Hann er á loftpúðum með 4link að framan og aftan og rancho 9000 dempurum að framan og sennilega rancho 5000 að aftan. Nú hef ég ekki skoðað hversu góðir þeir demparar eru með loftpúðum en fjöðrunin er alveg rosalega góð, lungamjúkur og bara alveg æðislegur þegar maður er að torfærast, en á veginum er hann rosalega kvikur, svagur og jafnvel hoppandi á veginum. Ekki er þó vottur af jeppaveiki í honum og mjög góður í stýri að því leyti.
Í amríku er til sniðugur búnaður, aftengjanleg ballansstöng með drifloku, svona búnaður

(google search: disconnect sway bar)
Mér finnst þetta heillandi consept, en þetta kit kostar 470 dollara og að sjálfsögðu myndi ég reyna að smíða þetta sjálfur. Eru einhver tips sem menn eru með yfir höfuð fyrir ballansstangir, er þetta rugl og á maður að setja upp hefðbundið kerfi?
Mér datt í hug að nota ifs teyjuöxul, fjaðraöxulinn út klafadóti úr hilux eða pajero eða slíku. Ætli það virki? Nú er sá öxull settur upp með að vera alltaf töluvert mikið spenntur, spurning hvernig hann hagar sér þegar hann á að vera hlutlaus og taka newton í báðar áttir.
Öll ráð og tips vel þegin.