Digital skífmál?

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Digital skífmál?

Postfrá aggibeip » 23.maí 2014, 00:14

Hæbb.

Hvar er best að fá sér digital skífmál á góðu verði miðað við gæði?

Kveðja.
Agnar Ventiljúnitfiktari :)


Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Digital skífmál?

Postfrá svarti sambo » 23.maí 2014, 01:10

Þú notar föler og míkrómál 0-25mm í þetta verk. sjálfsagt ódýrast í verkfærasölunni síðumúla, eða fá það lánað. Og þú ert ekki að skemmta skrattanum.
Ég er löngu búinn að gefast upp á digital skífmálum, en þau eru ágæt fyrir sjóndapra menn og þau eru ekki nákvæmari en hefbundin skífmál.
Síðast breytt af svarti sambo þann 23.maí 2014, 13:22, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

FÞF
Innlegg: 34
Skráður: 10.maí 2012, 21:09
Fullt nafn: Frank Þór Franksson

Re: Digital skífmál?

Postfrá FÞF » 23.maí 2014, 09:47



ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Digital skífmál?

Postfrá ivar » 23.maí 2014, 10:02

Þetta drasl ert samt alltaf batterís laust þegar á að nota það. Er með svona í skápnum en nota það aldei.
(Man ekki hvaða tegund)

User avatar

Polar_Bear
Innlegg: 21
Skráður: 20.apr 2014, 11:49
Fullt nafn: Einir G. Kristjánsson
Bíltegund: Ford Econoline

Re: Digital skífmál?

Postfrá Polar_Bear » 23.maí 2014, 11:44

'Eg er búinn að eigna eitt í mörg ár nota það ekki oft en það hefur ekki þurft að skifta bum rafhlöðu í mínu þegar ég gef þurft að grípa í það að vísu er það mjög vandað merki
Svo það er þá ekki sama hvaða tegund það er greinilega ivar
Member Of The_Polarteam


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Digital skífmál?

Postfrá villi58 » 23.maí 2014, 14:20

Vandað skífmál bara venjulegt dugar vel á allt í mótorum ef menn kunna alminnilega að lesa af því.
Á til tvö stykki digital sem ég hef ekki þurft að nota þar sem venjulegt hefur gert allt fyrir mig.
Ef þú ætlar að kaupa nýtt þá mundi ég kaupa með klukku, svoleiðis gripur er alveg magnaður og dugar í allt en er frekar dýrt.


Jóhann
Innlegg: 141
Skráður: 01.feb 2010, 05:01
Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
Staðsetning: Grindavík

Re: Digital skífmál?

Postfrá Jóhann » 23.maí 2014, 14:49

Ferrozink
Kv Jóhann Þ


th.
Innlegg: 24
Skráður: 26.mar 2013, 19:18
Fullt nafn: Þórir Hálfdánarson

Re: Digital skífmál?

Postfrá th. » 23.maí 2014, 23:36

hér tala allir um skífmál eða skífumál, ég hef ekki mikið verið að velta mér upp úr svona vitleysu en að sjá þetta frá söluaðila (Esjugrund) er frekar halló


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Digital skífmál?

Postfrá grimur » 24.maí 2014, 00:55

Sæmilega vandað digital rennimál (skíðmál) er nú töluvert nákvæmara en svona manúal uppá gamla mátann. Mitutoyo minnir mig að þaðnheiti sem ég hef mest notað og er að mæla uppá hundraðasta part, plúsmínus einn hundraðasta. Auðvitað er hægt að þjösnast á þessu og.mæla tóma vitleysu, en menn sem kunna meðnsvona að fara eru að fara ansi nærri míkrómálunum þegar ekki þarf meiri nákvæmni en hundraðasta partinn.
Ég get ekki verið sammála því að tíundi partur sé nóg nákvæmni í mótora. Það er ansi margt spekkað mun þéttar en það.

Kv
Grímur

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Digital skífmál?

Postfrá svarti sambo » 25.maí 2014, 12:59

Hefbundið rennimál er með náknæmni uppá 0,5/10 ef menn kunna að nota það og eru með góða sjón. En fyrir mína parta, að þá eiga menn að nota míkrómál í slitmælingum á vélum. Það skiftir heldur ekki máli hvaða mælitæki menn nota ef þeir kunna ekki að nota þau.
Fer það á þrjóskunni


gustur rs
Innlegg: 9
Skráður: 31.okt 2011, 22:56
Fullt nafn: Þórarinn Ágúst Freysson

Re: Digital skífmál?

Postfrá gustur rs » 25.maí 2014, 20:05

Afsakið útúrsnúninginn en nú er ég búinn að vera læra vélstjórn í Vélskólanum og VMA. Ekki man ég eftir einu skipti þar sem ég hef verið látinn mæla slit með skíðmáli heldur aðeins þar til gerðum klukkum. Gæti einhver verið svo vænn að segja mér hvað ég er að fara á mis við og hvað þið mælið með skíðmálunum í þessum efnum?


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Digital skífmál?

Postfrá villi58 » 25.maí 2014, 21:14

gustur rs wrote:Afsakið útúrsnúninginn en nú er ég búinn að vera læra vélstjórn í Vélskólanum og VMA. Ekki man ég eftir einu skipti þar sem ég hef verið látinn mæla slit með skíðmáli heldur aðeins þar til gerðum klukkum. Gæti einhver verið svo vænn að segja mér hvað ég er að fara á mis við og hvað þið mælið með skíðmálunum í þessum efnum?

Það fer eftir því hvað menn eru að vinna með hverju sinni hvaða græja dugar, vanur maður með vandað skíðmál getur verið fjandi náhvæmur og dugar í flestum tilfellum. Svo eru tilfelli sem ekkert annað en micro græja dugar og er það þá notað. Fyrsta mæling er oftast með skíðmáli þar sem menn hafa það oft í brjóstvasanum á gallanum en vönduðu græjurnar eru geymdar á góðum stað þar sem ekki er hægt að vera með svoleiðis í vasanum.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Digital skífmál?

Postfrá svarti sambo » 25.maí 2014, 23:05

gustur rs wrote:Afsakið útúrsnúninginn en nú er ég búinn að vera læra vélstjórn í Vélskólanum og VMA. Ekki man ég eftir einu skipti þar sem ég hef verið látinn mæla slit með skíðmáli heldur aðeins þar til gerðum klukkum. Gæti einhver verið svo vænn að segja mér hvað ég er að fara á mis við og hvað þið mælið með skíðmálunum í þessum efnum?


Ef ég man rétt, að þá var einhver sem mælti með því í öðrum þræði að hann Agnar myndi nota digital rennimál í ventlastillinguna, sem ég er og var ekki sammála og er annar ræðumaður í þessum þræði, þá fór umræðan út í það vítt og breytt um mælitæki. Eða það held ég.
Hvað kallar þú, þar til gerðum klukkum. Síðast þegar að ég vissi, að þá eru klukkur yfirleitt bara notaðar í kastmælingu og í einhverju tilfellum til að stilla olíutíma á vél. Slit og stilliskinnur í vélum á aldrei að mæla með rennimáli, það er of gróft verkfæri í það, þegar að menn eru að elltast við hundruðustu parta úr mm. Það þarf að vera míkrómál. Ég mundi ekki vilja láta stilla spíssana mína með rennimáli, þó svo að það væri digital. Vissulega er rennimál nauðsinlegt verkfæri í alla almenna vélavinnu og járnavinnu, en ekki í hundruðustu partana. Þá er bara verið að taka það gróft, Gæti sloppið og ekki fagmannlegt.

Það fer eftir því hvað menn eru að vinna með hverju sinni hvaða græja dugar, vanur maður með vandað skíðmál getur verið fjandi náhvæmur og dugar í flestum tilfellum. Svo eru tilfelli sem ekkert annað en micro græja dugar og er það þá notað. Fyrsta mæling er oftast með skíðmáli þar sem menn hafa það oft í brjóstvasanum á gallanum en vönduðu græjurnar eru geymdar á góðum stað þar sem ekki er hægt að vera með svoleiðis í vasanum.


Sammála Villa
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Digital skífmál?

Postfrá aggibeip » 27.maí 2014, 16:11

Bíddu... Ég hef alltaf haldið að það heiti skífmál.. Heitir þetta s.s. skíðmál?

En nú tala menn um micromál..
Hvar fæ ég svoleiðis, ódýrt miðað við gæði?
Fær maður þetta digital eða?

Endilega sendið mér linka á það sem þið mælið með ef þið hafið linka.. :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Digital skífmál?

Postfrá olei » 27.maí 2014, 16:33

aggibeip wrote:Bíddu... Ég hef alltaf haldið að það heiti skífmál.. Heitir þetta s.s. skíðmál?

En nú tala menn um micromál..
Hvar fæ ég svoleiðis, ódýrt miðað við gæði?
Fær maður þetta digital eða?

Endilega sendið mér linka á það sem þið mælið með ef þið hafið linka.. :)

Þetta heitir annað hvort skíðmál, skífumál eða rennimál. Mér finnst skíðamál liprast og "skífumál" asnalegt orð.
Mér skilst að þú sért að fara að mæla þykkt á skinnum í ventlastillingu á Toyota, þar er einkar þægilegt að nota venjulegt eða digital skíðmál.

Það sem endanlega ræður ventlabilinu eftir að þú ert búinn að stilla er mæling með föler, sem byggir á tilfinningu. Það sem skiptir máli er þá að fölerinn sé stimplaður með þeirri þykkt sem þú þarft að nota og síðan að þú vandir þig við verkið.

Skíðmálið, eða míkrómælirinn er eingöngu hjálpartæki til að mæla þykktina á skinnunum til að hjálpa þér að finna rétta skinnuþykkt. Nákvæmnin í þeirri mælingu ræður ekki endanlegu ventlabili og því er hún í raun aukaatriði. Ódyrt kínverskt digital skíðmál hefur síðan líklega 10 sinnum minni skekkjumörk en fölermæling á ventlabili í dæmigerðum bílmótor. Míkrómælir er fullkomlega óþarfur í þetta verk.

Ég held að flestar byggingavöru- og varahlutaverslanir séu að selja sömu kína skíðmálin undir ótal nöfnum á kringum 5000 kall. Þau virka fínt í þetta og flest annað sem bílagrúskarar fást við endrum og sinnum.

*breytt*


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Digital skífmál?

Postfrá villi58 » 27.maí 2014, 16:59

Ég held að þú fáir ekkert ódýrt í mæligræjum, spurning hvað dugar fer eftir því hvað mæla þarf náhvæmt.
5 þús. digital skíðmál er oftast drasl sem leiðinlegt er að vinna með.
Gúgglaðu Summit.com eða Ebay og þá sérð þú verðlagið á þessu þar er bæði vandað dót og svo auðvitað nóg að drasli. Ég hef verslað slatta af micromálum hjá Summit á góðu verði en gæðin eru eftir því.
Skífumál, skíðmál, rennimál eitthvað sem hefur böglast fyrir mönnum að íslenska græjurnar.
Ef þú kemst yfir bók sem heitir Töflubókin þá skírir hún út nöfnin á öllum mæligræjum og þar er hægt að læra allann fjandann um tól og tæki, ef þú lest þessa bók þá finnur þú allt sem þig vantar varðandi mælingar á flest öllu sem sem þú kemur til að þurfa að nota næstu hundrað árin eða meira. Nauðsinlegasta bók sem hægt er að finna.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Digital skífmál?

Postfrá villi58 » 27.maí 2014, 17:16

Photo-0003.jpg
Svarar milljón spurningum, skildueign.
Photo-0003.jpg (206.69 KiB) Viewed 5978 times
Svona til að benda þér á bók sem getur svarað sumum spurningum varðandi mæligræjur, heiti og fl. getur létt þér lífið til muna.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Digital skífmál?

Postfrá aggibeip » 27.maí 2014, 17:35

Takk fyrir þetta.
Ég á venjulegt skíðmál og það vefst ekkert fyrir mér að lesa á það. Ég á líka föler. Ég hugsa bara að það sé þæginlegra að vinna með digital..


Fyrst ég þarf ekki micro mæli þá held ég áfram að spyrja:
**Tek það fram að spurningin er ekki "hvar fæ ég ódýrasta digital skíðmálið"**

Spurningin er þessi: Hvar fæ ég skíðmál sem er ódýrt miðað við gæði? Þetta má alveg kosta eitthvað.. Mig langar bara að vita hvort menn geti bent mér einhvert þar sem ég fæ þennan hlut í góðum gæðum án þess að hann kosti annað augað úr og að það sé nákvæmt og þæginlegt að vinna með það.

Takk annars fyrir öll svörin kæru félagar!
Síðast breytt af aggibeip þann 27.maí 2014, 17:36, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Digital skífmál?

Postfrá olei » 27.maí 2014, 17:36

Harbor Freight: risa -lágvöruverðs verslunnarkeðja í USA selur digital skíðmál á 10-20 dollara. Þau þykja alveg bærileg. Mér sýnist bandarískir spjallarar vera nokkuð sammála um að ef menn vilji taka skref upp á við í gæðum liggi beinast við að kaupa Mitutoyo fyrir uþb. 100 dollara.
https://en.wikipedia.org/wiki/Mitutoyo
Það fyrirtæki hefur mjög gott orðspor alþjóðlega í mælibransanum og eru frumkvöðlar á vissum sviðum þar. Þeir framleiða líka dótið sitt sjálfir. Nokkrir virtir bandarískir mælitækjaframleiðendur (Starrett, Brown&Sharpe og fl.) hafa verið staðnir að því að útvista framleiðslunni til asíu (Kína) sem þykir ekki góð latína.

Ísól selur Mitutoyo hér heima.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Digital skífmál?

Postfrá villi58 » 27.maí 2014, 18:20

Skoðaðu líka hjá Fossberg, þeir hafa marga góða hluti.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Digital skífmál?

Postfrá Polarbear » 27.maí 2014, 18:40

verslaði svona á ebay.. kostaði c.a. 10 þús komið hingað heim.

virkar ágætlega og nógu nákvæmt í ventlastillingar.

2014-05-27 18.38.56.jpg
mikrometer
2014-05-27 18.38.56.jpg (129.33 KiB) Viewed 5967 times

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Digital skífmál?

Postfrá svarti sambo » 28.maí 2014, 00:10

Polarbear wrote:verslaði svona á ebay.. kostaði c.a. 10 þús komið hingað heim.

virkar ágætlega og nógu nákvæmt í ventlastillingar.

2014-05-27 18.38.56.jpg


Er þetta ekki bara venjulegt mikromál með skjá fyrir sjóndabra.
Fer það á þrjóskunni


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Digital skífmál?

Postfrá Navigatoramadeus » 28.maí 2014, 07:12

mig grunar það sé vegna mín sem digital skíðmálið er komið í þennan lið eftir að hafa svarað um ventlastillingu í "hvernig á að koma 2LT í gang eftir upptekt".

málið er að ég vann í 3 ár hjá Kistufelli og sá um heddin þar og notaðist við digital-skífmál við þetta tiltekna atriði (að mæla þykkt á þessum skífum) og ástæðan er einföld; þetta er mjög þægilegt og fljótlegt að mæla svona og lesa af, það er ekkert tiltakanlegt slit á þessum skífum enda úr hertu stáli svo þær eru mjög þægilegar í mælinum (nema kannski af vélum sem hafa svelt á olíu) og að notast við mikromæli er bara mikið seinlegra og eykur líkur á aflestrarvillum.

auk þess er skíðmálið nothæft í mun fleiri mælingar svona dags daglega tel ég.

Bæði verkfærin ættu að duga en hérna eru amk mínar ástæður.

Logey er með fínt tilboð á setti og í því mikrómælir; 9.990kr; http://logey.is/tilbod/

kv. Jón Ingi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur