010, 22:29

Hvar er ísland á þessum myndum??
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

eidur
Stjórnandi
Innlegg: 128
Skráður: 30.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: Eiður Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Reykjavík

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá eidur » 22.feb 2010, 22:47

Miðað við http://www.gsmbensin.is þá er ódýrasta eldsneytið hér svona:

Bensín: 196.10/174,39 = €1.12
Dísel: 193.80/174,39 = €1.11


sindri thorlacius
Innlegg: 45
Skráður: 22.feb 2010, 22:45
Fullt nafn: Sindri Thorlacius

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá sindri thorlacius » 22.feb 2010, 22:53

já þetta er nú meira bullið en ég er búin að uppgvötva frábær ráð ef allir islendingar hætta að kaupa eldsneiti þá verða olíu félögin að lækka verðið $$$ eða fara á hausin svo nátúru lega bara að selja eða taka af númerin bílonum það sparar bílakosnaðin um 50-100þ í biféla gjöld og fleira

tekk það fram að þetta er ekki illa meint :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá jeepson » 22.feb 2010, 23:20

Einn norskur félagi minn hringdi í mig í gær. og ég var nú að segja honum frá ástandinu hérna á klakanum. og honum blöskraði nú nokkuð. Hann sagði mér að líterinn í noregi væri svona 12NKR á með hann er kominn yfir 200kallinn hér. hlutfalsléga er bensínið ódýrara í noregi en hér. og Ef að ég myndi miða þetta við gengið eins og það var 2003 þegar ég kom aftur heim til klakans þá myndi líterinn í noregi kosta okkur um 122krónur. En þar sem að gengið er frekar slappt þá kostar líterinn okkur um 240 kall iskr ef að við myndum skella okkur til noregs núna. Það eru hærri laun í noregi. matvara er á svipuðu verði og hér tryggingar aðeins hærri en hér. bensínið tæknilega séð ódýrara miðað við laun og annað. Ég er mikið að pæla í að fara til noregs aftur og vera þar næstu árin. En verst er nú það að maður hefur ansi mikið frelsi hér á klakanum til að stunda jeppa sport og annaðþ
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá dabbigj » 22.feb 2010, 23:56

Kaupmáttur hefur skrúfast rúmlega 10 ár aftur í tímann, ég var að skoða verð á dekkjum í dag og rakst á verðskrá frá 2006, 44X18,5-15 Dick Cepek var á 49.900 og er á tæplega 120.000 í dag stykkið þannig að gangurinn af 44" dekkjum fer úr því að kosta 200.000 isk í tæplega hálfa milljón.

Ég veit ekki um neina starfsstétt sem að hefur upplifað það að laun sín hafi tvöfaldast á þessum tveimur árum.


Mér finnst hálf asnalegt að fara að skoða bíla og 1800cc skutbakur kostar tæpar fimm milljónir.


http://www.arctictrucks.is/lisalib/getf ... temid=1043 fyrir þá sem að eru með fortíðarþrá.


Það er samt greinilegt að fólk finnur mun meira fyrir olíuverði núna en þegar að olíuverð fór í tæpa 150$ á heimsmarkaðsverði og það stendur í tæpum 75-8 núna eða helmingi minna.


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá SverrirO » 23.feb 2010, 00:13

af hverju ertu að sýna þetta hehehe maður fær bara hnút í magann :/

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Tóti » 23.feb 2010, 00:21

Ég ætla nú ekki að fara að bæta gráu ofan á svart en...

... þegar heilög Jóhanna verður búin að selja sálu okkar til ESB getum við hvort sem er gleymt þessum stóru dekkjum. Innan ESB er held ég allt stærra en 38" bannað á götunum.


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá SverrirO » 23.feb 2010, 00:23

whhhaaaatt plís segðu mér að þú sért að rugla ! :S

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Tóti » 23.feb 2010, 00:28

SverrirO wrote:whhhaaaatt plís segðu mér að þú sért að rugla ! :S


Nei, því miður.
Þeir 44" bílar sem fluttir hafa verið út til sýninga hafa þurft að fara á vörubílspalli á milli staða úti vegna reglugerða. Líkurnar á því að við fáum einhverju um það breytt hvaða dekkjastærðir við notum eru hverfandi.

Svo áður en við vitum af fara þeir að hætta að framleiða dekk eftir Evrópustöðlum og þá getum við ekki einu sinni keypt þau. Þetta nákvæmlega sama gerðist með glóperuna, hún er ekki bönnuð á Íslandi, bara ekki stimpluð með CE merki.


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá SverrirO » 23.feb 2010, 00:35

hvað verður þá um björgunarsveitabíla og annað?? ekki geta þeira notast við 38" við slæmt færi.... þurfa menn að keyra með 44" gangi á kerru og skipta um gang áður en er farið út af veg eða bara notast við beltabíla?

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Tóti » 23.feb 2010, 00:38

SverrirO wrote:hvað verður þá um björgunarsveitabíla og annað?? ekki geta þeira notast við 38" við slæmt færi.... þurfa menn að keyra með 44" gangi á kerru og skipta um gang áður en er farið út af veg eða bara notast við beltabíla?


Kjósum við ekki bara Framsóknarflokkinn ;P


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá SverrirO » 23.feb 2010, 00:40

úfff maður fer að hallast að því ekki er jóhanna að gera neinar gloríur

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Tóti » 23.feb 2010, 00:45

Ok, ég ætlaði nú ekki að stela þessum þræði fyrir dekkjaumræðu eða pólitík en við smá rannsóknarvinnu rakst ég á þessa grein: http://www.motorauthority.com/blog/1023 ... egulations

Þar kemur fram: "T&E also claims that 50,000 fatal heart attacks and 200,000 cases of cardiovascular disease are linked to traffic noise each year."

Rosalega hefur þetta fólk verið tæpt á því ef umferðarhljóð hefur drepið það :P


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá stebbi1 » 23.feb 2010, 00:47

Það þarf enga björgunnarsveitabíla. það þarf engum að bjarga ef það má ekkert gera.
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá dabbigj » 23.feb 2010, 00:49

Tóti wrote:
SverrirO wrote:whhhaaaatt plís segðu mér að þú sért að rugla ! :S


Nei, því miður.
Þeir 44" bílar sem fluttir hafa verið út til sýninga hafa þurft að fara á vörubílspalli á milli staða úti vegna reglugerða. Líkurnar á því að við fáum einhverju um það breytt hvaða dekkjastærðir við notum eru hverfandi.

Svo áður en við vitum af fara þeir að hætta að framleiða dekk eftir Evrópustöðlum og þá getum við ekki einu sinni keypt þau. Þetta nákvæmlega sama gerðist með glóperuna, hún er ekki bönnuð á Íslandi, bara ekki stimpluð með CE merki.



Held að ESB hafi ekkert með þessar reglugerðir að segja þarsem að þetta er eitthvað sem hvert land setur útaf fyrir sig.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá dabbigj » 23.feb 2010, 00:51

stebbi1 wrote:Það þarf enga björgunnarsveitabíla. það þarf engum að bjarga ef það má ekkert gera.



Það er nú þannig í sumum bygðarlögum að stundum verða veður þannig að einu samgöngurnar eru tæki sem að geta keyrt á snjó og þá er ágætt að hafa öfluga 38/44" bíla sem að geta borið sjúkrabörur og keyrt á snjó eða jafnvel yfir skriðu sem að hefur fallið á vegi.


Og svona varðandi óhljóð í umferð að þá er langmesti hávaði sem að ég hef orðið var við að þá er hann í amerísku mótorhjólunum, alveg magnaður hávaði í þessum andskotum og líka leiðinlegara hljóð en t.d. í stóru 44/6/9" trukkunum þegar að þeir eru að keyra útá þjóðvegi.
Síðast breytt af dabbigj þann 23.feb 2010, 00:53, breytt 1 sinni samtals.


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá SverrirO » 23.feb 2010, 00:53

stebbi1 wrote:Það þarf enga björgunnarsveitabíla. það þarf engum að bjarga ef það má ekkert gera.


það er til fleira sport heldur en jeppasport'.... sleðar, hjól, göngugarpar og viltir túristar ekki sjaldan sem þarf að redda þessu fólki

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Einar » 23.feb 2010, 01:11

Mig minnir að það hafi verið búið að fara í gegnum þessa umræðu um dekk í Evrópusambandinu annarstaðar (líklega f4x4.is) og niðurstaðan var að hvert land setur sínar eigin reglur um dekkjastærð þannig að þar er engin breyting nema Íslendingar ákveði það sjálfir.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá jeepson » 23.feb 2010, 01:14

Það væri nú alveg eftir ríkinu að setja þau lög á að maður megi ekki aka um á þessum stóru dekkjum. ríkið virðist bara vinna á móti okkur. Því ver og miður. Það á bara að gefa veiðileyfi á þessa hálvita sem að við kusum yfir okkur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá dabbigj » 23.feb 2010, 01:44

Finnst alltaf jafn leiðinlegt að það sé ekki meira gert úr því hugviti og þeirri þekkingu sem að hefur skapast í jeppasmíðum hér á íslandi.

Það sést bara vel á því hve vel Artic Trucks virðist ganga vel úti og á t.d. pólförum þeirra og svo líka pólferð Gunna IceCool.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1922
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Sævar Örn » 23.feb 2010, 06:29

Er ekki nóg að lesa svona væl á visir.is, uppáhalds jeppasíðan komin útí þetta líka :)

en þetta er alls ekki sniðugt, en lítið hægt að gera svosem nema fylgjas með, með popp & kók. Ef einhver finnur töfralausnina, skal ég hjálpa til að framkvæma hana.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Maggi » 23.feb 2010, 13:08

Ég fyllti hann á Select í Toronto í morgun, þar kostaði líterinn af bensíni 1,0 canadadollara.
Wrangler Scrambler


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá EinarR » 23.feb 2010, 13:31

Æji ekkert svona. Ef það er lítið þá vill ég EKKI vita það en ef það er mikið þá endinglega hvað er Kanadadollarin dýr?
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá dabbigj » 23.feb 2010, 15:15

EinarR wrote:Æji ekkert svona. Ef það er lítið þá vill ég EKKI vita það en ef það er mikið þá endinglega hvað er Kanadadollarin dýr?


120 krónur

kanarnir er að borga 2.50$ á gallonið sem að eru sirka 85 krónur á líterinn og mid grade/premium væri líklegast í kringum 100 krónurnar á líterinn.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Brjótur » 23.feb 2010, 16:06

Sælir allir þetta er einfalt með evrópusambandið við þurfum ekkert að óttast því að við göngum ...Aldrei.. í þetta Helv....
evrópusamband og Jóhanna og co verða ekki langlíf í ríkisstjórn, unga fólkið sem kaus hana og Vg skjóta sig varla í löppina aftur nú þegar þau sjá hvernig þau vinna ;)

kveðja Helgi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá jeepson » 23.feb 2010, 16:33

Ég verð nú að viðurkenna það að ég kaus vg vegna þess að þeir vildu ekki í evrópusambandið. En hvað gera svo þessir andskotar??? Enda var þetta í fyrsta og síðasta skipti sem að ég kaus. Það verður aldrei aftur kosið. Ég hef altaf sagt að þessir andskotar svíkja alt sem að þeir lofa. En ákvað samt að láta reyna á þetta einusinni þar sem að ég vil að ísland troði þessu evrópu sambandi þangað sem sólin ekki skín.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá stebbi1 » 23.feb 2010, 17:18

Ég fór nú rétt í þessu og styrkti olífélöginn með því að taka um 100L af eldsneyti. sem getur að vísu bara þýtt það að á morgunn mun líterinn kosta 150Kr, svona miðað við mína óhepni :D
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Höfundur þráðar
lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá lukku.laki » 23.feb 2010, 17:47

HVERNIG í fjáranum getur þessi ''ríkisstjórn'' farið fram á það að við borgum þeim 100 kr á hvern líter af elsneyti sem að við tökum og svo skilar þetta sér ekki einu sinni á rétta staði.......
en stebbi það er [brjálaður on] en eins og hlutirnir í þessu þjóðfélagi eru í dag þá er [/brjálaður off] ekki í boði núna!!!!
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: olíu og bensínverð?!?!?!?!

Postfrá Stebbi » 23.feb 2010, 21:04

Þegar maður sér skattpíninguna í svona tölum eins og að ríkið taki 111kr af hverjum bensínlíter sem seldur er á 204kr eins og ég heyrði einhverstaðar í dag þá er manni alveg sama um útrásarfíflin og öllu sem þeir stálu. Það er bara rétt svo vasapeningur í samanburði við það sem ríkið er að hafa af okkur.

[Che Guerva mode on]
Svei mér þá ef að good-ol-fashion pólitískar aftökur að suður amerískum stíl eru ekki bara farnar að hljóma þokkalega
[/Che Guerva mode off]
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur