hvaða hásingar?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 182
- Skráður: 12.apr 2014, 10:49
- Fullt nafn: Einar Evensen
- Bíltegund: Hummer h3
hvaða hásingar?
Sælir. Ég ætla að fara að safna mér dóti saman til að breyta hummer h3 hjá mér á eitthvað stærra....allavega 38". Hvaða hásingar hef ég til að velja úr....bílinn er 06 og er á diskum allan hrynginn og það vil ég áfram.. vil ekki þyngri hásingar en ég mögulega slepp með...hann er á ifs á framan og 10 bolta á aftan núna. Gæti ég notað 10 bolta hásinguna? Langar endilega að heyra í einhverjum reynslu boltum. Kveðja Ei ar
Re: hvaða hásingar?
Eg bið spentur eftir að sja svona bil breittan.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 182
- Skráður: 12.apr 2014, 10:49
- Fullt nafn: Einar Evensen
- Bíltegund: Hummer h3
Re: hvaða hásingar?
Ég sá einn á selfossi á 44. Reyndar án kanta......svakalega flott útkoma......
Re: hvaða hásingar?
Það er nú hálf undarlegt að segja þetta....en Patrol hásingar gætu alveg verið valkostur.
Frekar léttbyggðar og meiraðsegja frekar lág hlutföll original, gæti alveg trúað að þær slyppu með 38" undir þennan bíl. Eitthvað hafa þær verið vangæfar með framhjólalegur hjá sumum, grunar að það sé eitthvað stillingamál á legunum. Allaveg hefur þetta líka verið mestmegnis til friðs í mörgum tilfellum.
Kostir: Léttar, sterkar, læsing að aftan, lokaðar og þéttar, lág hlutföll, festingar fyrir radíus arma/4-link stífur.
Gallar: Ónýtar lokur að framan, dýrt í þær, gæti verið smá leit að pari sem kostar ekki of mikið, þarf að leysa handbremsumálið þar sem handbremsan er á Patrol millikassanum.
Og svo eru náttúrulega Unimog hásingar.....það væri nú alveg í stíl við bílinn.....
kv
G
Frekar léttbyggðar og meiraðsegja frekar lág hlutföll original, gæti alveg trúað að þær slyppu með 38" undir þennan bíl. Eitthvað hafa þær verið vangæfar með framhjólalegur hjá sumum, grunar að það sé eitthvað stillingamál á legunum. Allaveg hefur þetta líka verið mestmegnis til friðs í mörgum tilfellum.
Kostir: Léttar, sterkar, læsing að aftan, lokaðar og þéttar, lág hlutföll, festingar fyrir radíus arma/4-link stífur.
Gallar: Ónýtar lokur að framan, dýrt í þær, gæti verið smá leit að pari sem kostar ekki of mikið, þarf að leysa handbremsumálið þar sem handbremsan er á Patrol millikassanum.
Og svo eru náttúrulega Unimog hásingar.....það væri nú alveg í stíl við bílinn.....
kv
G
Re: hvaða hásingar?
Var sá ekki svartur og H2 bíll en ekki H3?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 182
- Skráður: 12.apr 2014, 10:49
- Fullt nafn: Einar Evensen
- Bíltegund: Hummer h3
Re: hvaða hásingar?
Já ætli ég noti ekki bara unimok hásingar. Gét fengið 87 árgérð af þeim fyrir slikk.....
Freyr. Nei þessi var h3....eitthvað er til af h2 breyttum hér á landi....
Freyr. Nei þessi var h3....eitthvað er til af h2 breyttum hér á landi....
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: hvaða hásingar?
grimur wrote:Það er nú hálf undarlegt að segja þetta....en Patrol hásingar gætu alveg verið valkostur.
Frekar léttbyggðar og meiraðsegja frekar lág hlutföll original, gæti alveg trúað að þær slyppu með 38" undir þennan bíl. Eitthvað hafa þær verið vangæfar með framhjólalegur hjá sumum, grunar að það sé eitthvað stillingamál á legunum. Allaveg hefur þetta líka verið mestmegnis til friðs í mörgum tilfellum.
Kostir: Léttar, sterkar, læsing að aftan, lokaðar og þéttar, lág hlutföll, festingar fyrir radíus arma/4-link stífur.
Gallar: Ónýtar lokur að framan, dýrt í þær, gæti verið smá leit að pari sem kostar ekki of mikið, þarf að leysa handbremsumálið þar sem handbremsan er á Patrol millikassanum.
Og svo eru náttúrulega Unimog hásingar.....það væri nú alveg í stíl við bílinn.....
kv
G
Patrol hásingarnar virðast ekki ráða alveg við fullvaxta Patrol á stórum hjólum. Það sem er að klikka t.d. í hjálparsveitarbílum eru framhjólalegurnar, driflokurnar, framöxlar og drif. En ath, þá erum við að tala um bíla sem eiga það til að vera notaðir sem jeppar drekkhlaðnir og svona á að giska 3.500 kg að þyngd ef ekki meira.
Ég hef enga trú á að þetta með framhjólalegurnar hafi nokkuð með stillingu að gera. Það er hreinlega bara allt allt of stutt á milli þeirra en í léttari bíl en drekkhlöðnum Patrol þá ætti þetta alveg að ganga.
Þetta með öxlana virðist fara svolítið eftir því hvort þeir séu original eða ekki, sem sagt efnisgæði.
Eina leiðin sem virkar í lokunum er að sjóða original lokurnar fastar.
Svo virðist vera sem þessi lægri drifhlutföll sem verið er að setja í séu ekkert sérlega vönduð smíði.
En eins og ég segi, þetta er það sem er að klikka á bílum sem eru á milli 3 og 4 tonn.
Fyrir bíl sem er kannski max 2.500 kg hlaðinn þá er það engin spurning að þetta er skynsamlegur búnaður.
Síðast breytt af Kiddi þann 30.maí 2014, 14:57, breytt 1 sinni samtals.
Re: hvaða hásingar?
HummerH3 wrote:Já ætli ég noti ekki bara unimok hásingar. Gét fengið 87 árgérð af þeim fyrir slikk.....
Freyr. Nei þessi var h3....eitthvað er til af h2 breyttum hér á landi....
Unimog hásingar eru reyndar ansi langt frá því sem þú settir upp í upphafsinnleggi þráðarins um léttleika. Og þar sem smíðavinna og breytingar við að koma Unimog hásingum sómasamlega undir bíl er svo feiknarleg þá er í raun hreint aukaatriði hvort að þær fást á slikk eða ekki. Þær verða fyrst praktískar undir svona bíl þegar dekkjastærðin er kringum 50 tommurnar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 182
- Skráður: 12.apr 2014, 10:49
- Fullt nafn: Einar Evensen
- Bíltegund: Hummer h3
Re: hvaða hásingar?
Já þetta er sennnilegst rétt með þyngdina á unimok hásingum. Hef bara varla skoðað slíkar. En veit hann er á gormum allan hrynginn og stífum...varla er það erfiðari smíði en bara td patrol hásingar.....erum við þá að tala um dana 44 eða 60. Á bæði til...kveðja
Re: hvaða hásingar?
D60 fyrst þú átt það til.
Engin spurning. Mikið auðveldara og ódýrara en margt annað.
Það er eitthvað mismunandi hvað er í þeim eins og öxlar, liðhúsa frágangur og annað, en það er allt þekkt í þeim hvað virkar og hvað ekki, hvað þarf að passa o.s.frv.
Diskabremsur eiga ekki að vera vandamál heldur.
Þetta er smá fórnarkostnaður í þyngd, en fyrst þetta er til, þá er þetta mikið sniðugra en t.d. D44 sem getur verið tæp í styrk.
Engin spurning. Mikið auðveldara og ódýrara en margt annað.
Það er eitthvað mismunandi hvað er í þeim eins og öxlar, liðhúsa frágangur og annað, en það er allt þekkt í þeim hvað virkar og hvað ekki, hvað þarf að passa o.s.frv.
Diskabremsur eiga ekki að vera vandamál heldur.
Þetta er smá fórnarkostnaður í þyngd, en fyrst þetta er til, þá er þetta mikið sniðugra en t.d. D44 sem getur verið tæp í styrk.
Re: hvaða hásingar?
HummerH3 wrote:Já þetta er sennnilegst rétt með þyngdina á unimok hásingum. Hef bara varla skoðað slíkar. En veit hann er á gormum allan hrynginn og stífum...varla er það erfiðari smíði en bara td patrol hásingar.....erum við þá að tala um dana 44 eða 60. Á bæði til...kveðja
Fer vafalaust eitthvað eftir árgerðum, en Unimog hásingum fylgir oft bremsubreyting, það þarf að breyta nöfum eða sérsmíða felgur. Síðan er það sérsmíði á drifsköftum og stýrisgangi. Original stífukerfið í Unimog hefur ekki notið vinsælda og því þarf að smíða það alveg frá grunni. Svo eru þær náttúrulega með niðurfærslum út við hjól og miðjan í þeim því ansi há sem gerir að verkum að ökutækið þarf að fjarlægjast fósturjörðina talsvert til að þær komist undir. Það getur reyndar hentað ágætlega ef hjólin eru mjög stór. Þetta er allt önnur deild en Patrol, eða Dana 44/60.
Dana 60 væri fínt undir þennan bíl að aftan og framan fyrir t.d 44 dekk. Dana 44 slyppi að framan fyrir 38" Það væri góð áfangi hjá þér að ákveða hvaða dekkjastærð þú ætlar að nota áður en þú velur þér hásingarnar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 182
- Skráður: 12.apr 2014, 10:49
- Fullt nafn: Einar Evensen
- Bíltegund: Hummer h3
Re: hvaða hásingar?
Sæll. Ég gét alveg ómögulega ákveðið hvaða dekkjastærð hentar undir svona bíl... átti í denn stora bronco á 38" sem komst ekki neitt fyrr en hann fór æ 44". Ætli svona hummer klessa sé ekki bara svipað dæmi. Sennilegast er ekki í dæminu að notast við línu 5una í 44" breytingu...er reyndar búin að versla cummins cram. Svona eftir smá umhugs væri gaman að sjá/eiga hummer á 44. Á meira að segja dekkin til. Ætla að sofa samt betur á þessu og halda söfnuninni á dóti áfram
Re: hvaða hásingar?
Þetta er sennilega sami pakki að setja þennan á 38 og með bronco... þetta eru það stórir og þungir bílar að ef það á að nota þetta á fjollum að viti þá ferðu í 44.
Dana 60 hásingu strax og sleppa veseninu.... færð það ekki sterkara og endaulaust til að upgrade dóti í þetta. dana 44 er alltof veikbyggð miðað við aflið í bílnum og þyngd.
Dana 60 hásingu strax og sleppa veseninu.... færð það ekki sterkara og endaulaust til að upgrade dóti í þetta. dana 44 er alltof veikbyggð miðað við aflið í bílnum og þyngd.
Re: hvaða hásingar?
Linu fimmahvaða vel er það?
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: hvaða hásingar?
Dana 60 og svo er hægt að bæta portal axle við seinna.http://www.quadratec.com/products/52451_0000.htm
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: hvaða hásingar?
Robert wrote:Linu fimmahvaða vel er það?
Líklega GM Atlas línufimma, 4,2-lítra
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: hvaða hásingar?
Línu fimman er 3.5L
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur