Ég þurfti að snikka felgurnar aðeins til áður en þær fóru undir, þetta eru nefnilega chevy felgur en hásingarnar eru undan ford, það þýðir að miðjugatið var of lítið hjá mér. Var rúmir 11cm en þurfa að vera tæpir 13cm fyrir ford dótið. Ég þurfti því að taka miðjubrjóstið af felgunum með slípirokk, auðvitað fattaði ég það ekki fyrr en ég var búinn að galvaninsera þær og líma dekkin á. Annars hefði þetta að sjálfsögðu verið rennt af. Helvítis.
Svona er hann á "litlu dekkjunum". Mála felgurnar væntanlega svartar seinna.


Ég er samt búinn búinn að slá Helluferðina af á honum. Ég ætla ekki að hafa alveg fyrstu ferð 200km rúnt (aðra leið), það þarf að komast smá reynsla á hann fyrst. Ég mæti samt á toyotu dósinni :)