Terrano vandræði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Terrano vandræði
Sælir snillingar. Er í vandræðum með Terrano II 98 diesel sjálfskiptan. Það er eins og inngjafar pedalinn verði óvirkur. Þ.e. bíllinn dettur niður á hægagang og inngjöfin gerir lítið sem ekkert. þetta hefur verið að smá ágerast og er hann eginlega orðinn óökufær. Það koma engin aðvörunarljós í mælaborðið og tölvulestur skilaði engu. Bíllinn dettur altaf í gang og gengur eins og klukka einhverja stund en byrjar svo með þessi leiðindi. Stundum er nóg að drepa á honum og starta aftur stundum virkar ekkert fyrr en eftir töluverðan tíma. Ég er búinn að tékka olíu og loftflæði að vélinni og finn ekkert athugavert þar. Dettur hellst í hug að þetta sé vandamál í þessu "drive by wire" dóti. Veit einhver hvað maður ætti hellst að athuga þar.
Með bestu kveðjum Stefán Gunnarsson
Með bestu kveðjum Stefán Gunnarsson
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano vandræði
Ég er nokkuð viss um að þetta sé hægagangsrofinn sem staðsettur er á olíugjöfinni. Einfaldur on/off rofi sem veldur þessum vandamálum. Ég lenti í sama vandamáli og þá var tengið brotið og rofinn datt úr sambandi.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Terrano vandræði
Getur þú nokkuð lýst staðsetningunni á rofanum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano vandræði
Í bílum með zexel olíuverk er þetta bara á petalabrakketinu við olíugjöfina, þekki ekki bosch uppsetninguna.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Terrano vandræði
Bestu þakkir, Skoða það.
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Terrano vandræði
Lenti í bilun sem lýsti sér ekki ósvipað en þá það var loftflæðiskynjarinn sem klikkaði. Gat haldið honum gangandi nokkra daga með þvi að blása hann með sérstöku hreinsispreyi þegar hann datt út en fékk svo annan skynjara. Verst hvað þeir eru fjandi dýrir og ergjandi ef það er svo eitthvað annað en hann sem er bilaður. Það var aðal höfuðverkurinn við þetta.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano vandræði
Já gæti líka verið loftflæðiskynjarinn, byrjaðu á að finna út hvort þetta sé bosch eða zexel olíuverk og rafkerfi, sérð það strax þegar þú opnar húddið, plöggin fyrir ofan olíuverkið eru nærri ferköntuð á zexel en alveg kringlótt á bosch. Getur líka sett inn mynd af vélasalnum ef þú ert óklár á þessu. Þessi kerfi eru gjörólík.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Terrano vandræði
Settu nýja loftsíu í bílinn og athugaðu hvort að það lagist ekki. Mig minnir að það sé heldur ekki sama hvernig loftsían snýr. Ef hún er öfug, þá pressast hún saman og lokast. Það þarf heldur ekki að sjá mikið á henni, en hún getur verið búin að lokast vegna raka, þar sem að hann tekur loftið inn um innra brettið. Ef það er ekki þetta, þá er þetta líklegast loftflæðiskynjarinn. Færð ekkert bilanaljós ef loftflæðiskynjarinn hættir að skynja rétt loftflæði, vegna skíts á spegli. Hann skynjar einhvað flæði, en það er ekki rétt flæði og þar af leiðandi færðu ekki olíu og bíllinn verður máttlaus.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Terrano vandræði
thor_man wrote:Lenti í bilun sem lýsti sér ekki ósvipað en þá það var loftflæðiskynjarinn sem klikkaði. Gat haldið honum gangandi nokkra daga með þvi að blása hann með sérstöku hreinsispreyi þegar hann datt út en fékk svo annan skynjara. Verst hvað þeir eru fjandi dýrir og ergjandi ef það er svo eitthvað annað en hann sem er bilaður. Það var aðal höfuðverkurinn við þetta.
Hvernig hreinsisprey notaðir þú. Það er búið að skipta um loftsíuna, hún var kolstífluð. Bíllinn virtist lagast við það til að byrja með en sótti svo í sama farið. Eftir að hafa skoðað hægagangs rofann á inngjöfinni og dæmt hann í lagi, tók ég nemann sem er næst á eftir loftsíunni, er það ekki loftflæðiskynjarinn? Hann er með tveimur fínum vírum sem voru verulega loðnir af óhreinindum. Ég þorði ekki að Blása þetta með þrýstilofti. Hvernig get ég hreinsað þetta. (ég ætlaði að setja inn myndir en "step by step" leiðbeiningarnar virkuðu heldur flóknar á mig. Þarf að fá einhvern af yngri kynslóðinni með mér í það)
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Terrano vandræði
Það er ekki hægt að hreinsa þetta, Því miður. Er búinn að reyna allar hundakúnstir við að hreinsa skynjarann, en það verður aldrei neinn almennilegur árangur af því, þó svo að maður noti eyrnapinna,glundur og slatta af þolimæði. þá endar það með nýjum skynjara út úr búð.
Getur svo sem prófað þetta. http://www.youtube.com/watch?v=TPYolHb1bOs.
já hann er strax á eftir loftsíu..
Ertu með þennann:
http://i.ytimg.com/vi/MIkCH0Y6QFM/0.jpg
Eða þennann
http://thumbs3.ebaystatic.com/d/l225/m/ ... L1oybQ.jpg
Hvernig er staðan á eldsneytis-síunni og síunni í verkinu, Þú getur skoðað sogsíuna í olíuverkinu og hún er fyrir neðan banjó-boltann þar sem að olían kemur inná verkið ef ég man þetta rétt. Þarft að taka banjóboltann úr til að sjá hana og ná í tannlæknaverkfærin til að ná henni og setja svo nýja eyrhringi þegar að þú setur saman aftur. ef þú ert með bosch-verk ?
Getur svo sem prófað þetta. http://www.youtube.com/watch?v=TPYolHb1bOs.
já hann er strax á eftir loftsíu..
Ertu með þennann:
http://i.ytimg.com/vi/MIkCH0Y6QFM/0.jpg
Eða þennann
http://thumbs3.ebaystatic.com/d/l225/m/ ... L1oybQ.jpg
Hvernig er staðan á eldsneytis-síunni og síunni í verkinu, Þú getur skoðað sogsíuna í olíuverkinu og hún er fyrir neðan banjó-boltann þar sem að olían kemur inná verkið ef ég man þetta rétt. Þarft að taka banjóboltann úr til að sjá hana og ná í tannlæknaverkfærin til að ná henni og setja svo nýja eyrhringi þegar að þú setur saman aftur. ef þú ert með bosch-verk ?
Síðast breytt af svarti sambo þann 26.maí 2014, 02:36, breytt 7 sinnum samtals.
Fer það á þrjóskunni
Re: Terrano vandræði
Get staðfest að ef loftsían er stífluð er bíllinn grútmátlaus.
Ég lenti í því á mínum byrjaði að hiksta og senda bláa sprengju öðruhvoru og varð mátlausari og átlausari.Byrjaði á að láta skipta um hráolíusíu en ekki skánaði það fór og lét lea af honum og ekkert að þar og fyrir rælni þó hann væri nýbúinn í olískiptum ákvað ég að skoða loftsíuna og grínlaust þar var kg af sandi og stráum og fl þar sem hann var búinn að ná í.
Bara maður á ekki að taka sem sjálfsagðan hlut að loftsía og drif sé athugað í olískiptum þá það sé merkt athugað.
En fyrsta skref var að hreynsa allt og blása úr síuni á meðan beðið eftir nýrri og vá hann fann 100 hestöfl :-)
Ég lenti í því á mínum byrjaði að hiksta og senda bláa sprengju öðruhvoru og varð mátlausari og átlausari.Byrjaði á að láta skipta um hráolíusíu en ekki skánaði það fór og lét lea af honum og ekkert að þar og fyrir rælni þó hann væri nýbúinn í olískiptum ákvað ég að skoða loftsíuna og grínlaust þar var kg af sandi og stráum og fl þar sem hann var búinn að ná í.
Bara maður á ekki að taka sem sjálfsagðan hlut að loftsía og drif sé athugað í olískiptum þá það sé merkt athugað.
En fyrsta skref var að hreynsa allt og blása úr síuni á meðan beðið eftir nýrri og vá hann fann 100 hestöfl :-)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Terrano vandræði
Þetta hafðist með ykkar hjálp. Fullkomlega ómetanlegt að geta leitað ráða hérna, þekkingin sem er til staðar hér er óendanleg.
Þetta reyndist vera loftflæði skynjarinn. Fékk hyann á góðu verði í Bílanaust og bíllinn betri enn nokkrusinni.
Kærar þakkir
Þetta reyndist vera loftflæði skynjarinn. Fékk hyann á góðu verði í Bílanaust og bíllinn betri enn nokkrusinni.
Kærar þakkir
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano vandræði
Hvað kostaði hann í bílanausti? Ég á einn nýjan uppí hillu fyrir zexel rafkerfi ef einhvern vantar.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Terrano vandræði
elliofur wrote:Hvað kostaði hann í bílanausti? Ég á einn nýjan uppí hillu fyrir zexel rafkerfi ef einhvern vantar.
Er nokkuð annað en að taka mynd af honum og setja undir varahl.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 103
- Skráður: 24.apr 2013, 16:19
- Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
- Bíltegund: CJ 7 360
Re: Terrano vandræði
Hann kostaði 22 000 í Bílanaust, orginal hjá umboðinu er yfir 90 000 og hann lítur svona út . Þ.e.a.s ef það heppnast að setja myndina inn
- Viðhengi
-
- IMG_1722.JPG (124.33 KiB) Viewed 4090 times
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano vandræði
Minn er eins, ég fékk hann á ebay og borgaði einmitt 22 þúsund fyrir með öllu ef ég man rétt.
http://www.jeppafelgur.is/
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur